Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindafrömuðurinn Erdogan Tyrklandsforseti.

Skömmu eftir að Erdogan nánast einræðisherra í Tyrklandi kvaddi Róbert Spanó forseta Mannréttindadómstóls Evrópu með miklum gagnkvæmum kærleika af beggja hálfu, skipaði hann félaga sinn og flokksbróður rektor í helsta háskóla í Tyrklandi BOUN sem stendur fyrir Bosporus University í Konstantínópel nú Istanbul.

Fjölmargir stúdentar við skólann voru ósáttir við að flokkslíkamabarn úr flokki Erdogan yrði rektor við skólann og mótmæltu því kröftuglega, en þó friðsamlega. Erdogan hefur látið handtaka meir en 250 stúdenta vegna þessara mótmæla og ekki nóg með það. Húsleit hefur verið framkvæmd hjá mörgum þeirra og fjölskyldur þeirra teknar til spurninga og yfirheyrslu hjá lögreglu. Þannig er nú farið að í mannréttindaríkinu Tyrklandi.  

En að sjálfsögðu hefur Erdogan vaðið fyrir neðan sig og segir að stúentarnir sem leyfðu sér að mótmæla, séu ekki mótmælendur heldur hryðjuverkamenn. Sé svo, þá eru þetta fyrstu mótmæli hryðjuverkafólks, sem fara friðsamlega fram dögum saman.

En skyld Mannréttindasómstóllin kaupa skýringu Erdogan eða hafa eitthvað um þetta mál að segja yfir höfuð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hva? Fattaði,ann þá að kalla þá hryðjuverkamenn (greinilega í verfalli) við þessi réttmætu mótmæli með samstútendum sínum,um ráðstöfun sem þeim þótti ekki sæmandi.  

Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2021 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband