Leita í fréttum mbl.is

Án dóms og laga.

Grundvallarregla réttaríkisins er að hver maður skuli talinn saklaus þangað til sekt hans sé sönnuð fyrir þar til bærum dómstóli, en ekki dómstóli götunnar, KSÍ eða Everton.

Á grundvelli tilhæfulausrar ákæru ákvað stjórn KSÍ að standa ekki með sínum besta manni, Gylfa Þór Sigurðssyni,en dæma hann sekan andstætt grundvallarreglunni um að hver maður skuli talinn saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. Mikil er skömm þeirra. 

Liðið sem Gylfi Þór hafði leikið fyrir um árabil, Everton ákvað líka að standa ekki með sínum besta manni og vék honum úr liðinu enda er liðið nú í bullandi fallbaráttu og vonandi uppskera þeir eins og þeir hafa til sáð.  

Samtök öskurkvenna af götunni hamaðist að Gylfa og fyrirliða landsliðsins og fleirum og bjuggu til þá historíu, að nauðgunarmenning einkenndi karlalandsliðið í knattspyrnu. Hvílík endemi. Því miður var ekki forustufólk, sem stóð með liðinu og gildum réttarríkisins og þessvegna var landsliðið eyðilagt um árabil. 

Formaður KSÍ, sem skolaði í það embætti á þessum vafasömu forsendum dómstóls götunnar hlítur að skoða hvort henni er sætt eftir að dómstóll götunnar hefur verið afhjúpaður sem álíka fyrirbrigði og dómstóllinn sem dæmdi fólk til dauða fyrir galdra í Salem í Bandaríkjunum forðum.


mbl.is Gylfi Þór verður ekki ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þú átt heiður skilinn fyrir að fjalla tæpitungulaust um ýmiss málefni, sem fæstir vilja eða þora að leggja nafn sitt við.

Innan þíns gamla og fyrrum stolta stjórnmálaflokks er mögulega auk þín og Arnars Þórs Jónssonar hægt að telja á fingrum annarar handar þá starfandi og fyrrverandi þingmenn, sem þora eða dirfast að tala máli Íslendinga og augljósra hagsmuna okkar hér innanlands sem og auðvitað eðlilegra tengsla okkar við erlend ríki.

Bara það eitt, að lesa skrif Björns Bjarnasonar, eða verða alla daga vitni að orðum og aðgerðum Þórdísar Kolbrúnar og samstarfsfólks hennar í núverandi ríkisstjórn, veldur mér t.a.m. hreinlega ógleði.

Hvað varðar hinar hatrömmu og öfgafullu ofsóknir á hendur nafngreindra karla, sem þú fjallar hér um, eru af sama meiði, því eftir að fordæmingar æðið líður hjá og vesælir spunameistararnir afhjúpaðir, þá stendur skömmustulegur almenningur eftir og furðar sig á að hafa möglunarlaust tekið þátt í aftökum fjölda góðra manna, einmitt á borð við þá Ingó veðurguð og Gylfa Þór Sigurðsson - og lokað eyrunum fyrir öllum skynsamlegum rökum og aðvörunum.

Jónatan Karlsson, 15.4.2023 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 799
  • Sl. sólarhring: 828
  • Sl. viku: 2486
  • Frá upphafi: 2297046

Annað

  • Innlit í dag: 760
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 743
  • IP-tölur í dag: 714

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband