Leita í fréttum mbl.is

Leiðtogarnir

Eftir leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi er erfitt að gera sér grein fyrir átakalínum í íslenskri pólitík.

Formenn Viðreisnar og Samfylkingar klifa á aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en hljómurinn var holur og sannfæringarlaus. 

Gunnar Smári Egilsson talaði Sósíalisaflokkinn til hægri við Samfylkinguna og Pírata. Gunnar er flugmælskur og sölumaður góður og talaði öfgavinstriflokkinn sinn inn á miðjuna.

Sigmundur Davíð stóð sig ágætlega, en náði samt ekki að klippa út þau mál, sem ættu að greina Miðflokkinn frá öðrum flokkum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stóð sig mjög vel og kemur út úr umræðunni nánast jafnfætis Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem er ótvíræður sigurvegari þessara fyrstu umræðna. Bjarni talaði að miklu leyti sem landsfaðir og af miklum myndugleika og þekkingu. 

Athyglisvert var að hlusta á grænu umræðuna, þar sem talsfólk framboðanna dásama öll, eitthvað sem er kallað "græna hagkerfið". Þetta eitthvað er hvergi til og grænu lausnirnar eru hvergi reknar nema með gríðarlegum ríkisstyrkjum og skattaívilnunum. Græna hagkerfið er ámóta líklegt til að skapa velmegun í landinu og sósíalismi Gunnars Smára. 

Eftir þessar umræður stendur, að átakalínurnar í íslenskri pólitík eru óskýrar, því miður þegar undan eru skilin yfirboð og innihaldslaust orðagjálfur í aðdraganda kosninga.

Gunnar Smári og Sigmundur Davíð töluðu sig báðir inn á miðjuna. Þá stendur eftir eyða til hægri og til vinstri í íslenskri pólitík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll.

Gætir þú ekki verið sammála mér um að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi eins og er í frakklandi

þannig að

FORSETI ÍSLANDS þyrfti þá að AXLA RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ Á SINNI ÞJÓÐ MEÐ ÞVÍ AÐ HANN ÞYRFTI SJÁLFUR AÐ LEGGJA AF STAÐ MEÐ STEFNURNAR Í STÓRU MÁLUNUM. ---------------------------------------------------

Þó að það þyrfti að kjósa slíkan mann í tveimur kosninga-umferðum þannig að viðkomandi hefði allavega 51% kosningabærra manna á bak við sig; að þá gæti slíkt kosninga/stjórnunarfyrirkomulag verið betri kostur

en þær marg-flokka-flækjur sem að blasa við okkur í stjórnmálunum í dag, bæði hérlendis og í evrópu.

Jón Þórhallsson, 1.9.2021 kl. 08:29

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Atakalínan er á milli Sjálfstæðisflokksins og kraðaks smáflokka, sem flestir eru meira eða minna sósíalistískir.  Lengst gengur Sósíalistaflokkurinn.  Það er vitlausasta hugmynd, sem fram hefur komið á vettvangi þjóðmála í heiminum, að stjórnmálamenn séu bezt fallnir til að stjórna atvinnurekstri.  Kraðakið er með mismunandi útgáfur af þeirri heimsku.

Bjarni Jónsson, 1.9.2021 kl. 13:51

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Eigum við ekki frekar að tala um gjörðir þessa fólks síðustu fjögur, átta eða tólf árin? Hvers konar lög það hefur samið og framkvæmt, eða hvernig þessi hópur eins og hann leggur sig hefur með einu faglegu rothöggi lagt niður Íslenska siðmenningu og síðan fórnað börnum þjóðar sinnar eins og ekkert sé sjálfsagðara?

Guðjón E. Hreinberg, 1.9.2021 kl. 22:54

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Skil vel að allir stjórnmálaflokkar leggi áherslu á loftslagsmálin og grænt hagkerfi í kosningabaráttunni

Því þar eru engar skýrar leiðir að markmiðum bara orðagjálfur úr koteilboðum

Þannig að hægt er að lofa hverju sem er og fullyrða síðan að því sem var lofað hafi verið staðið við. Það þurfi bara að reikna dæmið á réttan hátt

Grímur Kjartansson, 2.9.2021 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 419
  • Sl. sólarhring: 556
  • Sl. viku: 4209
  • Frá upphafi: 2295944

Annað

  • Innlit í dag: 392
  • Innlit sl. viku: 3858
  • Gestir í dag: 370
  • IP-tölur í dag: 364

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband