Leita í fréttum mbl.is

Hver gaf þeim umboð ?

Hópur fólks, sem segist tala fyrir hönd fólks frá Asíu mótmælir þeim rasisma, að leikendur í óperunni Madama Butterfly séu farðaðir, svo þeir líktust fólki af Japönsku bergi brotið.

Sviðslistafólk hefur um árahundruð notað gervi og farða við sýningar og ekki þótt tiltökumál eða bera vott um illar kenndir. Það er reynt að líkja eftir því sögusviði sem um er að ræða. 

Listamaðurinn Al Jolson, sem var hvítur á hörund farðaði andlit sitt dökkt á sýningum og hefur verið kallaður "the king of blackface performers" (eða konungur listamanna með dökkt andlit) Aldrei var það talið rasismi enda var woke(bull)fræðin hlegin í hel á þeim tíma. Nú er þessi bullfræði hér undir handleiðslu háskólafólks. 

En hverjir eru að mótmæla meintum rasisma við sýningar á Madame Butterfly? Fólk sem er sjálfskipaðir en algerlega umboðslausir fulltrúar Asíufólks á Íslandi. Til hverra sækir þetta fólk umboð sitt? Ekki til neinna. Umboðsleysið kom berlega í ljós, þegar um 20 manns af nokkur þúsund fólks af Asískum uppruna, sem hér býr mættu til að mótmæla hinum meinta rasisma. 

Þetta sýnir við hverju má búast hjá þjóð, sem er með stjórnlausan innflutning útlendinga, sem segjast vera hælisleitendur. Hætt er við að þjóðleg eining og samstaða verði þá ekki lengur fyrir hendi og allskyns fyrirbrigði komi fram og tali umboðslausir í nafni þessa eða hins hópsins og geri bull kröfur eins og í gær á grundvelli þess, að viðkomandi sé svo óskaplega móðgaður yfir því sem ekkert er nema tilbúningur. 

En þó umboðsleysið sé algjört og kröfurnar fáránlegar þá eru hefðbundnir fjölmiðlar tilibúnir til að færa bullið til almennings í landinu eins og þar fari einhver mektar hreyfing, sem nauðsynlegt sé að taka tillit til, þegar viðkomandi tala venjulega bara í nafni sjálfs sín.


mbl.is Mótmæltu er gestir gengu inn í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sem mótmælendurnir segja gefur til kynna að þeir séu kynþáttahyggju-sósíalistar.

Þeir eru skrítnir og mér ekki að skapi, frekar en aðrir sósíalistar.

Best að hunsa þá bara alveg.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.3.2023 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 430
  • Sl. viku: 4235
  • Frá upphafi: 2449933

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 3946
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband