Leita í fréttum mbl.is

Einkaframtakið og pólitíkin

Í aðdraganda kosninga fjölgar skoðanakönnunum, sem kanna fylgi stjórnmálaflokka almennt og fylgi þeirra meðal einstakra starfsstétta.

Í Fréttablaðinu var gerð grein fyrir einni þar sem sagt var að fylgi fólks í einkageiranum við Sjálfstæðisflokkinn væri 29%. Það er umfram almennt fylgi flokksins, en er slæm niðurstaða fyrir flokk, sem telur sig málssvara einstaklingsframtaksins og er nánast einn um þær áherslur í íslenskri pólitík, að  71% einyrkja og annarra í einkaframtakinu, skuli ætla að kjósa annan flokk. 

Svarhlutfall í könnuninni var um 52% svipað og í öðrum könnunum um þessar mundir, þannig að þær gefa einungis vísbendingar en eru ekki að fullu marktækar.

Samt er það áhyggjuefni fyrir flokk sem var stofnaður til og hefur alla tíð talið sig sérstakan málsvara einkaframtaksins að hafa ekki meira fylgi í þeim hópi. 

Sú vísbending sem þessi skoðanakönnun gefur ætti að leiða til þess, að forusta flokksins gaumgæfi hvað veldur því að fylgi flokksins er ekki meira meðal þeirra sem fá ekki launin sín greidd án nokkurra vandkvæða um hver mánaðarmót, en þurfa sjálf að afla allra sinna tekna vegna þess að það er engin sem gerir það fyrir þau og velferðin nær ekki til þeirra. Bjáti eitthvað á hjá þeim hópi, þá eru þau mun verr sett en almennt launafólk.

Af sanngirnisástæðum ætti flokkur hins frjálsa framtaks líka að gæta að því, hvort að velferðarstefna undanfarinna ára og Kóvíd fjárausturinn s.l. eitt og hálft ár til sumra, hafi leitt til þess, að margir sjálfstæðir atvinnurekendur telji sig bera áberandi skarðan hlut frá borði og þurfi að sæta öryggisleysi á ýmsum sviðum sem aðrir borgarar þjóðfélagsgins gera ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allir flokkar leita að fylgi meðal sömu 25% af þýðinu.  Því það fólk er meira á sömu skoðun og ríkið vill hafa en hin 75%.

Ofaná bætist að 80% fólks getur ekki hugsað sér að kjósa neitt nýtt, sama þó nyir menn boði akkúrat það sem fólk vill.

Hef séð þetta.

Þess vegna róast þetta út í að fólk er að kjósa "best of the worst."

Ásgrímur Hartmannsson, 29.7.2021 kl. 12:27

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þyrfti ekkki einhver að spá í það hvað það er sem gerir Pírata áhugaverða í augum kjósenda? Hvað er fyrirheitið hjá þeim?

Halldór Jónsson, 29.7.2021 kl. 13:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta segir mér að kapítalistarnir eru vinstra megin á ròfinu. Flestir efnuðustu af hinum nýríku eru woke. Öll stæstu fyrirtæki heims eru woke. Vinstrið og hægrið hafa skipt um hlutverk. Þeir sem hyggja helst að miðstétt og minnimáttar eru hægrimenn og var Trump þar fremstur. Þeir sem reyna hvað mest að eyða millistéttinni styðja big corp eru vinstri.

Einhverntíma fékk snaggaralegur ítali þá hugmynd að ná einræði í gegnum það að færa stjórnvöld og stórfyrirtæki í sömu sæng. Corporativism kallaði hann það. Vinur hans norðar með skugga undir nefi gaf þessu annað og þekktara nafn í sögunni.

Íslensku akademíkerarnir myndu sennilega kalla þetta þjóðernisfélagshyggju, svona svo ideológían sé ekki eins augljós.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.7.2021 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 491
  • Sl. sólarhring: 584
  • Sl. viku: 4538
  • Frá upphafi: 2427382

Annað

  • Innlit í dag: 447
  • Innlit sl. viku: 4207
  • Gestir í dag: 430
  • IP-tölur í dag: 413

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband