Leita í fréttum mbl.is

Þegar forsætisráðherra brýtur lög

Í Kóvídinu brugðust ýmsar megingjarðir frjálslynds þjóðfélags og borgararnir urðu stundum að sætta sig við að eðlileg mannleg starfsemi var lýst refsiverð.

Eitt af því sem fellur undir eðlileg mannleg samskipti og hegðun er að fólk haldi partý að vinnudegi loknum og geri sér glaðan dag. 

Í Bretlandi bannaði ríkisstjórn Boris Johnson það með lögum og gerði refsivert að fólk nyti slíkra samskipta. Fólk var ekki sjálfrátt, að urðu allir að hlýða að viðlagðri ábyrgð að lögum.

Einn af þeim sem braut þessi lög. Lögin sem hann setti sjálfur var Boris Johnson þegar hann ásamt fleirum mættu í partý að loknum vinnudegi í íbúðargötu forsætisráðherrans. Því er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem starfandi forsætisráðherra sé gerð refsing fyrir brot á eigin lögum.

Þessi uppákoma er næsta furðuleg. Forsætisráðherra setur lög, sem banna eðlileg mannleg samskipti og verður síðan fyrstur til að brjóta þau. Ef til vill telur hin fjölfróði Boris Johnson, að það sé í gildi rómverski málshátturinn "Qoud licet Jovi non licet Bovi" (það sem Júpíter(æðsti guð Rómverja) má gera má nautið ekki gera)og hann megi gera það sem hann bannar öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Var einhver að lýsa hinum nýju Sovétríkjum?

Guðjón E. Hreinberg, 13.4.2022 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 403
  • Sl. sólarhring: 664
  • Sl. viku: 4917
  • Frá upphafi: 2426787

Annað

  • Innlit í dag: 376
  • Innlit sl. viku: 4564
  • Gestir í dag: 369
  • IP-tölur í dag: 353

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband