Leita í fréttum mbl.is

Margaret Thatscher sannleikurinn og Crown sagnfræðin

Í dag eru 30 ár síðan Margaret Thatcher lét af embætti sem forsætisráðherra í Bretlandi en hún tók við embætti 1979.

Tíminn er fljótur að líða og fólk að gleyma. Þessvegna skiptir máli að sagnfræðingar segi rétt frá og í sögulegu samhengi. Þegar Thatscher á í hlut,er iðulega hallað réttu máli og reynt að gera hlut hennar sem minnstan og rangfæra staðreyndir. 

Ég hef horft á nokkra af vinsælu Netflix þáttunum "Crown", þar sem fjallað er um samskipti Thacher og bresku drottningarinnar og breskt þjóðlíf á níunda áratug síðustu aldar. Þar eru hlutir heldur betur teknir úr samhengi og jafnvel sagt rangt frá. 

Þegar Thatcher tók við embætti 1979, hafði verkamannaflokks ríkisstjórn James Callaghan setið að völdum um árabil og ástandið var þannig, að Bretar þurftu að sækja um aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, verkföll og ólga í landinu voru svo mikil, að Callaghan óttaðist um það á tímabili, að hann yrði að kalla á herinn til aðstoðar við að halda uppi röð og reglu. Atvinnuleysi var svo mikið að eitt helsta vígorð Íhaldsmanna í kosningunum 1979 var "Labour is not working".  Bretland var veiki maðurinn í Evrópu efnahagslega. Það var við þessar kringumstæður sem Thatscher tók við.

Thatscher tók til óspilltra málanna og gjörbreytti efnahagsstefnunni á grundvelli einstaklingfrelsis og athafnafrelsis. Stjórnkerfið var endurskoðað,mörg ríkisfyrirtæki sem voru rekin með tapi voru lögð niður eða seld ef þess var kostur. Víðtækar skattbreytingar voru gerðar auk ýmiss annars. Thatcher þurfti að heyja harðvítuga baráttu við verkalýðshreyfinguna í Bretlandi sérstaklega námumenn og hafði sigur og sá sigur þýddi það að stjórnvöld náðu aftur að stjórna landinu án þess að eiga stöðugt á hættu verkföll eða lamandi skyndiverkföll.

En aðgerðir Thatscher stjórnarinnar mættu mikilli andstöðu sumra og m.a. árituðu 364 af fremstu hagfræðingum Bretlands mótmælaskjal gegn stefnu ríkisstjórnarinnar árið 1982, sem þeir töldu að stefndi efnahagskerfi Bretlands í stórkostlega hættu og væru af hinu illa. Það segir sitt um stöðu hagfræðinnar á þeim tíma og jafnvel síðar, að í framhaldi af þessari andspyrnu hagfræðinganna tók fjárhagur Breta heldur betur að rétta úr kútnum, vextir lækkuðu og atvinnuleysi minnkaði. Þegar Thatscher lét af störfum var staða Bretlands sem fjármálaveldis sterk og atvinnuleysi hafði dregist gríðarlega saman. 

Thatscher naut virðingar og stjórn hennar stóð sig vel í utanríkismálum. Milli hennar og Ronald Reagan Bandaríkjaforseta myndaðist traust samband og vinátta og þau voru áhrifamestu leiðtogarnir til að vinna bug á kommúnismanum í Evrópu. Thatscher var andstæðingur apartheit stefnunnar í Suður-Afríku, en var samt á móti því eins og Reagan að beita landið viðskiptaþvingunum. Það sjónarmið rökfærði hún vel, ég var þeim innilega sammála á þeim tíma og er enn. 

Í Crown þáttunum sem ég hef horft á, er reynt að varpa rýrð á Thatscher með ýmsu móti m.a. er látið í veðri vaka að henni sé um að kenna mikið atvinnuleysi, en þess ekki getið að það var búið sem hún tók við af Verkamannaflokknum. Þá er gert mikið úr því, að hún og drottningin hafi lent í mikilli deilu vegna þess, að Thatscher vildi ekki samþykkja viðskiptabann á Suður-Afríku það er gert til að sýna að Elísabet drottning hafi alltaf verið á móti kynþáttaaðskilnaðarstefnunni (apartheit) en Thatscher ekki. Allt er þetta rangt auk þess sem það er rofið úr samhengi. Í þessu sambandi er vert að benda á ummæli Nelson Mandela fyrrum forsætisráðherra Suður-Afríku, sem sagði um Thatscher "She is an enemy of apartheit-. We have much to thank her for."

Margareth Thatcher var tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður síðari hluta síðustu aldar. Breta geta þakkað henni fyrir það að hafa komið Bretlandi upp úr öldudal óstjórnar, verkfalla og efnahagslegrar kyrrstöðu og öngþveitis og komið því til leiðar að Bretland varð aftur efnahagslegt stórveldi þar sem treysta mátti á stöðugleika og öryggi í viðskiptum.

Af sjálfu leiðir, að vinstri menn mega ekki til þess hugsa, að saga Thatscher sé sögð óspjölluð og sannleikanum samkvæmt. Sú saga er sigurganga þar sem stefna frjáls framtaks og takmarkaðra ríkisafskipta sigraði og sýndi fram á þá einu leið, sem þjóðfélög nútímans eiga til að komast frá fátækt til velmegunar. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég hef ekki horft - hvað segja þeir um námumennina?

Palme lokaði námum í Svíþjóð

Tacher lokaði námum í Bretlandi

Obama lokaði námum í USA

Allt ofangreint leiddi til langvarandi atvinnuleysisi á staðbundnum landsvæðum en enginn af eftirmönnum þeirra hefur opnað neinar námur aftur (jafnvel ekki Trump)

Séu kol óþverri þá eru brúnkol enn verri en er ekki verið að opna nýjar námur í hjarta miðstýringar ESB Þýzkalandi?

Grímur Kjartansson, 21.11.2020 kl. 18:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Yfirgangur og lygar vinstra fólksins sem reyna að klína á okkur einhverju huggtaki sem þeir hafa búið til  og þeir kalla nýfrjálskyggju sem er ekert annað en soravitleysa úr þeirra sjúka hugskoti eins og fyrirfinnst í Sólveigu Önnu og hinum fyrirlitlega málaliða Gunnari Smára á að nota til að falsa söguna og rangfæra staðreyndir Thatcherismans sem breytti og bjargaði Bretlandi in their darkest hour eftir að Churchill stóð einn.

Viðbjóður, mannhatur og della þessa liðs er með endemum og vonandi fylkir frjálsborið fólk sér gegn þessum skrímslum ofbeldis og kúgunar sem afturgengið frá Stalínstímanum og Pol Pot  reynir að kollvarpa okkar vestrænu gildum með lygum og rógi.

Við verðum að hætta að skríða fyrir þessu liði og þora að tala óhikað um það og lygar þess á þeirra eigin máli. 

Halldór Jónsson, 22.11.2020 kl. 00:03

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Góð samantekt. Mæli með bók Claire Berlinski um Thatcher (There is no alternative). Þar er vel lýst því ástandi sem öfga sósíalisminn var búinn að koma Bretaveldi í og hvernig Thatcher vatt ofan af því.

Í vissum skilningi frestaði hún Covid yfirtöku heimskommúnista og World Economic Forum um heila kynslóð, og þannig engin furða hvernig öfgasósíalisminn reynir allt sem hann getur til að djöflakenna hana.

Heimsfjölmiðlun samtímans notar oft stimpilinn "hagfræðingur" en gleymir að taka fram hvað sé Keynesian hagfræði eða Austurríkisskóla hagfræði, eða að til séu fleiri hagfræðigreinar, hvað þá hvaða skólar tilheyri hvaða heimsvaldastefnu.

Guðjón E. Hreinberg, 22.11.2020 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 215
  • Sl. sólarhring: 413
  • Sl. viku: 4262
  • Frá upphafi: 2427106

Annað

  • Innlit í dag: 185
  • Innlit sl. viku: 3945
  • Gestir í dag: 179
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband