Leita í fréttum mbl.is

Skyldan við þjóðina

Ógnin af hugsanlegum jarðeldum á Reykjanesi er mikil og tók nokkuð óvænta stefnu þegar kom í ljós, að kvikugangur er kominn undir Grindavík. Grindavíkur gætu því beðið sömu örlög og Vestmannaeyja, að gosið verði svo nálægt byggð eða í byggð, að Grindvíkingar neyðist til að flytja búferlum tímabundið. Þetta glæsilega samfélag, þar sem byggð hafa verið upp sterk fyrirtæki sérstaklega í sjávarútvegi á annað skilið, en að því er ekki spurt þegar óblíð náttúra tekur völdin.

Vonandi líður hættan hjá og vonandi finnur hugsanlegt gos sér annan farveg fjarri byggð. En þær staðreyndir sem við okkur blasa nú verðum við að taka alvarlega og undirbúa okkur sem best til að takast á við þau óblíðu náttúruöfl, sem lengst af hafa með reglubundnum hætti valdið gríðarlegu tjóni í landinu og leiddu á árum áður iðulega til mannfellis og viðvarandi hörmunga.

Nú erum við betur undir búin til að takast á við óblíð náttúruöfl, en nokkru sinni fyrr. Við megum þó aldrei gleyma því hvað við erum ógnarsmá og lítils meigandi þegar kemur að viðureign við náttúruöflin.

Við verðum alltaf að muna, að okkur ber fyrst og fremst skylda við fólkið í landinu og gæta hagsmuna þess og verðum að láta allt annað víkja meðan við bætum tjón, sem fólk og fyrirtæki kunna að verða fyrir í hugsanlegri viðureign við jarðelda og aðra náttúruvá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ef að þjóðin getur ekki haldið úti rekstri

FLUGVÉL LANDHELGISGÆSLUNNAR; með góðu móti vegna fátæktar.

Getur hún þá verið að senda mikið fjármagn í erlendar hítir?

Dominus Sanctus., 11.11.2023 kl. 13:20

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

DS, íslenska ríkið hefur verið að sóa tugum ef ekki hundruð milljarða króna í alls konar dekur við erlenda auðjöfra og stofnanir, í verkefni sem kemur okkur ekkert að gagni og sum sem hafa frekar valdið okkur skaða.

Að ekki skuli hafa verið sett ein króna í sjóð til að mæta hamförum sem við þurfum reglulega að takast á við er til háborinnar skammar fyrir stjórnvöld þessa lands.

Það er hrein sorgarsaga að fylgjast með stjórnvöldum sem engu áorka en eltast við dekur hinna ofurríku og alþjóðastofnanir þar sem þeir sem þeim stjórna eru bara að hugsa um eigin hag.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.11.2023 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 3849
  • Frá upphafi: 2427649

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 3561
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband