Leita í fréttum mbl.is

Innviðir

Stjórnmálaumræða einkennist af því, að stjórnmálafólk segir sömu hlutina með sömu orðum. Ákveðinn orð fá nýjan sess og allt snýst um þau í pólitískri umræðu. 

Eitt þessara orða er "innviðir" Innviðir hafa þá sérstöku náttúru, að allir eru sammála um að hlúa þurfi að þeim og styrkja þá. Þetta hentar stjórnmálamönnum vel. Þeir eru alltaf á öruggu svæði þegar þeir tala um mikilvægi  þess að styrkja innviðina. Stjórnarsáttmálinn ber þess glöggt merki. 

Nýlega sagði fjármálaráðherra að rétt væri að selja einn ríkisbanka og nota söluverðið til að styrkja "innviðina".  

En hvað eru "innviðir" skv. skilgreiningu fjármálaráðherra, er það nánast allt sem varðar starfsemi hins opinbera. Styrking innviða táknar þá, að auka ríkisútgjöld til einhvers. 

Skv. orðabók menningarsjóðs árið 1963 segir að innviðir séu máttarviðir inni í byggingu, skipi eða þess háttar. Á vísindavef Háskóla Íslands hefur orið heldur betur farið á flug og hefur merkingu sem nær nánast þeim skilningi sem fjármálaráðherra setti fram um um merkingu þess.

Vísindavefur Háskóla Íslands segir m.a.:Það eru "sterk tengsl á milli fjárfestinga í innviðum og innviðastöðu hagkerfisins annarsvegar og framleiðniþróun og hagvaxtar hinsvegar. Á þessum grundvelli hvílir áhugi margra hagfræðinga(og stjórnmálamanna)á innviðauppbyggingu"

Með þokkalegri rökhugsun getur hver og einn komist að sömu niðurstöðu og vísindavefurinn,að með því að auka fjárfestingu í innviðum styrkist innviðastaða samfélagsins. Þessvegna er þetta orð gjörsamlega öruggt fyrir stjórnmálafólk að nota. Hver gæti verið á móti því að styrkja innviðastöðu samfélagsins?

Innviðir hafa orðið heildarhugtak fyrir eitthvað á vegum hins opinbera. Vafalaust yrði stjórnmálaumræðan markvissari ef stjórnmálafólk segði hvað það vill gera og hvernig þeir vilja forgangsraða.

Þannig var stjórnmálafólk á árum áður.

En nú þegar það þykir henta að stela stöðugt meira og meira af skattgreiðendum með ofurskattheimtu, þá er e.t.v. hentara að bregða fyrir sig merkingarlitlu tískuorði, sem enginn getur verið á móti, þegar seilast á dýpra í vasa skattgreiðenda eða selja eignir þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Innviðir úr munni nútímapólitíkusa hljómar sem hismið eitt. Flestir pólitíkusarnir sem staglast á orðinu eiga það sameiginlegt að hafa glatð hugsjónum og vita eiginlega ekki í hvorn fótinn stíga skal. Þá kemur orð eins og innviðir sér vel. Það má nota við nánast hvaða tækifæri sem er og allir gapa af andakt yfir mælskunni. Innviðakjaftæði hérlendra stjórnmálamanna hljómar sem algert kjaftæði í eyrum þeirra sem borga yfirleitt og nánast alltaf brúsann.

 Þakka góðan pistil, eins og þín er von og vísa.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.2.2020 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 716
  • Sl. sólarhring: 722
  • Sl. viku: 4763
  • Frá upphafi: 2427607

Annað

  • Innlit í dag: 645
  • Innlit sl. viku: 4405
  • Gestir í dag: 608
  • IP-tölur í dag: 589

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband