Leita í fréttum mbl.is

Sofnađ á verđinum

Fyrir nokkru greindi umbođsmađur Alţingis Tryggvi Gunnarsson frá ţví, ađ honum hefđi ekki tekist ađ ljúka rannsókn á lögmćti gjaldtöku af almenningi og fyrirtćkjum, sem stofnađ var til fyrir 24 árum, en meginhluta ţess tíma hefur Tryggvi Gunnarsson gegnt embćtti umbođsmanns Alţingis.

Hlutverk umbođsmanns skv. lögum nr. 85/1997 er ađ hafa í umbođi Alţingis eftirlit međ stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á ţann hátt sem nánar greinir í lögum ţessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Rannsókn á gjaldtöku hins opinbera af Alţingi er ţví atriđi, sem fellur undir starfssviđ hans skv. lögum um umbođsmann Alţingis.

Spurning um hvort gjaldtaka af almenningi og fyrirtćkjum vegna ţjónustu er mikilvćg spurning fyrir neytendur og eđlilegt hefđi veriđ ađ umbođsmađur hefđi sett ţađ mál í forgang ţannig ađ rannsókninni hefđi ţá lokiđ fyrir eđa um síđustu aldamót fyrir 20 árum síđan, ţá hefđi rannsóknin tekiđ 4 ár sem hefđi átt ađ vera kappnógur tími til ađ ljúka slíkri rannsókn. 

Nú 24 árum síđar kemur umbođsmađur og segir ađ ekkert verđi gert frekar varđandi rannsóknina. Hún fellur niđur vegna ţess sleifarlags sem hefur veriđ á embćttisfćrslu umbođsmannsins s.l. 24 ár hvađ ţetta varđar. Ţćr afsakanir sem fćrđar eru fram af umbođsmanni varđandi ţessa óbođlegu embćttisfćrslu eru satt ađ segja ótrúverđugar og standast ekki skođun sé rýnt í ţađ hvađ og hvernig embćttiđ hefur starfađ ţann tíma. 

Ţetta mál varđar allan almenning og hagsmuni hans og hefđi átt ađ vera forgangsmál, en hefur stöđugt verđi sett neđst í bunkann, ţar sem ađ umbođsmađur hefur iđulega opnađ frumkvćđismál og unniđ ţau á methrađa einkum ef ţau gátu veriđ  til vinsćlda falliđ. 

Mér finnst sem talsmanni neytenda um árabil óviđunandi ađ rannsókn sem varđar allan almenning skuli ekki fást unnin vegna ţess, ađ umbođsmađur telur ađ spurningin um réttmćti gjaldtöku af almenningi sé ekki svo mikilvćg ađ unniđ sé ađ henni og rannsókninni lokiđ innan viđunandi tímamarka.

Ţegar embćtti umbođsmanns Alţingis tekst ekki á 24 árum ađ ljúka efnislegri rannsókn á mikilvćgu máli sem varđar allan almenning og hugsanlega ólögmćta gjaldtöku af fólkinu í landinu ţá er greinilega eitthvađ ađ. Ţađ sýnist ţví einbođiđ, ađ stofnunin sem kýs umbođsmanninn, Alţingi, láti ţetta mál til sín taka og í ţví sambandi er eđlilegt ađ stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alţingis láti framkvćma stjórnsýsluendurskođun á embćtti umbođsmanns Alţingis. Minna getur ţađ ekki veriđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annađ

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband