Leita í fréttum mbl.is

Lokaðar kirkjur

Svo mjög hefur kristnum þjóðum fleygt fram í trúleysi sínu, að nú þykir rétt á viðsjárverðum tímum, að skella öllum kirkjum í lás og stunda sjáluhjálp á netinu.

Í 2000 ár hafa kirkjur verið griðastaður trúðara, á hverju sem hefur dunið. Drepsóttir og styrjaldir hafa ekki megnað að loka kirkjum. Þvert á það sem nú er, þá hafa kirkjunnar þjónar talið það vera mikilvæga skyldu sína að veita styrk í neyð með vísun til kristinnar trúar og lagt áherslu á mátt bænarinnar og einstaklingsbundna aðstoð og sáluhjálp. Nú opna prelátar  fjarfundarbúnað og básúna út í tómið.   

Af gefnu tilefni vegna helstu raunverulegu trúarhátíðar kristins fólks, sem fer í hönd í Dymbilviku og upprisuhátíðinni í framhaldi hennar, þá er vert að spyrja hvort kirkjuleg yfirvöld hafi farið fram á að hafa messur á föstudaginn langa og páskadag, með þeim hætti að fyllsta öryggis sé gætt, varðandi fjarlægð kirkjugesta hver frá öðrum o.fl. 

Kirkjulegar athafnir eru því miður jafnan illa sóttar og á það líka við um messur á upprisuhátíðinni. Sú kirkja er ekki til á höfuðborgarsvæðinu og víðar, þar sem messur geta ekki farið fram þannig, að tryggt sé að meir en tveir metrar séu á milli kirkjugesta. Vandamálið er þá, að fá undanþágu frá hámarksfjölda á samkomum og gera ráðstafanir sem eru í sjálfu sér einfaldar til að tryggja sóttvarnir og öryggi kirkjunnar þjóna og þeirra sem vilja taka við kristilegum boðskap. 

Telji yfirstjórn þjóðkirkjunnar enga ástæðu til að sækjast eftir því að opna kirkjur og veita þá þjónustu sem kirkjunni er ætlað að veita að viðhöfðum öryggisreglum, þá er hætt við því að hin hefðbundna kirkja hafi týnt hlutverki sínu og muni í framtíðinni standa í enn stærra tómi vantrúar og vonleysis.

Uns til þess kemur að virk kristileg boðun leysi hana endanlega af hólmi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

Það virðist alsnjóa
á guðsvegum Þjóðkirkjunnar.

Reyndar voru það fyrstu viðbrögð
heilbrigðisþjónustunnar að skella í lás.

Minnir mig á atvik frá fyrri dögum þegar
útbygging nokkur á stöplum í Reykjavík
dansaði til og frá í jarðskjálfta sem reið yfir, -
og heyrari þá við strit sitt var fyrstur til
að hlaupa og það í ofboði út!

Húsari. (IP-tala skráð) 7.4.2020 kl. 10:23

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er einmitt á tímum sem þessum þar sem ótti og hræðsla leggst á fólk eins og mara að fólk leitar til kirkjunnar í von um að fá hughreystingu og styrk.

Einmitt nú á kirkjan að flytja fólki von, von sem felst í trú á Drottinn okkar og frelsara Jesú Krist, Hann sem tók á sig syndir okkar. Trúin á Jesú og samfélag okkar við Hann er það sem gefur von og styrk á neyðartímum og á að vera okkar daglega viðfangsefni í blíðu og stríðu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.4.2020 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 300
  • Sl. sólarhring: 683
  • Sl. viku: 4121
  • Frá upphafi: 2427921

Annað

  • Innlit í dag: 276
  • Innlit sl. viku: 3812
  • Gestir í dag: 267
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband