Leita í fréttum mbl.is

Veruleikafirring forstjórans

Það er með miklum ólíkindum, að verða vitni að því, að forstjóri Haga skuli tala með þeim hætti, að hann átti sig hvorki á verði eða verðmyndun. Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir íslenska neytendur þegar slíkur maður heldur um stjórnvölin hjá stærstu viðskiptakeðju landsins. 

Staðreyndin er einfaldlega sú, að matarkarfan á Íslandi er iðulega dýrust og aðeins Noregur og Sviss eru á svipuðu róli. 

Það er ekki von til þess, að vel gangi að eiga við verðbólgu í landinu, þegar talsmaður stærstu verslunarkeðjunnar í landinu fer með öfugmæli um að ódýrara sé að kaupa í matinn á Íslandi en annarsstaðar í Evrópu, þrátt fyrir að það sé dýrara og notar til þess reikniskúnstir, sem Sólon Íslandus hefði talið sig fullsæmdan af þegar hann reiknað barn í konu og úr henni aftur. 

Nær hefði verið að forstjóri Haga hefði gert neytendum grein fyrir því hvernig á því stendur, að erlendar pakkavörur hafa margar hækkað gríðalega að undanförnu þrátt fyrir sterkara gengi íslensku krónunnar. Hvernig er hægt að réttlæta það?

Er e.t.v. verið að fara í þennan talnaleik til að draga athyglina frá þeirri staðreynd, að verðhækkanir að undanförnu hafa verið meiri en eðlilegt er og við það er ekki hægt að una.

 


mbl.is Matvara ódýrari hér en í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 377
  • Sl. sólarhring: 1198
  • Sl. viku: 7683
  • Frá upphafi: 2308382

Annað

  • Innlit í dag: 346
  • Innlit sl. viku: 7017
  • Gestir í dag: 341
  • IP-tölur í dag: 333

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband