Leita í fréttum mbl.is

Skiptir EES máli í íslenskri pólitík?

Birgir Örn Steingrímsson er eini frambjóðandinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem gerir valdaframsal Íslands til Evrópusambandsins að umtalsefni.  Hann hefur bent á regluverk bandalagsins, sem reynt verður að troða upp á okkur með sama hætti og þriðja Orkupakkanum, en það mun jafnvel koma í veg fyrir að við höfum sama aðgengi og í dag að alþjóðlegri fjölmiðlun. 

Birgir benti á, að nú væri spurning hvort Alþingi mundi samþykkja tilskipun Evrópusambandsins um þessi mál þegjandi og hljóðalaust og draga þar með úr frelsi borgaranna.

EES hefur tekið breytingum frá því að við gerðumst aðilar. Það sem vakti fyrir ráðamönnum við inngönguna var fyrst og fremst að Ísland yrði aðili að sameiginlegum markaði Evrópu. Önnur atriði fylgdu. Í sumum tilvikum gerðu íslendingar fyrirvara, en þeir hafa ekki haft neina þýðingu vegna slappleika okkar. 

Það var aldrei vilji þjóðarinnar, að þvingað yrði upp á Ísland margvíslegum reglum af hálfu Evrópusambandsins, sem íslenski löggjafinn mundi síðan kokgleypa án athugasemda og helstu stjórnmálamenn þjóðarinnar yppta öxlum og segja við þessu verður ekkert gert Evrópusambandið ræður þessu. 

En það er ekki svo. Við afsöluðum ekki löggjafarvaldinu algjörlega við inngöngu í EES eins og raunar annar frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson héraðsdómari,sem er í framboði í SV kjördæmi, hefur bent skilmerkilega á í frábærum greinum í Morgunblaðinu undanfarin misseri. 

Þeir Birgir og Arnar láta sér annt um fullveldi þjóðarinnar og hafna því,að valdaframsalið til Brussel með EES samningnum sé algjört. 

Stöðugar kröfur valdsherrana í Brussel til Íslands um að lúta þeim í einu og öllu sýnir, að nauðsynlegt er að spyrna við fótum og gera kröfu um endurskoðun EES samningsins með það að markmiði, að tryggja fullveldi Íslands svo sem kostur er.

Birgir Örn Steingrímsson á þakkir skildar fyrir að benda á nauðsynlegar staðreyndir varðandi ofurvald Evrópusambandsins. Í prófkjörinu. Hann er ekki með kosningaskifstofu eða dýrar auglýsingar. Hann er hugsjónamaður, sem gefur kost á sér til að koma á framfæri sjónarmiðum, sem varða heill og sjálfstæði Íslands. Fyrir það á hann skilið stuðning þeirra, sem sætta sig ekki við að Evrópusambandið troði öllum sínum tilskipunum upp á okkur án þess að ráðamenn þjóðarinnar spyrni við fótum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 493
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband