Leita í fréttum mbl.is

Geðþóttaákvörðun erfðaprinsessunar

Svandís Svavarsdóttir tók einhliða ákvörðun í byrjun sumars að banna hvalveiðar án þess að nokkur ástæða var til. Ljóst er að hún ætlaði sér að slá sér upp pólitískt innan VG og hugsanlega hefur vakað fyrir henni að knýja fram stjórnarslit til þess að get tekið við keflinu af Katrínu Jakobsdóttur. 

Hvað svo sem vakti fyrir Svandísi, þá var um vanhugsaða órökstudda einhliða geðþóttaákvörðun hjá henni að ræða. Hún hagaði sér eins og einvaldskonungur undir formerkjum arfakónga á umliðnum öldum: "Vér einir vitum".

Einhliða tók Svandís ákvörðun, sem tefldi lífsafkomu fjölda fólks í hættu og skaðaði fyrirtæki í fullum rekstri auk þess sem órökstutt bann við veiðum var órökstudd geðþóttaákvörðun. 

Nú liggur fyrir þegar Svandís heimilar hvalveiðar án þess að nokkuð hafi breyst, að ákvörðun hennar var algjör geðþóttaákvörðun sem var andstæð þjóðhagslegum hagsmunum og hagsmunum þeirra sem höfðu framfæri sitt af veiðunum. 

Það er ekki hægt að sætta sig við það að ráðherra sem hagar sér svona sitji áfram í ríkisstjórn. Svandís Svavarsdóttir verður að fara frá. Það er ekki við það unandi að hafa ráðherra sem taka einhliða geðþóttaákvarðanir þvert á hagsmuni þjóðarinnar, fólks og fyrirtækja. Því miður er Svandís ekki ein um þessa hitu en nú hefur hún sjálf með því að breyta afstöðu sinni staðfest hversu glórulaus della ákvörðun hennar var í byrjun sumars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hvalur HF þarf að kæra hana.
Hún þarf að borga þetta úr eigin vasa.
Annars lærir hún ekkert.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.9.2023 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 867
  • Sl. sólarhring: 1502
  • Sl. viku: 6009
  • Frá upphafi: 2470393

Annað

  • Innlit í dag: 815
  • Innlit sl. viku: 5523
  • Gestir í dag: 791
  • IP-tölur í dag: 766

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband