Leita í fréttum mbl.is

Gjörðu svo vel

Í gær var frétt í sjónvarpinu um myndarlegan styrk hins opinbera til að viðhalda listsköpun í Tjarnarbíó. Í dag er fjallað um víðtækar styrkveitingar Reykjavíkurborgar til ýmissa einkafyrirtækja á sviði "menningar og listsköpunar".

Menntamálaráðherra réttir einkafyrirtækjum í fjölmiðlun myndarlega styrki og þá er ótalinn heimsmethafinn í opinberum fjárstuðningi Ríkisútvarpið.Engu máli skiptir hve illa RÚV er rekið alltaf skulu fjárhirslur ríkisins opnaðar fyrir RÚV.

Allt er þetta gott og blessað í Ráðstjórnarríki, þar sem miðað er við að hið opinbera hafi með listsköpun, félagsstarfsemi og fjölmiðlun að gera. En í ríki sem byggir á frjálsri samkeppni og framtaki einstaklingsins, þá er verið að gefa vitlaust. Þóknanlegir aðilar njóta styrkja á meðan aðrir, sem gætu jafnvel gert enn betur hafa ekki samkeppnishæfan grundvöll til að starfa á vegna styrkja hins opinbera til samkeppnisaðila.

Í frjálsu ríki er viðmiðunin að skattar séu lágir og fólkið ákveði sjálft hvað það vill gera við peningana sína í stað þess að stjórnmálamenn taki þá af þeim og ráðskist með þá.

Eðlilega krafan er að lækka skatta til að fólk ráði meira hvernig það vill verja peningunum sínum þ.á.m. hvort það vill vera áskrifandi að RÚV eða ekki. Það er ósamrýmanlegt ríki einstaklingsfrelsisins og frelsi borgaranna, að þvinga fólk til að vera áskrifandi að fjölmiðli og taka peninga fólksins til að halda sumri starfsemi gangandi á kostnað frjálsrar samkeppni. 

Hvernig væri að leyfa einstaklingnum að ráða og lækka skatta svo einstaklingurinn gæti valið hvaða fjölmiðil eða listsköpun sem hann vill? Fyrsta skrefið er að losa þá sem það vilja undan oki RÚV.

Hvernig væri að Sjálfstæðisflokkurinn raungerði þá stefnu sína að stuðla að einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 689
  • Sl. sólarhring: 1323
  • Sl. viku: 6462
  • Frá upphafi: 2303777

Annað

  • Innlit í dag: 640
  • Innlit sl. viku: 5971
  • Gestir í dag: 625
  • IP-tölur í dag: 606

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband