Leita í fréttum mbl.is

Skapanornirnar fjórar

Skapanornirnar fjórar í ríkisstjórninni koma jafnan fram þegar tilkynna þarf váleg tíðindi og það gerðu þær í gær. Enn skal reynt að takmarka alla mannlega starfsemi með tilheyrandi einangrun, tekjutapi, andlegri vanlíðan og fjölgun gjaldþrota. 

Enginn rökstuðningur er færður fram fyrir þeim aðgerðum, sem nú er gripið til, en það virðist vera orðin lenska í íslenskri stjórnsýslu að setja bannreglur án þess, að sýna fram á nauðsyn þeirra.

Spyrja má af hverju er þörf á að setja hertar reglur þegar smit eru á niðurleið? Þeirri grundvallarspurningu er að sjálfsögðu ekki svaraði en leitað eftir því og byggt á að 95% landsmanna styðji veirutríóið og aðgerðir þess. Það er raunar örlítið meiri stuðningur en við Lúkasjénkó forseta Hvíta Rússlands í nýðliðnum kosningum, en segir ekkert um það hvort Lúkasjénkó eða veirutríóið séu að gera skynsamlega hluti. 

Raunar má halda því fram, að sú niðurstaða veirutríósins, að nú þurfi að setja víðtækari takmarkanir og drepa helst niður alla mannlega starfsemi og viðskipti, sýni að á það hafi skort að veirutríóið brygðist rétt við í upphafi annarrar bylgu faraldursins sem nú ríður yfir þjóðina. 

Þrátt fyrir að fjármálaráðherra beri sig mannalega og haldi því enn fram, að hægt sé að gera allt fyrir alla á ríkisins kostnað, sjá aðrir að verulega hriktir í stoðum og markaðurinn sýnir öll merki þess, að vantraust varðandi stöðu ríkissjóðs er að aukast, sem leiðir þá til hækkunar á lántökukostnaði ríkisins innan skamms. 

Þó Landsspítalinn hafi ákveðið að færa sig á neyðarstig og bábiljur séu þuldar vítt og breitt ekki síst af veirutríóinu, sem lætur ekki fastan sjónvarpsþátt duga fyrir boðskap sinn um  komandi Armageddon, þá er staðreyndin samt sú, að það er engin neyð önnur en sú sem stjórnendur heilbrigðismála telja, að geti orðið, ef til vill. Það eru ekki nægar röksemdir til að búa til alkul á markaðnum og hræða líftóruna úr þeim 95% landsmanna sem sagðir eru enn trúa því, að veirutríóið sé óskeikult og hafi þegið vald sitt frá Guði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Smitin sem urðu tilefni þessara hertu reglna koma meira og minna öll til vegna þess að stjórnendur LSH brugðust í því hlutverki sínu að hindra að smit kæmu upp á spítalanum. Að öðru leyti hefur í raun ekkert breyst varðandi dreifingu sjúkdómsins.

Af þessum sökum virðast mér hinar nýju reglur ekki grundvallast á fullnægjandi forsendum, þær ganga langt fram úr öllu meðalhófi.

Ef þú ert sammála þessu Jón, munt þú verja mig pro bono ef ég fer vísvitandi út í búð án grímu og verð sektaður? 

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2020 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 71
  • Sl. sólarhring: 575
  • Sl. viku: 3012
  • Frá upphafi: 2294631

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 2745
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband