Leita í fréttum mbl.is

Sérkennileg skattastefna Framsóknar

Leiðtogaumræðurnar í sjónvarpinu í gærkvöldi voru vægast sagt rislitlar. Eitt kom þeim sem þetta ritar sérstaklega á óvart, en það voru hugmyndir sem formaður Framsóknarflokksins reifaði um skattastefnu Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi boðaði einhverskonar háskattastefnu á þá sem gengur vel í atvinnurekstri. Þannig að færi hagnaður fyrirtækja umfram ákveðið mark, sem formaðurinn var ekki með á hreinu hvað væri, þá ætti að skattleggja viðkomandi sérstaklega þannig að helst væri að skilja, að lítið sem ekkert sæti þá eftir af hagnaðinum.

Hugmyndir sem þessar hafa iðulega komið upp, en jafnan hefur verið fallið frá þeim, þar sem þær leiða yfirleitt til þess, að vegið er í raun að hugmyndafræði frjálsrar samkeppni og markaðshyggju og skekkja samkeppnisaðstöðu fyrirtækja. 

Alla útfærslu vantaði þó hjá Sigurði Inga um það hvernig þetta ætti að vera. En aðalatriðið er það, að með þessu er Sigurður Ingi í raun að boða þá stefnu Framsóknarflokksins, að auka skattheimtu og láta hana vera valkvæða þannig, að þeir sem skara framúr skuli bera þyngri skattbyrði en aðrir eftir síðari tíma geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. 

Íslenskir stjórnmálamenn þurfa heldur betur að vinna tillögur sínar um það hvernig þeir ætla að leggja ofurskatta á þjóðina en Sigurður Ingi hefur gert miðað við orð hans í leiðtogaumræðunum í gær. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Framsóknarflokkurinn er aftur mættur opinn í báða enda eins og hann var frægur fyrir forðum. Hann passar í samstaf hvort sem væri hægri eða vinstri. Klassísk hægristefna í bland við skattafyllerý fóstruríkisins og furðuleg ný áhersla á hamfarahlýnunarmál. Margt í stefnunni er í algerri andstöðu við sjálfa sig.

Hvað gera menn ekki til að eiga sjens á stjórnarsamstarfi á hvorum ngnum sem er. Framsókn skilgreinist best sem nýfrjálshyggjumiðaður félagshyggjuflokkur. 
Merkilegast er að fólk er að kaupa þetta og það á báðum vængjum stjórnmálanna.

Menn eiga það skilið sem þeir kjósa.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2021 kl. 13:41

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi leiðtogi pakkar hugmyndir sinar þannig inn að enginn geti ýmyndað sér hvað í þeim er, hann mun leggja þeim lið við að opna þann forvitnilega pakka eins og aðra,Þar koma hnifasettin sér vel.  

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2021 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 127
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 3068
  • Frá upphafi: 2294687

Annað

  • Innlit í dag: 119
  • Innlit sl. viku: 2797
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband