Leita í fréttum mbl.is

Ali Bongo

Herinn í Gabon hefur leitt Ali Bongo Ondimba út úr forsetahöllinni í Gabon, en hann var nýlega endurkjörinn forseti eftir vafasamar kosningar. 

Margir hafa brugðist ókvæða við m.a. aðilar á Vesturlöndum, sem telja þetta vera atlögu að lýðræðinu. En er það svo?

Faðir Ali Bongo, Omar Bongo var forseti landsins frá því að það fékk sjálfstæði frá Frökkum árið 1967, síðan tók sonurinn við eins og í Norður Kóreu. Sama fjölskylda því búinn að stjórna landinu í 55 ár. Er líklegt að við slíkar aðstæður að um sé að ræða virkt lýðræði?

Ætla má að ýmis ríki láti sér annt um málefni Gabon vegna þess að landið er auðugt sérstaklega af olíu. En lýðræðisríki Vesturlanda mega ekki hrapa að niðurstöðum um það hvar réttlætið situr í ríki eins og Gabon. Best er að fólkið þar fái að ráða fram úr sínum málum og komið verði í veg fyrir að spilltir stjórnmálamenn sópi þjóðarauðnum til sín eins og er því miður allt of algengt í nútíma stjórnun. Líka á Vesturlöndum því miður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1284
  • Sl. sólarhring: 1323
  • Sl. viku: 6744
  • Frá upphafi: 2302991

Annað

  • Innlit í dag: 1158
  • Innlit sl. viku: 6258
  • Gestir í dag: 1052
  • IP-tölur í dag: 1002

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband