Leita í fréttum mbl.is

50 dagar

Í dag eru 50 dagar frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Á þessum 50 dögum hafa mörg þúsund manns verið drepnir almennir borgarar og hermenn. Eyðilegging í Úkraínu er gríðarleg og stór hluti fólks í Úkraínu á flótta innanlands eða til annarra landa. 

Þegar þetta er skrifað er allt eins líklegt að hafnarborgin Mariupol við Svartahaf hafi verið hertekin af Rússum eftir mikla bardaga um borgina, sem er að miklu leyti rjúkandi rúst.

Á þeim 50 dögum sem stríðið hefur staðið, hafa Vesturlönd sent Úkraínumönnum ógrynni nýtísku vopna og hvatt þá til dáða. Á það hefur skort, að Vesturlönd hafi einhent sér í að vinna að friði og ná fram samningnum milli aðila. Engin samræmd stefna er fyrir hendi á Vesturlöndum önnur en sú að valda Rússum sem mestu efnahagslegu tjóni og sem mestum mannskaða og þá Úkraínu í leiðinni.

Það er dapurlegt. Allt frá byrjun hefði það átt að vera keppikefli vestrænna þjóða að vinna að friði og leita samræmdra lausna í þessum heimshluta m.a. með því að bjóða Úkraínumönnum og  Rússum upp á aðlögunarferli til að þeir geti verið þáttakendur í sameinaðri Evrópu efnahagslega og hernaðarlega.

Það eykur á vandann, að hella sífellt olíu á eldinn og hafa engar tillögur um það hvernig hann skuli slökktur. Því miður skortir á að það séu leiðtogar nú í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa langtímasýn eins og þeir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlans og Roosevelt Bandaríkjaforseti höfðu í miðju síðara heimstríði þegar þeir lögðu á ráðin um framtíðina þegar síðara heimsstríði lyki. Ekki má heldur gleyma de Gaulle hershöfðinga og forseta Frakklands sem talaði um Evrópusamband frá Atlantshafi til Úralfjalla þegar Sovétríkin voru í sem mestum blóma. Það væri annað ef stjórnendur Evrópu hefðu tekið upp stefnu de Gaulle og það er ekki of seint að gera það.

Því miður höfum við ekki slíka leiðtoga sem framámenn í vestrænum stjórnmálum í dag og þessvegna er enn verið að stríða í Úkraínu og engin endir í sjónmáli. Ragmennska og heigulsháttur Vesturlanda ríður ekki við einteyming, en slíkir foringjar lítilla sanda lítilla sæva telja sig fullsæmda af því að láta aðra prófa vopnin sín og stríða fyrir sig og deyja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt greining, það vantar alla framtíðarsýn vesturlanda sem bera ábyrgð á þessu stríði eftir að hafa komið Rússum út í horn. Þessi viðbrögð vesturlanda að viðhalda þessu stríði eins lengi og hægt er með eins miklum skaða fyrir Úkraínu og Rússa og hægt er er fyrir neðan allar hellur. Við hvaða niðurstöðu er búist? Tilgangurinn virðist helga meðalið að skaða Rússa eins mikið og hægt er þá á almenningur á vesturlöndum jafnvel eftir að skaðast enn meira. Allir skaðast. Stórkostleg niðurstaða.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 14.4.2022 kl. 12:33

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju byrjaði sríðið?

Af hverju semja menn ekki áður?

Feilreiknuðu Rússar sig?

Reiknar einhver betur það sem eftir er?

Hvernig mun eimurinn líta út eftir að Rússar hafa endurskipulagt kjarnorkumátt sinn vegna inn göngu Finna og Svíaí NATO?

Mun mannkynið ná sér á öld eða meira?

Halldór Jónsson, 14.4.2022 kl. 17:05

3 identicon

Chamberlain og Daladier friðmæltust við Hitler í München, við vitum hvernig það fór.

Hitler bauð Bretum upp á að semja frið eftir að hafa lagt Frakkland að velli. Flestir breskir stjórnmálaamenn, jafnvel kóngurinn, vildu ganga til friðarsamninga en Churchill, sem þá var nýorðinn forsætisráðherra, gat ekki hugsað sér að breska heimsveldið "lúffaði fyrir lélegum húsamálara". Sú ákvörðun kostaði "blóð, svita og tár".

Enginn veit hvernig heimurinn væri í dag ef Churchill hefði samið við Hitler.

Hitler og Pútín eru kannski ekki líkir en markmið þeirra eru svipuð. Á að semja við slíka menn?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.4.2022 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 498
  • Sl. sólarhring: 540
  • Sl. viku: 3554
  • Frá upphafi: 2295232

Annað

  • Innlit í dag: 452
  • Innlit sl. viku: 3239
  • Gestir í dag: 445
  • IP-tölur í dag: 437

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband