Leita í fréttum mbl.is

Klerkastjórnin í Íran hnykklar vöðvana

Klerkastjórnin í Íran telur Biden greinilega vera veikan forseta. Biden var varla sestur í forsetastólinn fyrr en hann tilkynnti, að hann ætlaði að afnema höft og viðskiptaþvinganir og skrifa undir kjarnorkusamninginn, sem Trump hafnaði um leið og hann tók upp víðtækar refsiaðgerðir gegn klerkastjórninni. 

Klerkastjórnin í Íran er talin helsta ógnin við frið,  sem ríki í Mið-Austurlöndum standa frammi fyrir, hvort heldur er um að ræða Flóaríkin, Jórdaníu, Írak, Saudi Arabíu eða Ísrael. Íran styðjur hryðjuverkasamtök og hópa víðsvegar í Mið-Austurlöndum og þeir hafa undanfarna daga látið til sín taka í auknum mæli af því að nú óttat þeir ekki aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna.

Klerkastjórnin er svo sannfærð um að Biden sé veikur forseti, að þeir setja það sem skilyrði fyrir að taka á nýjan leik þátt í samningaumleitunum við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál, að Bandaríkin aflétti strax öllum höftum og viðskiptaþvingunum áður en sest er að samningaborðinu. 

Joe Biden Bandaríkjaforseti þarf heldur betur að sýna það gagnvart Íran hvað í honum býr. Ætlar hann ekkert að aðhafast gagnvart ógninni frá Íran og ætlar hann virkilega að sýna það að ofbeldisríki þurfi ekkert að óttast meðan hann er við völd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 134
  • Sl. sólarhring: 417
  • Sl. viku: 1142
  • Frá upphafi: 1702955

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 1061
  • Gestir í dag: 127
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband