Leita í fréttum mbl.is

Þá og nú

15.febrúar 1989 marséraði Boris Gromov yfir Hairatan vináttubrúna frá Afganistan til þáverandi Sovétríkjanna. Gromov var síðasti hermaður Rauða Hersins til að yfirgefa Afganistan. Sovétmenn höfðu um árabil hjálpað Kommúnistastjórn Najibullah að halda völdum í landinu.

Her Sovétríkjanna skipulagði för sína úr Afganistan vel og Boris Gromov yfirhershöfðingu, síðar borgarstjóri í Moskvu, gekk síðan virðulega yfir brúna á eftir vélaherdeildum sínum. 

Najibullah forseti Afganistan, sem alltaf var kallaður leppur Sovétstjórnarinnar barðist áfram gegn Talibönum og Íslömskum vígaveitum og hélt út til ársins 1992 eða í rúm þrjú ár eftir að sovéski herinn fór. Najibullah var í griðum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kabúl þegar Talibanar tóku hann og píndu hann með grimmilegum hætti til dauða og hengdu líkið síðan á aðalgötu í Kabúl. 

31.ágúst 2021 yfirgaf síðasti bandaríski hermaðurinn Afganistan. Það var ekkert virðulegt við það að sjá örþreyttan landgönguliða úr bandaríska hernum ganga inn í herflutningavél. Áður en bandaríski herinn yfirgaf landið var stjórnin sem þeir komu á laggirnar flúin. Hún hélt ekki út einn mánuð ekki einu sinni svo lengi sem ameríska herliðið var í landinu ólíkt Najibullah, sem hélt þó út í rúm 3 ár.

Herhlaupið kostaði Bandaríkin tuttugu trilljónir Bandaríkjadala. Þeir peningar verða ekki notaðir aftur. Bandarískir skattgreiðendur hljóta að velta fyrir sér hvort þeir vanhæfu forsetar sem hafa farið með völd á þessari öld hefðu ekki getað nýtt þessa fjármuni betur til hagsbóta fyrir sitt eigið fólk. 

Það er óneitanlega ömurlegt fyrir okkur vini Bandaríkjanna, að verða vitni að þessum hræðilegu óförum Bandaríkjanna, eftir að þeir hafa reynt að gera það ómögulega. Það sem meira er, að eygja enga von þar sem engum ætti að leynast, að æðsti maður ríkisins Bandaríkjaforseti er ekki hæfur til að gegna því embætti og staða Bandaríkjanna mun því miður bara versna þeim mun lengur sem hann heldur um valdataumana.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Það á að vera tvær trilljónir dollara en ekki tuttugu.

Jón Magnússon, 31.8.2021 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 276
  • Sl. sólarhring: 753
  • Sl. viku: 4097
  • Frá upphafi: 2427897

Annað

  • Innlit í dag: 256
  • Innlit sl. viku: 3792
  • Gestir í dag: 251
  • IP-tölur í dag: 240

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband