29.4.2022 | 09:32
Þursaveldið
Í síðustu viku hitti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ráðamann frá Saudi Arabíu og sagðist hafa rætt við hann um mannréttindi. Gaman hefði verið að vera fluga á vegg og hlusta á samtalið. Mannréttindi hafa nefnilega ekki þvælst fyrir þessu þursaveldi þar sem öfgafyllsta útfærsla af Íslam ræður ríkjum.
Baráttukonur í Saudi Arabíu gerðu kröfu um að þeim og öðrum konum í landinu yrði leyft að aka bifreið. Þegar ríkisstjórnin í þursaríkinu gat ekki lengur staðið gegn þeirri kröfu var það leyft, en síðan heimsótti lögreglan í fyllingu tímans baráttukonurnar og handtóku þær og margar sitja enn í fangelsi. Þursar bíða nefnilega síns tíma.
Nokkrum mánuðum áður en fjármálaráðherra hitti fulltrúa þursaveldisins voru framkvæmdar fjöldaaftökur í þursaríkinu þar sem 81 maður var tekinn af lífi fyrir ýmsar sakir m.a. að hafa afbrigðilegar trúarskoðanir og ríkissjónvarpið sagði að þeir sem hefðu verið teknir af lífi hefðu gengið erinda Djöfulsins.
Fróðlegt hefði verið að heyra hvort fjármálaráðherra hafi tekið upp mál manns að nafni Badawi, sem hefur verið bannað að fara úr þursaríkinu til konu sinnar og þriggja barna sem búa í Kanada, en þau neyddust til að flýja eftir að Badawi hafði verið dæmdur til að þola 1000 vandarhög opinberlega, 50 á viku í 20 vikur og tíu ára fangelsi að auki. Þegar hann var leystur úr haldi var sett á hann 10 ára ferðabann. Badawi fékk nýlega Sakharov verðlaunin fyrir hugsanafrelsi.
Badawi sem er bloggari hafði unnið sér það til sakar að gagnrýna Trúarbragðalögreglu þursaveldisins. Lögregluna sem bannaði að ungar stúlkur sem voru í brennandi húsi fengju að fara úr húsinu af því að þær voru ekki sómasamlega klæddar að mati lögreglunnar Þær brunnu allar inni. Ótrúlegt en svona ógeð gerist í þursaríkjum. Þessa lögreglu sem ber konur ef þær eru ekki í fylgd karlmanns eða það sést í öklana á þeim eða hárið leyfði Badawi sér að gagnrýna og hefur þurft að þola fangelsi og vandarhögg og nú ferðabann í 10 ár fyrir.
Við fulltrúa þessa þursaríkis sagðist íslenski fjármálaráðherrann hafa talað um mannréttindi. Það hafa raunar ýmsir aðrir vestrænir stjórnmálamenn sagst hafa gert. En þeir hafa annaðhvort ekki tjáð sig nægjanlega skírt eða þursaveldið tekur ekki neitt mark á þeim. Mér er næst að halda að hvorutveggja eigi við.
Þursaveldið fer sínu fram vitandi að Vesturlönd gera ekki neitt þrátt fyrir glæpi þess innanlands sem erlendis eins og m.a. kemur fram í bókinni "Sleeping with the Devil" sem fyrrum háttsettur embættismaður í Bandaríkjunum skrifaði um samskipti ríkjanna.
Badawi hefur nú fengið Sakharov verðlaunin vegna baráttu fyrir hugsanafrelsi og ber að þakka það. En baráttan gegn þursaveldinu þarf að taka aðra stefnu en vinsamleg orð um mannréttindi þar í land sem útúrdúr frá raunverulegu umræðuefni. Af hverju eru þeir ekki beittir sama harðræði og Rússar t.d. og eignir Saudi Arabískra auðmanna frystar? Það gæti haft áhrif.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 188
- Sl. sólarhring: 257
- Sl. viku: 4111
- Frá upphafi: 2478497
Annað
- Innlit í dag: 172
- Innlit sl. viku: 3793
- Gestir í dag: 170
- IP-tölur í dag: 167
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Blessaður Jón.
Það er ekki oft sem ég er orðlaus, þú veist það manna vel.
Stundum kem ég með kárínur, stundum þakka ég fyrir góða pistla, sem og ég tjái hrifningu mína þegar ég les orðsnilld sem maður las hjá svo mörgum í æsku, og fram eftir næstum öllum aldri, en er líkt og horfinn í dag.
Þá vísa ég í rökhyggju, sannfæringu, sýn á það sem ritari telur rétt, og það sé sagt sem þarf að segja. Gegn hjarðhegðun hinna borgaralegu íhaldsmanna sem næstum eru farnir að kóa með öllu, sem er rangt, sem er gegn gildum borgarlegs samfélags, gegn gildum vestrænna lýðræðishyggju.
Guðlaugur var kannski aldrei sérstaklega stór, en eftir pistla þína um Erdogan, ofríki hans, kúgun og samsvörun hans við miðaldahyggju Islamista, þá hef ég eiginlega ekki séð Guðlaug, froða hans um mannréttindi, verandi kóandi með Tyrkjum í Nató, smækkaði hann í hvert skipti sem þú kaust að pistla um staðreyndir þessa Trójuhest Nató samstarfsins.
Ég er ekki einn af þeim sem bendir fingur á Bjarna eftir síðustu bankasölu, velti reyndar aðeins fyrir mér dómgreind hans, sem ég taldi vera í góðu lagi.
En þessi innantómu orð, þessi froða um að hafa talað um mannréttindi við svartholið í Riyadh, og hvernig þú eiginlega steiktir Bjarna á grillteini Jón, það er eitthvað sem gerir jafnvel skoðanamenn eins og mig orðlausan.
Í alvöru, þó það hafi tekið mig nokkur orð til að útskýra það orðleysi.
Bið þess eins að þú eigir eftir marga svona pistla.
Svona orð þurfa að segjast.
Kveðja úr sólinni að austan.
Ps. Jörðin er að hlýna að mannavöldum.
Ómar Geirsson, 29.4.2022 kl. 10:54
Hef engan áhuga á mannréttindum Elenóru Rúsevelt, öfgakommúnista. Hef hins vegar áhuga á borgararéttindum stjórnarskráa, og fullyrði að þau eru ekki lengur til, hvorki hér né annarsstaðar í heiminum. Eigum við að ræða sannleiksráðuneyti Bædens frá því fyrir nokkrum dögum eða hvað rætt er hérlendis um "upplýsingaóreiðu" og "falsfréttir" eða "siðanefnd Jóhönnu" samanber nornaveiðar gegn Marjorie Taylor Greene, vestra, en slíku hefur sannanlega verið beitt hérlendis. Þú afsakar kæri Jón, en fyrirsögn þín passar ekki síður við Lýðveldið okkar en Saúdí konungsríkið.
Guðjón E. Hreinberg, 29.4.2022 kl. 16:36
Þakka þér fyrir góð orð Ómar. En ég var ekki að vandræðast með það sem Bjarni sagði í sjálfu sér. Þetta er það sem flestir vestrænir stjórnmálamenn segja um leið og þeir reyna að afsaka samskipti sín við þursana. Því miður eru vestrænir stjórnmálamenn búnir að spila heimsspilið illa síðustu 40 ár með þeim afleiðingum sem nú sjást í austrinu, sem er skelfileg. En áfram skal haldið og reynt að halda stríðinu við í stað þess að gera marktæka hluti til að koma á friði og vinna síðan að því að gott samstarf komist á við bæði Úkraínu og Rússland í stað þess að Erdogan og aðrir ívið verri þursar geti ráðskast með það sem þeim sýnist.
Jón Magnússon, 30.4.2022 kl. 09:13
Og betur er ekki hægt að orða andmæli (er það ekki orðið um gagnathugasemd?) við athugasemd Jón.
Takk fyrir góðan pistil, og ekki hvað síst; Vaktina, fyrir heilbrigðra skynsemi og rökhyggju.
Sólarkveðjur að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2022 kl. 14:07
Að hugsza sér?
En áfram skal haldið og reynt að halda stríðinu við í stað þess að gera marktæka hluti til að koma á friði og vinna síðan að því að gott samstarf komist á við bæði Úkraínu og Rússland í stað þess að Erdogan og aðrir ívið verri þursar geti ráðskast með það sem þeim sýnist.
Halldór Jónsson, 1.5.2022 kl. 01:51
Sömuleiðis Ómar við erum greinilega oftast sammála um nánast öll mál nema Kóvíd viðbrögð. En nú er það sem betur fer liðin tíð í bili og vonandi alltaf.
Jón Magnússon, 1.5.2022 kl. 07:23
Sammála þér Halldór. Mér finnst Vesturlönd ekki vera að leika góða leiki í þessu stríði. Eru í raun orðin þáttakendur í því með því að senda fullkomnustu vopn og búnað til Úkraínu í stað þess að setja Rússum úrslitakosti varðandi áframhaldandi sókn og setjast niður til alvöru friðarviðræðna.
Jón Magnússon, 1.5.2022 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.