Leita í fréttum mbl.is

Verðugur friðarverðlaunahafi?

Forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmed var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels á árinu 2019 vegna frábærs starfs í þágu friðarmála og vinna að friði og alþjóðlegri samvinnu eins og sagði í umsögn norsku Nóbels friðarverðlauna nefndarinnar.

Undir stjórn þessa friðarverðlaunahafa var ráðist á Tigray  héraðið í Eþíóbíu og um 40 þúsund íbúa hraktir á flótta. Í gær var tilkynnt að hernaðaraðgerðum væri lokið með sigri hers friðarverðlaunahafans og tilheyrandi mannfalli. Þó fréttir séu takmarkaðar, þá hafa samt borist fréttir af miklu mannfalli og hermdarverkum stjórnarhers friðarverðlaunahafans.

Stjórn Tigray héraðs hefur sakað ríkisstjórn Eþíóbíu um þjóðernishreinsanir og mótmæltu þegar friðarverðlaunahafinn framlengdi kjörtímabil sitt um eitt ár án kosninga. Þá hefur Abiy látið loka Internetinu og takmarkað svo sem verða má fréttaflutning. Ekki óþekkt þegar vinna á verk,sem þola illa dagsbirtuna.

Úthlutunarnefnd friðarverðlauna Nóbel hefur oft áður gert sjálfri sér skömm til. Abiy er ekki eini vinstri sinnaði stjórnmálamaðurinn sem vinstra fólkið í nefndinnin hefur útnefnt, Friðarverðlaunahafinn hefur síðar staðið fyrir árásum og vopnaskaki sbr. Obama og  Aung San Suu Kyi, sem vílar ekki fyrir sér að afsaka skammarlegt þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á Rohingjum í Búrma.

Sérkennilegt að nefndinni skuli aldrei hafa dottið í hug að tilnefna hægri sinnaðan stjórnmálamann sem friðarverðlaunahafa. Sem slíkur kæmi Donald Trump sterklega til álita eftir að hafa haldið aftur af hernaðaröflunum í henni Ameríku í stjórnartíð sinni. Það hefur enginn annar forseti Bandaríkjanna gert á þessari öld.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég myndi frekar mæla með honum Lee Carol í KRYON 

sem næsta FRIÐAR-VERÐLAUNAHAFA:

https://www.youtube.com/watch?v=kCQSjqeA3JI&feature=emb_logo

Jón Þórhallsson, 30.11.2020 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband