27.10.2023 | 08:14
Tilveruréttur Ísrael og hryðjuverkaárásir Hamas.
Hamas eru hryðjuverkasamtök, sem ráða Gasa svæðinu. Ríkisstjórn, embættismenn og stjórnendur Gasa eru Hamas liðar.
Þegar Hamas sendi herlið sitt inn í Ísrael, til að fremja fjöldamorð á ísraelskum borgurum, skera ungabörn á háls og misþyrma fjölda fólks þ.á.m. líkum og taka stóran hóp fólks í gíslingu lýsti Gasa yfir stríði við Ísrael.
Gasa heyrir ekki undir stjórnvöld í Ísrael. Það slæma sem þar gerist er Hamas að kenna og langvarandi sjálfskaparvíti.
Árið 2005 sá Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels til þess, að Ísraelsmenn færu frá Gasa og létu íbúum Gasa eftir stjórnina. Gasa búar tóku við stjórninni og sumir vonuðu, að byggt yrði upp gott framsækið borgarsamfélag sbr Hong Kong og Singapore.
Ráðgert var að laða að túrista, reisa stórt spilavíti og nýta strendurnar sem eru með þeim bestu í heiminum ekki síst fyrir sjóbrettaíþróttir og flugvöllur var á teikniborðinu.
Því er ranglega haldið fram, af Gyðingahöturnum og nytsömum sakleysingjum, að Gasa hafi aldrei átt möguleika á að þróast efnahagslega og byggja upp sambönd við aðra. Gasa búar höfðu alla möguleika til að byggja upp ríki friðar og samvinnu, en þeir kusu að fara með ófriði gegn Egyptalandi og Ísrael, sem leiddi til lokunar beggja landamæra.
Áætlanir um spilavíti voru teknar af dagskrá og búnaður sem erlend ríki sendu sem hjálpargögn til Gasa var breytt í eldflaugaskotpalla og fljótlega eftir að Ísrael gaf Gasa sjálfsstjórn byrjuðu ógæfumenn Hamas og annarra haturshreyfinga að skjóta eldflaugum á Ísrael hundruðum og þúsundum saman. Þannig hefur það verið þau 18 ár sem liðin eru frá því að Gasa búar tóku örlög sín í eigin hendur já og veldur hver á heldur.
Hamas réðist á Ísrael úr launsátri og Ísraelsk stjórnvöld brugðust við og eiga nú í varnarstríði við stjórnendur Gasa svæðisins eins og Bandamenn áttu í varnarstríði við Þjóðverja í síðustu heimstyrjöld. Ekki þá frekar en nú var stríð við þýska borgara heldur nasísk stjórnvöld í Þýskalandi eins og nú nasísk hryðjuverkasamtök sem stjórna Gasa og heita Hamas.
Genfarsáttmálin um stríðsátök kveður m.a. á um að í hernaði beri að lágmarka svo sem kostur er að átökin bitni á almennum borgurum. Það reyndist erfitt þá og æ síðan sérstaklega eins og á Gasa þar sem vígamenn Hamas fela sig meðal borgaranna og skjóta eldflaugum frá skólum, bænahúsum og jafnvel sjúkrahúsum og sprengdu m.a.eigið sjúkrahús í loft upp og kenna Ísrael um.
Nú fara leiðtogar Vesturlanda hver á fætur öðrum í pílagrímsferðir til Jerúsalem og lýsa yfir stuðningi við Ísrael, sérstaklega ef Ísrael gerir ekki neitt. Það er ekki einu sinni talað um að refsa hryðjuverkamönnum og leysa gíslana úr haldi. Hvernig dettur ábyrgum þjóðarleiðtogum í hug að hægt sé að leysa ágreining við hryðjuverkamenn með kökuboðum og þeir haldi síðan áfram hryðjuverkum eins og ekkert hafi í skorist.
Fordæming fáráðlinga og Gyðingahatara á Vesturlöndum nær síðan algleymi þegar þeir saka Ísrael um að skrúfa fyrir rafmagn og hætta að senda vatn til Gasa(sem er um 10 km á breidd og 40 km. á lengd þó RÚV segi að það nái yfir svipað svæði og Reykjavík og Kópavogur)
Hvenær hefðu Churchill, Roosevelt eða Stalín dottið í hug að senda vatn, matvæli, sjúkragögn til Þýskalands í síðari heimstyrjöld og sjá Þjóðverjum fyrir rafmagni. En vestrænum fréttastofum, nytsömum sakleysingjum og Gyðingahöturum á Vesturlöndum telja að Ísrael eigi að sjá borgurum óvinaríkis fyrir vatni, rafmagni og sjúkragögnum sem og fleiru.
Síðan dynja yfir fréttir af mannfalli á Gasa allt úr áróðurssmiðju Hamas og fréttastofur eins og RÚV taka því sem heilögum sannleika. Af hverju á að taka það trúanlegt sem barnamorðingjarnir segja, hafa þeir sýnt það að þeir séu áreiðanleg heimild?
Ísrael á í mikilvægu varnarstríði og þeir sem standa á bak við hernaðaraðgerðir Hamas og veita peningum til þeirra er m.a. þursaríkið Íran. Koma má með getgátur um þáttöku annarra ríkja m.a. þeirra sem hafa hagsmuni af því að Vesturlönd séu upptekin við fleira en bara Úkraínu. Það er ljóst, að árásarstríð Aserbajana gegn Armenum kemur Vesturlöndum ekki við svo merkilegt sem það nú er og greinilega ekki háheilög landamæri þar eins og í Úkraínu.
Íran veitir líka Hisbollah í Líbanon virkan stuðning og talið er að eldflaugaforði þeirra sé meiri í dag en stórs hluta ríkja NATO í Evrópu. Þeim eldflaugum er bara beint gegn hinum eina óvini Ísrael. Á sama tíma er reynt að kveikja glóðir elds á Vesturbakkanum svokallaða, þannig að Ísrael verði enn einu sinni að berjast fyrir tilveru sinni á þrem vígstöðvum. Hingað til hefur það gengið vel, en það er ekki þar með sagt að það sama gerist alltaf.
Tapi Ísrael, þá er úti um Ísrael og griðlandi Gyðinga þar og Ísrael heyrir þá sögunni til. Þetta vita Gyðingar og einnig sæmilega skynugir íbúar Vestur Evrópu og Bandaríkjanna.
Hamas liðar munu þá reyna að ná fram hinni endanlegu lausn, sem er enn hroðalegri en nasistana dreymdi nokkru sinni um. Endanleg lausn nasistanna í Þýskalandi var að útrýma Gyðingum í Evrópu með því að koma þeim á brott eða útrýma þeim ella. Hamas nasistarnir ganga enn lengra.
Stefna Hamas er að drepa alla Gyðinga hvar svo sem þeir finnast. Eða eins og segir í hugmyndafræði og stefnumörkun Hamas sem byggir á að drepa alla Gyðinga ekki bara Gyðinga í Ísrael heldur hvar svo sem þeir finnast eða eins og þeir segja:
Þá munu Gyðingarnir fela sig á bak við kletta og tré, en klettarnir og trén munu hrópa: Ó þú múslimi það er Gyðingur, að fela sig á bakvið mig, komdu og dreptu hann.
Þessari grunnstefnu Hamas hefur ekki verið breitt og á þessum forsendum unnu Hamas liðarnir sem gerðu innrás í Ísrael fyrr í mánuðinum. Ráðist var á ungt fólk á tónleikahátíð í Negev eyðimörkinni og það myrt, svívirt og tekið í gíslningu. Fólkið á tónleikunum faldi sig á bakvið steina og tré, en hryðjuverkamennirnir eltu það og drápu um 300 unglinga og ungt fólk. Ungabörn voru tekin og skorin á háls og villimennirnir sendu myndbönd til að hæla sér af voðaverkunum. Þarna var Ísis endurborið á ferðinni.
Hvernig getur fólk á Vesturlöndum varið þetta eða slett í góm og sagt jamm eru ekki margar hliðar á málinu?
Hryðjuverk hafa alltaf eina hlið og þau ber alltaf að fordæma hver svo sem vinnur þau og í hvaða tilgangi sem er.
Viðbrögðum við hryðjuverkum hættir til að fara út í öfgar og hugsanlega hafa Hamas liðar haft það í hyggju þegar þér gerðu hryðjuverkaárásina á Ísrael á dögunum. Þeim gæti orðið að ósk sinni ef ríki Vesturlanda standa ekki þétt við bakið á Ísrael og krefjist þess að öllum gíslum verði skilað og hryðjuverkamennirnir framseldir þeim alþjóðlegu dómstólum sem ákæra og dæma í málum varðandi þjóðarmorð og hryðjuverk.
Ekkert minna kemur til greina ásamt því að stjórnvöld Hamas fari frá og Gasa verði sett undir tímabundna stjórn Arababandalagsins sem skuldbindi sig til að reyna að koma á friðsamlegri sambúð við nágranna Gasa Egyptaland og Ísrael, sem stuðli þá að eðlilegum samkiptum og nýrri tilraun til að Gasa brauðfæði sig og íbúar Gasa hugsi ekki einungis um hvað þeir eiga bágt og hvernig þeir geti náð sér niðri á Gyðingum og drepið þá sem flesta.
Já og Gasa búar læri að elska börnin sín meira en þeir hata Gyðinga.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Trúmál og siðferði, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 64
- Sl. sólarhring: 807
- Sl. viku: 6263
- Frá upphafi: 2471621
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 5714
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Frábærlega vel skrifað og hvert orð satt og rétt! ❤️
Kristinn Ingi Jónsson, 30.10.2023 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.