Leita í fréttum mbl.is

Hrollvekjan

Oft er reitt hátt til höggs í pólitískri orðræðu jafnvel svo mjög að þó þau séu allsendis ómakleg og fordæmanleg, að þá eru þau fyrst og fremst hlægileg. Illskeytt og rætin orðræða sem fer yfir öll velsæmismörk er jafnvel þó hlægileg sé fordæmanleg og sýnir vel innræti þess og þeirra, sem henni beita. 

Það hefur komið á óvart að undanförnu, hvað sá hópur, sem vill gera flest til að afsala þjóðinni ákvörðunarvaldi í eigin málum, ganga í Evrópusambandið, skipta um þjóð í landinu og tryggja útlendingum fullan aðgang að kaupum lands, fasteigna og annarra landgæða fer hart fram gegn þeim, sem krefjast þess, að allt vald sé í höndum þjóðkjörinna fulltrúa íslendinga sjálfra og gjalda varhug við áformum um að afsala eða deila fullveldi þjóðarinnar meir en gert hefur verið, en krefjast þess í stað að íslendingar sjálfir og Alþingi hafi fullt vald á eigin málum sér í lagi setningu íslenskra laga.

Það hefði því ekki átt að koma svo mjög á óvart, að lesa rætin ummæli um einn frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV kjördæmi Arnar Þór Jónsson, en í Fréttablaðinu segir:

"Eins og túnfíflar finnur hressa íhaldið sér alltaf leið. Blasir nú við að þeirra næsta hrollvekja er rétt handan við hornið í líki Arnars Þórs Jónssonar sem er líklegur inn í Kraganum"

Óneitanlega er sérstakt þegar sómakær hugsjónamaður eins og Arnar Þór Jónsson, gefur kost á sér í prófkjöri, að þá skuli dynja á honum skammir frá þeim, sem vilja að helstu ákvarðanir um framtíð landsins séu teknar í Brussel. Einstakt að slíkum manni skuli líkt við "hrollvekju" og þar er farið yfir mörk eðlilegrar umræðu.

Hvað skyldi svo þessi frambjóðandi Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hafa unnið sér til sakar hjá þessum hópi landssölufólks svo notað sé mildara orðfæri en í tilvitnaðri grein. 

Arnar hefur vakið athygli á því, að fullveldi Íslands hefur verið skert og lagasetningarvaldið hefur að hluta verið flutt til Brussel. Hann hefur krafist þess, að við höfum sjálf með eigin löggjöf að gera. Eru þessi stefnumál fullveldis og sjálfsákvörðunarréttar íslensku þjóðarinnar virkilega sá þyrnir í augum Evrópusambandssinna, að þeir telji þær hrollvekju?

Sé svo, þá er ljóst að illbrúanleg gjá er komin upp á milli þeirra sem vilja varðveita landsréttindi Íslands og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og þeirra, sem sjá enga framtíð nema við afsölum okkur fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins. 

Þessar árásir ættu að vera hvatning fyrir frjálshuga fólk sem er annt um réttindi þjóðarinnar og framgang hennar í nútíð og framtíð til að fjölmenna á kjörstað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og kjósa hugsjónamann eins og Arnar Þór Jónsson, sem hefur verið öflugur talsmaður fullveldis íslensku þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Vel mælt Jón.

En þessi orðræða Fréttablaðsins afhjúpar djúpstæðan ótta, og það eitt segir að það er full þörf á mönnum eins og Arnari inní íslensk stjórnmál.

Mætti þeir vera fleiri, í öllum flokkum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.6.2021 kl. 12:37

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sumt fólk hefur einfaldlega ekkert til málanna að leggja annað en einhvern samhengislausan velling.  Hælbítar af þessu tagi dæma sig einfaldlega sjálfir (úr leik).  AÞJ stendur jafnkeikur eftir. 

Bjarni Jónsson, 10.6.2021 kl. 13:48

3 Smámynd: Jón Magnússon

Um það erum við algjörlega sammála Ómar Geirsson. 

Jón Magnússon, 10.6.2021 kl. 17:48

4 Smámynd: Jón Magnússon

Að sjálfsögðu gerir hann það. En það er þörf á að benda á hvernig málflutningurinn er. Hatursorðræða í stað rökræðna. 

Jón Magnússon, 10.6.2021 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 440
  • Sl. sólarhring: 654
  • Sl. viku: 4954
  • Frá upphafi: 2426824

Annað

  • Innlit í dag: 411
  • Innlit sl. viku: 4599
  • Gestir í dag: 400
  • IP-tölur í dag: 376

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband