Leita í fréttum mbl.is

Dansinn í kringum ríkisstjórnina

Alla kosningabaráttuna hefur ţađ veriđ helsta viđfangsefni fjölmiđla eftir birtingu nýrrar skođanakönnunar ađ gera ađ ađalatriđi hvort ríkisstjórnin haldi velli eđa ekki. Umfjöllun um ţađ og hugsanlega valkosti viđ stjórnarmyndun hefur veriđ einskonar samkvćmisleikur hinnar talandi og skrifandi stétta. Ţar kemur fram sú viđmiđun ađ íslenskir stjórnmálaflokkar hafi enga meginstefnu og séu algerlega prinsíplausir. 

Jafnvel ţó ađ stjórnarflokkarnir fengju meirihluta er ekki sjálfgefiđ ađ ţeir mundu halda áfram í ríkisstjórn. 

Ţađ gleymist, ađ ţessi ríkissstjórn var ekki mynduđ vegna ţess ađ stjórnarflokkarnir hefđu ólmir viljađ fara í samstarf heldur vegna ţess, ađ á ţeim tíma var ekki annar valkostur til myndunar starfhćfrar ríkisstjórnar í bođi. 

Á hinum Norđurlöndunum veltir fólk fyrir sér hvort hćgri blokkin eđa sú vinstri eins og ţađ er nefnt fái meirihluta. Ţar er miđađ viđ ađ flokkar sem hafa líkar ţjóđfélagslegar áherslur reyni til ţrautar ađ mynda ríkisstjórn en skauti ekki yfir til helstu andstćđinganna. 

Vćri reynt ađ nota svipađa ađferđarfrćđi og á hinum Norđurlöndunum miđađ viđ ţađ sem fram kemur í skođanakönnunum um viđhorf flokksmanna einstakra flokka til ţjóđfélagsmála, ţá vćru flokkarnir í hćgri blokkinni Miđflokkur, Sjálfstćđisflokkur, Flokkur fólksins, Viđreisn og Framsóknarflokkur en í vinstri blokkinni Vinstri grćnir,Píratar, Samfylking og Sósíalistaflokkur. Eđlilegra vćri ađ hinar skrifandi stéttir mundu velta ţví fyrir sér hvort ađ möguleikar vćru miđađ viđ líklega útkomu kosninga ađ hćgri eđa vinstri stjórn yrđu myndađar. Allt fćri ţađ eftir ţví hvort hćgri eđa vinstri blokkin mundu hafa betur í kosningunum. 

Flokkar á hinum Norđurlöndunum eru ekki í vanda međ ađ skilgreina sig til hćgri eđa vinstri, en hér virđist ţađ vera eitthvađ feimnismál, sennilega vegna prinsípleysis íslenskra stjórnmálamanna. 

Ţađ er eđlilegra ađ Sjálfstćđisflokkur, Miđflokkur, Framsóknarflokkur, Viđreisn og Flokkur fólksins starfi saman en Sjálfstćđisflokkur og Vinstri grćnir svo dćmi sé nefnt. Ţađ er ekkert eđlilegt viđ samstarf Sjálfstćđisflokksins og Vinstri grćnna og sá valkostur ćtti ađ vera fyrir báđa flokka síđasta úrrćđiđ viđ myndun ríkisstjórnar. 

Framundan eru áskoranir, sem kalla á ábyrga efnahagsstjórn, forgangsröđun í velferđarmálum til hagsbóta fyrir ţá sem hafa brýnustu ţörfina og ţá á viđ ţađ sama í pólitík og annarsstađar í samfélaginu ađ "lík börn leika best"

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Ertu ekki sammála mér um ađ taka upp

FORSETAŢINGRĆĐI hér á landi

(eins og er í frakklandi)

ţannig ađ FORSETI ÍSLANDS ţyrfti sjálfur ađ leggja af stađ

međ stefnurnar í stóru málunum

og ţó ađ ţađ ţyrfti ađ kjósa slíkan mann

í tveimur kosninga-umferđum

ţannig ađ viđkomandi hefđi allavega 51%

kosningamannbćrra á bak viđ sig

og ţannig löglegt umbođ til ađ sigla á RÍKISSKÚTUNNI

seglum ţöndum réttu leiđina inn í framtíđina.

Slíkt gćti veriđ skárri kostur

heldur en ţćr marg-flokka-flćkjur

sem ađ blasa viđ okkur í dag.

Eđlilegt ástand er ađ fjöldinn

FLYKKIST UM ŢANN LEIĐTOGA

sem ađ er međ BESTU STEFNUNA INN Í FRAMTÍĐINA

og ţannig myndu völd, ábyrgđ, fjárhagsáćtlanir og laun forseta haldast betur í hendur:

 

Jón Ţórhallsson, 24.9.2021 kl. 08:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 3092
  • Frá upphafi: 2560815

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2915
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband