Leita í fréttum mbl.is

Af því að það er nóg til er hægt að láta eins og fífl eða hvað?

Ríkisstjórnin ákvað um daginn að bjóða á annað hundrað Afgönum búsetu á Íslandi vegna valdatöku Talibana í landinu. Ýmsum fannst þetta ansi vel í lagt einkum vegna þess að fólk, sem er ekki tilbúið að aðlaga sig að þjóðfélaginu er ávísun á vandamál. Þar fyrir utan er eina aðkoma okkar af Afganistan í gegnum árin að sinna hjálparstarfi. Bágt er að sjá hvernig það geti leitt til skyldu okkar til að taka við flóttafólki undan harðstjórn Talibana. Þar fyrir utan er ríkisstjórnin svo rausnarleg og svo mikið í mun að skipta um þjóð í landinu, að ákveðið var að veita hlutfallslega fleiri Afgönum borgaraleg réttindi hér á landi, en aðal gerandinn í Afganistan undanfarin 20 ár, Bandaríkin, ætla að gera. 

Stjórn Talibana í Afganistan er ógnarstjórn. Hún stendur fyrir miðalda bókstaftrú Íslamista og fjandskapast út í allt vestrænt. Kristnu fólki er ekki líft í landinu og hætt er við að andstaða Talibana muni leiða til fleiri hryðjuverka í Evrópu og Bandaríkjunum enda fengu hryðjuverkahópar að hreiðra um sig í skjóli þeirra og ekkert bendir til þess að á því verði breyting nú. 

Hafandi þetta í huga, þá er með öllu óskiljanleg sú hugmyndarfæðilega uppgjöf,sem felst í því að styðja nú við bakið á Talibanastjórninni í Kabúl. Styðja við ógnina. Styðja við og styrkja þá sem ógna friði og öryggi í okkar heimshluta.

Ríkisstjórn lýðveldisins Íslands lætur sitt ekki eftir liggja og tók ákvörðun um það í gær, að veita milljóna styrk til stjórnar Talibana undir yfirskini mannúðar. Fróðlegt verður að vita í hvaða vasa framlag Íslands lendir. 

Hvernig getur það farið saman að flytja fullt af fólki undan ógnarstjórn og veita ógnarstjórninni síðan fjárstuðning úr galtómum ríkissjóði. 

Datt einhverjum í hug að senda mannúðarstuðning til ríkisstjórnar Saddam Hussein á sínum tíma? Ó ekki og það þó mikil neyð væri í landinu. Þetta er bent á í dæmaskyni,en er í samræmi við það sem verið hefur reglan í samskiptum Vesturlanda við ógnarstjórnir. 

En nú skal ofbeldisstjórnum sem ógna öryggi Vesturlanda boðið upp á stuðning til að geta beitt Vesturlönd virkari ógn. Óneitanlega óskiljanlegt að það sé gert til að auka velferð borgara í vestrænum þjóðfélögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þetta dæmi gengur heldur ekki upp hjá mér,stærðirnar eru bullandi falskar óréttlátar og eiga ekkert erindi i hásæti lýðræðis Íslands. Gerum betur en Norðmenn fleygjum þeim á dyr. 

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2021 kl. 16:41

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þegar Talíbanar tóku yfir Kabúl þá kepptust forystumenn í Svíþjóð um að standa á torgi og fullyrða að Talíbanar mundu ekki fá krónu af þeim milljörðum sem Svíþjóð hafði verið að senda til Afganistan.
Þeir Talíbanar sem sjást á myndum frá Afganistan eru vel klæddir og sæmilega í holdum ásamt því að vera með nýustu gerð af farsíma í þeirri hönd sem ekki heldur á byssu.

SÞ heimta nú að þróunaraðstoð sé send til Afganistan 
Talíbanar fagna og segjast munu sjá til þess að allt fari um þeirra hendur til að tryggja að þeir sem eru þess verðugir fá mat

Grímur Kjartansson, 15.9.2021 kl. 16:53

3 identicon

Það er aldrei spurt hvað kostar þetta okkur ? Það ætti ef til vill að segja við fólk, við ætlum að hækka skatta hjá ykkur vegna móttöku flóttamanna eru þið til í það ? Er viss um að þá kæmi annað hljóð í strokkinn.

Jón Þór Hannesson (IP-tala skráð) 15.9.2021 kl. 20:16

4 Smámynd: Már Elíson

Spurðu foringja þinn, Bjarna Ben - Er hann ekki holdgervingur ríkisstjórnarinnar ?

Már Elíson, 15.9.2021 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 110
  • Sl. sólarhring: 906
  • Sl. viku: 4413
  • Frá upphafi: 2458956

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 4045
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband