Leita í fréttum mbl.is

Dómarar í sjálfs síns sök

Dómarar á íþróttaleikjum sæta oft ámæli fyrir að vera lélegir eða dæma illa. Sjaldnast eru þeir þó sakaðir um óheiðarleika. Gagnrýnin lítur að því að þeir séu ekki nógu góðir. 

Ríkisútvarpið rekur fjölmenna fréttastofu. Fréttamennirnir taka ákvörðun um hvað þyki fréttnæmt og hvað ekki. Iðulega hefur verið á það bent, að þessi fréttastofa sinni hlutverki sínu illa. Fréttir séu lélegar en þó það sem verra er að það sé ekki fullkominn heiðarleiki í framsetningu frétta vegna pólitískrar afstöðu fréttamanna. Þá virðist sem að RÚV sé ætíð málsvari einnar skoðunar og afstöðu sbr. kastljósþætti og kveik. Aðrar skoðanir en þær einu réttu að mati fréttamanna RÚV fá að komast að.

Á valdatíma Donald Trump Bandaríkjaforseta leið varla sá dagur, að fréttastofa RÚV segði ekki fréttir af válegum tíðinum í Bandaríkjunum eða hvað Trump væri hroðalega vitlaus. Morgufréttir byrjuðu nánast alltaf á því þegar Kóvídið kom, hvað margir hefði smitast daginn áður í Bandaríkjunum og síðan var hamrað á því daginn á enda með ýmsmum tilbrigðum. 

Þegar Joe Biden tók við hurfu þessar fréttir úr  RÚV. Gat verið að þá hefði ekkert fréttnæmt verið að gerast í því landi? 

Þessa dagana undir stjórn Joe Biden, eru innlagnir á spítala í Bandaríkjunum fleiri en nokkru sinni fyrr. Verðbólga er hærri en hún hefur verið síðustu fjóra áratugina og þeir sem eru ánægðir með störf forsetans eru einungis 33% þjóðarinnar eða 5% færri en voru ánægðir með störf Trump á sama tíma. Af hverju þykir fréttamönnum RÚV þetta ekki fréttaefni? Þær hefðu vafalaust verið stórfréttir hefði Trump verið forseti.

Íþróttadómarar eru stundum lélegir af því að þeim yfirsést. En það læðist að mörgum sá grunur,að fréttastofa RÚV sé ekki bara léleg vegna þess að þeim hafi yfirsést. 

Svo miklu varðar á íþróttaleikjum,að það eru sérstakir eftirlitsdómarar og hægt er að endurskoða dóma með því að horfa á upptökur. Fréttamenn RÚV hafa enga eftirlitsdómara til að fylgjast með að þeir halli ekki réttu máli og aðhald og eftirlit með fréttstofunni er ekkert. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fréttamenn RUV eru því miður ónæmir fyrir réttlátri gagnrýni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.1.2022 kl. 21:13

2 identicon

Svo gjammar litli hvolpurinn eða skildi maður segja Ketill skrækur, RÚV sannleikann, vikulega óumbeðinn og líklega flestum til leiðinda á besta sjónvarpstíma.

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.1.2022 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 1227
  • Sl. viku: 5150
  • Frá upphafi: 2469534

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4716
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband