Leita í fréttum mbl.is

Frjáls og fullvalda þjóð

Sumir Samningamenn Íslands í samningaviðræðum við Dani um þjóðréttarstöðu Íslands fyrir rúmum 100 árum tárfelldu af gleði þegar Danir samþykktu sjálfstæði og fullveldi landsins. Langri sjálfstæðisbaráttu hafði veri stýrt farsællega í höfn.

Krafturinn og hugsjónaeldurinn,sem fylgdi sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar lagði grunn að framförum á öllum sviðum þjóðlífsins. 

Íslensk þjóð,talaði eigið tungumál og byggði á íslenskri menningu og íslenskum viðhorfum á grunni hins ævaforna arfs íslendinga frá landnámsöld, þau viðhorf og manngildishugsjónir, sem norrænt fólk hafði þróað í aldanna rás.

Framan af gekk okkur vel að fara með þann fjársjóð sem fólst í fullveldi þjóðarinnar. Á síðari árum hefur hallað undan fæti. Íslensk tunga á í vök að verjast og á almennum þjónustustöðum er nú almennt töluð  enska. Við höfum heimilað óheft innflæði fólks, án þess að eiga þess kost eða sýnt nægjanlega viðleitni til að aðlaga það íslenskri menningu.

Þar við bætist, að við höfum samþykkt ýmsar reglur sérstaklega á vettvangi EES samstarfsins sem eru þess eðlis að spurning er hvort að fullveldi okkar sé óskert eða hvort við höfum afsalað fullveldinu að hluta alla vega tímabundið. 

Evrópusambandið (ES)telur nú að lög ES séu æðri þjóðarrétti aðildarþjóða og EES þjóða í þeim atriðum sem EES þjóðir hafa samið svo um, að viðkomandi atriði væru ekki undanskilin. Það er engin millileið. Við þurfum að standa einarðlega gegn þessum sjónarmiðum og halda okkur við það, að fullveldi Íslands er ekki falt fyrir fé eða samninga við ES.

Einmitt á fullveldisdaginn, þegar við þjóðhollir Íslendingar höldum upp á þann mikla sigur sem vannst árið 1918 þegar Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki finnst leiðarahöfundi Fréttablaðsins, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar rétt, að mæla fyrir því að Ísland afsali sér fullveldinu með því að ganga í ES.

Þetta fólk á sér ekkert föðurland þar sem hið nýja  "Internationalen" er mikilvægari fyrir það  en sjálfstætt fullvalda föðurland.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1252
  • Sl. sólarhring: 1302
  • Sl. viku: 6394
  • Frá upphafi: 2470778

Annað

  • Innlit í dag: 1169
  • Innlit sl. viku: 5877
  • Gestir í dag: 1121
  • IP-tölur í dag: 1086

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband