Leita í fréttum mbl.is

Seljum Ríkisútvarpið.

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins orða það á bloggsíðum sínum í dag að það beri að skoða að selja Ríkisútvarpið. Það eru þeir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sigurður Kári Kristjánsson. Þeir tala um að Rás 1(gamla gufan) verði rekin áfram en annar rekstur RÚV seldur.

Ég tek heilshugar undir með þeim Birni og Sigurði Kára. Það er rétt að reka Rás 1 áfram sem frétta- og menningarstöð fyrir framlag árlega úr ríkissjóði. Það er engin glóra í því að skylda landsmenn til að greiða mánaðarlega fyrir Desperate Houswifes og Önnu Phil lögreglukonu þá það séu vafalaust hinir bestu þættir. Frjálsi markaðurinn á og mun sjá um að miðla því sjónvarpsefni.

Með þessu mætti efla fjölmiðlun í landinu og koma í veg fyrir skylduáskrift sem á að heyra sögunni til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Stöð 2 og Skjár 1 eru nú ekki beinlínis með svo metnaðarfulla dagskrá að hægt sé að taka undir það með þér að frjáls markaður tryggi okkur gott efni. Það á bara að gera kröfur til þess að RÚV sinni sínu menningarhlutverki- en sé ekki að dunda sér við eitthvað annað. Ég held að það séu nú skilaboðin frá Birni.

María Kristjánsdóttir, 2.8.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er nú auðvelt að heimta að það verði loksins selt til sinna einkavina sem menn hafa skipulega sett á hausinn og verðfellt.

Baldur Fjölnisson, 2.8.2007 kl. 20:56

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ríkisútvarpið er búið að vera undir kverkataki starfsmanna rúv í mörg ár, ekki ar hægt að ráða mann þar né reka, nema með samþykkt starfsmanna rúv sem halda að þeir eigi stofnunina Þess vegna er engin önnur leið til en að selja það.Samhliða því þarf að setja fjömiðlalög, þar sem kæmi fram að hægt yrði að draga eigendur fjölmiðla og rekstraraðila til ábyrgðar fyrir persónuníð sem viðgengst á fjölmiðlum sem þeir reka, eiga, eða koma á einhvern hátt að rekstri á, og eignarhald verði skýrt á öllum fjölmiðlum.Eignarhaldið og rekstrarhaldið á Útvarp Sögu ,þar sem þingmaðurinn Jón Magnússon starfar, er til að mynda alls ekki skýrt,Ljóst er þó, að Baugur kemur að rekstri Úvarps Sögu, þó ekki sé hægt að draga þá sem þar ráða til ábyrgðar fyrir það  persónu níð sem þar er viðhaft,eins og lögin eru í dag.Það er þekkt að mafíósar kaupa glæpamenn til að fremja morð fyrir sig.Það á ekki að líðast að auðmenn geti keypt glæpamenn til að fremja fyrir sig mannorðsmorð,í skjóli auðs.  

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 40
  • Sl. sólarhring: 1106
  • Sl. viku: 2621
  • Frá upphafi: 2297355

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 2441
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband