Leita í fréttum mbl.is

Lokun landamæra

Covid geisar nú sem aldrei fyrr í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Vegna hnattrænnar legu sinnar töldu stjórnmálamenn og sóttvarnarlæknar í þeim löndum, að með því að skella öllu í lás og takmarka öll samskipti við önnur lönd mundi þeim takast að komast hjá Kórónuveirufaraldrinum. Að sjálfsögðu tókst það ekki.

Fyrir rúmum áratug árið 2009 kom ný veira H1N1 svokölluð svínaflensa fram í Mexícó og það tók hana bara klukkustundir og daga að dreifast til allra meginlanda heimsins. Þá eins og nú reyndu yfirvöld að koma í veg fyrir að veiran bærist inn í lönd þeirra og freistuðu að beita allskyns lokunum, en þær komu fyrir lítið. Birtar voru hryllingsfréttir um gríðarlegan fjölda dauðsfalla vegna þessa nýja flensuafbrigðis.

Ég var staddur erlendis þegar fréttir bárust um þetta hræðilega flensuafbrigði. Fréttastofur létu að því liggja að flugferðir milli landa mundu stöðvast innan skamms sem og viðskipti. En til þess kom aldrei sem betur fer og sennilega muna fáir það fár, sem varð á fyrstu dögum þessa meinta ógnarlega vágests. Á þeim tíma sem betur fer tóku hvorki fréttamiðlar né sóttvarnaryfirvöld yfir og tókst ekki að hræða fólk frá því að lifa eðlilegu lífi. Hræðilega svínaflensan geisaði og leið hjá og fáir minnast hennar nú rúmum áratug síðar.

Af fenginni reynslu ættum við að geta gert okkur grein fyrir að það þýðir ekki að reyna að loka landamærum til að koma í veg fyrir að veirusmit berist. Delta afbrigðið dreifðist t.d. með ógnarhraða um allan heim á stuttum tíma. Þá liggur það fyrir að ástandið er síst verra nú í þeim löndum sem eru galopin eins og t.d. Svíþjóð og Spánn en í þeim löndum, sem beita hvað mestum lokunum á ferðafólk.

Af hverju tökum við ekki mið af þessu og tökum upp sömu reglur. 

Fyrr frekar en síðar verður að koma á aðlilegu lífi í landinu sem og á landamærunum. Vandamál Íslands eru ekki bara vondum útlendingum eða smituðum að kenna.

  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 620
  • Sl. viku: 2963
  • Frá upphafi: 2294582

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 2700
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband