Leita í fréttum mbl.is

Flogið án farþega

Reglur Evrópusambandsins skylda flugfélög til að fljúga ákveðin fjölda af flugum til að viðhalda rétti sínum til lendinga og þjónustu á flugvöllum. Vegna þess eru flugfélög að fljúga tómum vélum til að uppfylla þessar reglur sem eru algerlega glórulausar þegar fólk heldur sig heima vegna kóvíd. 

Lufthansa samsteypan segist hafa þurft að fljúga 18 þúsund ónauðsynleg flug eða "draugaflug" þ.e. flug án farþega vegna þessa, frá því í desember 2020 til mars 2021. Önnur flugfélög í álfunni hafa svipaða sögu að segja. 

Kommissararnir í Bruessel hafa nú dregið úr  kröfunum, en reglurnar leiða samt til tugaþúsunda draugafluga á ári. 

Kerfið er svo stirðbusalegt, að jafnvel þó Æðsta Ráðið í Brussel hafi ítrekað að loftslagsvandi vegna hlýnunar jarðar sem þeir segja að stafi af bruna jarðefnaeldsneytis, sé alvarlegasta áskorunin sem sambandið takist á við, þá þvinga þau flugfélög í álfunni til að fljúga tugi og jafnvel hundruð þúsunda af ónauðsynlegum flugum með enga farþega, vegna fáránlegra reglna. 

Þegar regluverkið verður flókið, fer það oft að vinna gegn markmiðum sínum. Hvað skyldi mörgum milljónum lítra af bensíni vera sóað vegna þessara fráleitu reglna?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég trúði nu varla mínum augum þegar ég las þetta.

Margt vitlaust hefur maður barið augum samkvæmt dírektívum ESB en fátt eins og þetta þegat Íslendingat eru búnir að lofa 60 milljörðuim í útblstursminnkun CO2 á einhverjum tíma.

Er þetta kannski svona í innanlandsfluginu hjá okkur til Akureyrar og VM til dæmis?

Tökum við kannski þátt í þessu samræmdu átaki vestur um haf til dæmis?

Hver upplýsir um þetta?

Halldór Jónsson, 9.1.2022 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 569
  • Sl. sólarhring: 847
  • Sl. viku: 2568
  • Frá upphafi: 1957792

Annað

  • Innlit í dag: 500
  • Innlit sl. viku: 2255
  • Gestir í dag: 472
  • IP-tölur í dag: 449

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband