Leita í fréttum mbl.is

Frelsið og manndáðin best.

Í gær var sagt frá því í fréttum, að síðast hefði greinst Covid smit utan sóttkvíar þann 20.janúar s.l.

Eðlilegt er að spurt sé hversvegna þarf að beita sóttvarnaraðgerðum innanlands þegar engin er sóttin? Er afsakanlegt að svipta fólk frelsi vegna sóttar sem geisar ekki í landinu? 

Af hverju þarf að telja inn í verslanir og af hverju er grímuskylda. Já og af hverju er tveggja metra fjarlægðarregla og fólki bannað að horfa á íþróttakappleiki nema í sjónvarpi. Hversvegna er fólki bannað að heimsækja vini og ættingja á elli- og sjúkraheimili og bannað að mæta í jarðafarir án þess að það sé talið inn. 

Íslenska þjóðin hefur tekið ótrúlega vel í þau tilmæli sem til hennar hefur verið beint varðandi sóttvarnir í Covidinu og góðan árangur í baráttunni má fyrst og fremst þakka ábyrgðarkennd alls þorra landsmanna, sem hefur gætt þess í hvívetna að hamla sem mest smitum vegna Covid.

Nú eru liðnir 37 dagar án þess að smit hafi greinst í landinu utan sóttkvíar. Yfirvöld hafa því engan rétt af sóttvarnarástæðum eða öðrum til að takmarka frelsi fólksins til að lifa lífi sínu með venulegum og eðlilegum hætti. 

Við þessar aðstæður er það ekkert annað en ábyrgðarleysi af ríkisstjórninni að létta ekki af hömlum á frelsi fólksins til leika og starfa eins og var fyrir Covid með þeirri undantekningu þó, að gæta verður þess að smit berist ekki inn í landið. 

Það kostar þjóðfélagið mikið að skerða frelsi fólksins og það er atlaga að framtíð og velmegun í landinu beiti ríkisvaldið áfram ónauðsynlegum frelsisskerðingum með þeim afleiðingum, að yfirdráttur ríkisins vegna innistæðulausra útgjalda eykst um eina milljón króna á hverri mínútu líka meðan fjármálaráðherra sefur. 

Það er greinilega auðveldara að svipta fólk frelsi en að koma því á aftur, jafnvel þó að ástæðu frelsissviptingarinnar sé löngu liðin hjá. Hvar skyldi nú vera "frelsið og manndáðin best", sem þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson kvað um?

Ef til vill fallin í gleymsku og dá 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er líka eins og að fara til tannlæknis að fara í heilsurækt.

Panta þarf tíma og hver aðgerð verður að vera timamæld

Innanlands þá er bara kominn tímI á að treysta fólki svo besserwisserar geti ekki endalaust verið að siga lögreglunni á annað fólk til að upphefja sjálfan sig með tilvísun í  einhverjar reglugerðir sem enginn skilur

Grímur Kjartansson, 16.2.2021 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 130
  • Sl. sólarhring: 413
  • Sl. viku: 1138
  • Frá upphafi: 1702951

Annað

  • Innlit í dag: 123
  • Innlit sl. viku: 1057
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 122

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband