Leita í fréttum mbl.is

Íhaldið og frjálslyndið

Fréttablaðið segir frá því með nokkrum fögnuði að íhaldssamir frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins hafi tapað fyrir hinum frjálslyndari. Í huga Fréttablaðsins felst Frjálslyndi í því að vilja sem nánasta samstarf með Evrópusambandinu helst fulla aðild, en íhaldsstefna að vilja það ekki.

Nafngiftir eins og þessar eru oft misvísandi og miðað við þá þingmenn sem blaðið minnist á, þá verður ekki séð, að þar sé um  algjöra einsleitni að ræða í pólitískri afstöðu ef undan er skilið að öll hafa þau verið mótfallin þéttara faðmlagi við Evrópusambandið og no border stefnuna sem fylgt er í innflytjendamálum. En það hafa raunar nokkrir aðrir þingmenn flokksins líka verið.

Frétt blaðsins vekur samt sem áður athygli á atriðum, sem er nauðsynlegt að Sjálfstæðisfólk hafi í huga við stefnumörkun á næsta Landsfundi. 

Þar þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka afgerandi afstöðu fyrir og með fullveldi þjóðarinnar og krefjast endurskoðunar á EES samningnum þannig að löggjafarvaldið m.a. verði að öllu leyti í höndum Alþingis en ekki kommissara í Brussel. Þá verður að taka skynsamlega og ákveðna stefnu í innflytjendamálum svo við lendum ekki í sama hjólfari og Svíar eru lentir í.

Framhjá þessu verður ekki komist vilji Sjálfstæðisflokkurinn tryggja öryggi borgaranna og rétt íslenskra ríkisborgara til lands, náttúruauðlinda og landgæða. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þar þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka afgerandi afstöðu fyrir og með fullveldi þjóðarinnar og krefjast endurskoðunar á EES samningnum þannig að löggjafarvaldið m.a. verði að öllu leyti í höndum Alþingis en ekki kommissara í Brussel. 

Miðflokkurinn vill fara dönskuleiðina með frændum okkar. Kannski koma Svíar, Finnar og Norðmenn með.

Hvað vill formaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum og Evrópumálum? Hvað vill hann í innflytjendamálum?

Kemst Landsfundur Sjálfstæðisflokksins upp með almennar skrautyfirlýsingar í þessum málum?  

Halldór Jónsson, 22.6.2021 kl. 12:45

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta eru allt spurningar sem við þurfum að fá svör við Halldór. Það hefði verið betra fyrir Flokkinn að hafa tekið upp skýra stefnu í þessum málaflokk áður en hann tók við ráðuneytið sem sér um þennan málaflokk. Þá hefðu lög og reglur í þessum málaflokki ekki verið með þeim hætti sem þau eru. 

Jón Magnússon, 23.6.2021 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.2.): 519
  • Sl. sólarhring: 572
  • Sl. viku: 2104
  • Frá upphafi: 2489749

Annað

  • Innlit í dag: 483
  • Innlit sl. viku: 1909
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 453

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband