Leita í fréttum mbl.is

Viljum við hjálpa eða viljum við sýnast?

Það er neyðarástand í Yemen. Hungursneyð ríkir í landinu. Börn eru vannærð og deyja úr hungri og sjúkdómum vegna þess, að það eru ekki heldur til lyf til að lækna auðlæknanlega sjúkdóma. 

Þeir sem bera höfuðábyrgð á þessu eru Saudi Arabía og Íran, sem hafa blandað sér í stríðsátök í landinu um árabil. Þessi höfuðríki helstu trúarskóla Íslam, hafa þó meiri áhuga á að útvega vopin og vígtól til að andstæðar fylkingar geti drepið sem flesta til dýrðar spámanninum, en að sinna síður velferð íbúanna og koma í veg fyrir mannlegar hörmungar. 

Það var gaman að sjá í gær unga konu, sem mælti fyrir að fólk legði til hjálparstarfs fyrir hungruð og vannærð Yemensk börn í fréttum í gær. Við ættum öll að leggjast á þær árar og sýna raunverulegan mannkærleik í verki. 

Upphæðin sem þarf til að taka myndarlega á og hjálpa þúsundum barna og sjá til þess, að þau fái nóg að borða og lyf og aðrar nauðsynjar er lág, en samt eru Vesturlönd ekki að taka á þessu vandamáli með myndarskap. Getur það verið vegna þess, að svo mikið af fjármunum fara til að aðstoða hlaupastráka til að leggjast upp á velferðarkerfi Vesturlanda

Við eyðum á annan tug milljarða á ári við að taka á móti hlaupastrákum víðsvegar að úr heimnum, sem hafa það helst að markmiði að leggjast upp á velferðarerfið. Okkur eru margar bjargir bannaðar vegna þess að við búum við gjrösamlega sturlað lagaumhverfi, útlendingalög,  sem búin voru til af "góða fólkinu" sem telur að með því að ala önn fyrir hlaupastrákunum, sem hafa greitt smyglurum háar fjárhæðir til að komast að velferðarkerfi Vesturlanda, að þá séum við að gera eitthvað góðverk. Það erum við sjaldnast að gera. 

Til að sinna skyldum okkar sem þjóð, sem vill láta gott af sér leiða og vera virk í hjálparstarfi, ættum við því að breyta útlendingalögunum og draga úr kostnaði til þessara hlaupastráka, sem eru raunar um og yfir 80% þeirra sem koma í þessum tilgangi, en sinna raunverulegu hjálparstarfi af myndarskap. Með því gerum við meira gagn og hjálpum fleirum en bullukollast áfram á grundvelli fráleitrar hugmyndafræði "góða fólksins" sem miðar að því helst að skipta um þjóð í landinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Ef það hefði farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um móttöku flóttamanna fyrir 10 árum síðan væri allt önnur staða hér núna.

Loncexter, 30.10.2020 kl. 16:36

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þolir riðuveiran suðu?

Má ekki hakka riðuféið sem skera á niður og sjóða vel, Setja í tunnur og senda til Yemen þar sem börnin svelta. Hamborara hand mörgum.

Halldór Jónsson, 30.10.2020 kl. 18:32

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur enginn áhuga á að breyta útlendingalögu Skjóna gamla.? Af hverju á hann að ráða öllu ennþá?

Halldór Jónsson, 30.10.2020 kl. 18:33

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Rétt, Jón Magnússon.

Egilsstaðir, 30.10.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.10.2020 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 365
  • Sl. sólarhring: 598
  • Sl. viku: 2408
  • Frá upphafi: 1664229

Annað

  • Innlit í dag: 333
  • Innlit sl. viku: 2186
  • Gestir í dag: 318
  • IP-tölur í dag: 312

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband