Leita í fréttum mbl.is

Friðarsamningar

Þær fréttir berast nú, að friðarviðræður séu  hafnar milli Rússa og Úkraínumanna á landamærum Hvíta Rússlands og Úkraínu. Það er ekki hægt að segja annað en Guð láti gott á vita og vonandi tekst að ná samkomulagi til að koma í veg fyrir frekari átök. 

Ljóst er að Rússar hafa ekki náð því marki sem þeir ætluðu sér og framhald átakana þýða frekari blóðsúthellingar og hörmungar fyrir fólk bæði í Rússlandi og í Úkraínu. Það græðir engin á hörmungum milljóna fólks. Þessvegna skiptir máli að Vesturveldin leggi líka sitt að mörkum til að friður náist. Það eru okkar hagsmunir ekkert síður en hinna stríðandi þjóða. 

Náist friður er það síðan stríðsaðila að gera upp málin innanlands og kalla þá til ábyrgðar,sem hana bera.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Getur maður samið  af skynsemi við geðveikan mann?⁷

Halldór Jónsson, 28.2.2022 kl. 22:20

2 identicon

Sæll Jón,

Vesturveldin eru ekki lengur í því að óska eftir einhverjum viðræðum við Rússland, því að aðalatriðið er að koma á frekari lokunum og auknum refsiaðgerðum, svona líka sérstaklega þegar að Rússar eru fyrir löngu síðan orðnir allt að því vanir og svona ónæmir fyrir þeim. Vopnaframleiðendur og bankar víða um heim eru mjög ánægðir með þetta allt saman, svo og styðja núna fjölmiðla-veldin (eða msm)í áframhaldandi rússafóbíu- áróðri. Ég hef verið á þeirri skoðun, að annað hvort er eitthvað mikið að hjá Putin karlinum og hans ríkisstjórn eða þá að þeir í Úkraínu hafi einhver leynileg kjarnorkuvopn á tilraunarstigi og/eða eitthvað svoleiðis. Annars fannst mér þessi lýsing hans Groyper Clips (hjá rétttrúarkirkjunni)nokkuð athyglisverð á þessu stríð í Úkraínu(What Russia Wants From Its Invasion of Ukraine Gonzalo Lira).
En margir eru á því að annað hvort ert með Úkraínu og móti Rússum eða með Rússum og móti Úkraínu, nú og ef þú ert eins og ég þá færðu EKKI heldur að vera í friði með þínar skoðanir.
Virðingarfyllt og með kveðju,
Þorsteinn.      
                 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.3.2022 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 215
  • Sl. sólarhring: 510
  • Sl. viku: 4431
  • Frá upphafi: 2450129

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 4125
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband