Leita í fréttum mbl.is

Dauðadæmdur í 35 ár.

Fyrir 35 árum dæmdi Khomeni erkiklerkur rithöfundinn Salman Rushdie til dauða. Sök hans var að hafa móðgað Múhameð spámann og Íslam með skrifum sínum í bókinni "Söngvar Satans"

Frá því að Khomeni gaf út þetta "fatwa" (dóm) hefur þurft að gæta skáldsins allan sólarhringinn og stundum hefur hann farið huldu höfði. Hann er hvergi óhultur jafnvel ekki við að undirbúa fyrirlestur í New York eins og dæmið sannar.

Sama var með teiknara Múhameðs teikningana í Jyllands Posten, hans var gætt og útbúið sérstakt neyðarherbergi í húsi hans sem bjargaði honum a.m.k. einu sinni frá íslömskum morðingja, sem kominn var til að framfylgja íslamska réttlætinu.

Einnig má minna á þegar Íslamistar drápu ritstjórn franska grínblaðsins Charlie Hebdo vegna móðgana í garð Íslam. Þá komu stjórnmálamenn Vesturlanda saman í París og lýstu tryggð við tjáningarfrelsið, en það var bara í orði. 

Vesturlönd brugðust ekki við ógninni fyrir 35 árum og útskúfuðu ekki Íran úr samfélagi siðaðra ríkja fyrir að mæla fyrir um morð á breskum þegn vegna skoðana hans. Afleiðingin er sú, að tjáningarfrelsið á undir högg að sækja og á Vesturlöndum hefur verið játast undir hið íslamska ok að hluta með því að setja í refsilög ákvæði um hatursorðræðu, sem hafa verið notuð í sumum löndum Vesturlanda og samþykkt a.m.k. í einum dómi furðudómstólsins, "Mannréttindadómstóls Evrópu" til þess að refsa fólki fyrir að segja sannleikann um Íslam.

Það er alltaf mikilvægt að standa gegn ofbeldinu og þeim sem þola ekki frjálsar umræður. Morðtilræðið við Salman Rushdie ætti að minna okkur á það. Af hverju má fólk ekki bera sannleikanum vitni í kristnum löndum?

Jesús sagðist jú vera í heiminn borinn til þess.


mbl.is Rushdie stunginn á sviði í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er undarlegt "umburðarlyndi" að endalaust megi níða niður kristin gildi (jafnvel innan kirkjunnar, eins og gerst hefur hér á landi) en um leið og hallar á handklæðahausana, verður allt vitlaust og talsmenn umburðarlyndisins flykkjast eins og rottur undir ægivald steinaldarmannanna og kveða niður alla frjálsa umræðu á sínum heimaslóðum.

 Afleiðingin getur aldrei orðið önnur en sú, að handklæðahausarnir munu að lokum hafa sigur. Synd hve fáir virðast gera sér grein fyrir því að vestræn menning og gildi eiga undir högg að sækja og varnir virðast engar, í nafni svokallaðs "umburðarlyndis", því rétttrúnaðarliðið "vér einir vitum best" hafa ekki manndóm í sér, eða hefur verið keypt til illverka gegn eigin fólki.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2022 kl. 23:36

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Halldór. Innilega sammála. 

Kær kveðja.

Jón Magnússon

Jón Magnússon, 13.8.2022 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 568
  • Sl. sólarhring: 1105
  • Sl. viku: 4996
  • Frá upphafi: 2422438

Annað

  • Innlit í dag: 526
  • Innlit sl. viku: 4556
  • Gestir í dag: 492
  • IP-tölur í dag: 473

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband