Leita í fréttum mbl.is

Hvað nú heilbrigðisráðherra?

Stefna heilbrigðisyfirvalda og ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna Kóvíd faraldursins hafa beðið skipbrot. Er ekki rétt að ríkisstjórnin viðurkenni það og bregðist við af skynsemi.

Kóvídið æðir áfram sem aldrei fyrr. Um og yfir 1000 manns smitast daglega. Engu máli skiptir þó gripið hafi verið til hertari reglna fyrir jól. Síðan er liðin meira en hálfur mánuður. Hvað sem vísindum eða ekki vísindum líður, þá hafa tillögur sóttvarnarlæknis ekki gagnast í langan tíma. Bólusetningar og ofurskimanir duga einnig skammt. Því miður. 

Hvað á þá að gera? Leggja niður umfangsmikið net smitrakninga,  sem er þegar sprungið,skimana og létta af hömlum innanlands og á landamærunum. Annar kostur er að herða enn sóttvarnarreglur. Aðgerðarleysi í þessu ástandi er bara til tjóns.

Hvaða leið vilja stjórnvöld fara. Heilbrigðisráðherra þarf ekki nýtt minnisblað frá sóttvarnarlækni. Hann þarf að meta málið út frá heilbrigðri skynsemi og þora að taka ákvörðun í baráttunni við Kóvídið og standa og falla með þeim ráðstöfunum. Hann getur ekki vikist undan þeirri skyldu sinni. Hans er valdið í samráði við meðráðherra sína. 

Hvað leggur  nú vinsælasti ráðherra  ríkisstjórnarinnar til? Hann getur ekki látið sem ekkert C.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo virðist vera sem enginn ráði við þennan Kóvíd faraldur nema kínversk yfirvöld undir traustri forystu Xi formannsfoot-in-mouth.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.1.2022 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 682
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6418
  • Frá upphafi: 2473088

Annað

  • Innlit í dag: 619
  • Innlit sl. viku: 5847
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband