Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn kætast á fölskum forsendum.

Bloggarar Sjálfstæðisflokksins hreykja sér hver um annan þveran af því að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa mælst með 45% fylgi í síðustu skoðanakönnun og skv sömu könnun styðji 85% þjóðarinnar ríkisstjórnina.

Þó mér sé ekki vel við að gera fullorðnum mönnum gramt í geði þá verður ekki komist hjá því að benda á að Sjálfstæðisflokkurinn mælist jafnan hærra á sumarmánuðum en á öðrum tímum ársins. Þá liggur líka fyrir miðað við úrslit kosninga um árabil að Sjálfstæðisflokkurinn mælist alltaf mörgum prósentustigum hærra en kemur í ljós þegar talið er upp úr kjörkössunum.

Allar ríkisstjórnir eiga sína hveitibrauðsdaga og þannig er það líka með þessa. Kjósendur eru jafnan reiðubúnir til að leyfa nýrri ríkisstjórn að njóta vafans. Sumir stjórnmálaskýrendur hafa talað um 100 daga hveitibrauðsdaga ríkisstjórnar. Aðrir halda því fram að ríkisstjórnir eigi aðeins lengri hveitibrauðsdaga. Þetta á ekki sérstaklega við Ísland heldur vestræn lýðræðisríki.

Mér finnst því vafasöm ástæða fyrir þessa ágætu bloggara á vegum Sjálfstæðisflokksins að stíga trylltan stríðsdans af fögnuði. Sérstaklega af því að það er ekki raunveruleg innistæða fyrir fögnuðinum.

Bloggararnir Björn Bjarnason og Sigurður Kári Kristjánsson ráðherra og alþingismaður halda því fram að það sé einsdæmi að stjórnmálaflokkur haldi jafn miklu fylgi í svo langan tíma þrátt fyrir að vera samfellt í ríkisstjórn. Þetta er ekki rétt og skal þeim bent á Zimbabwe sem dæmi þar sem Robert Mugabe ræður ríkjum. Þar fær hann meiri hluta atkvæða kosningar eftir kosningar en lílfskjörin í landinu versna og versna og verðbólgan mælist nú um 4000 þúsund prósent í landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það segir sjálfsagt mest um þig sjálfan að líkja velgengni Sjálfstæðisflokksins við stjórnarherra sem kúgar almúgan þannig að eingin þorir fyrir sitt litla líf að kjósa annað en Mugabe. Ef að einhverjir eru á fölskum forsendum þá eru það þið Sjálfstæðismennirnir, þú og Addi Kitta Gau. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn er ekkert sem kemur á óvart og er ekki tilviljun.

Ingólfur H Þorleifsson, 2.8.2007 kl. 18:28

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ágæti Ingólfur. Því fer fjarri að ég sé að líkja Sjálfstæðisflokknum við stjórnarflokk Mugabe. Ég er eingöngu að benda á að það sé í fleiri löndum sem stjórnarflokkar eru þaulsetnir og eru kosnir aftur og aftur. Ég gæti bent á Japan og Sjálfstæðisflokkurinn í Mexícó var við völd að því er mig minnir í um það bil hálfa öld svo nokkur dæmi séu nefnd. En við Addi erum á okkar forsendum og þú getur gagnrýnt okkur málefnalega en við erum ekki á fölskum forsendum.

Jón Magnússon, 2.8.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ekki ég minn kæri Jón, ég gef voða lítð fyrir svona mælingar sérstaklega nú þegar þingið er í sumarfríi. Sjáum hvað setur þegar reynsla er komin á starfið.
Þykir leitt að verða ekki samferða þér sem þingmaður en ég er víst 4. varaþingmaður nú eins og á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að fá í raun ágæta kosningu í prófkjöri svona miða við nýliða. Samkvæmt niðurstöðum prófkjörs hefði ég mátt vænta þess að verða 2. varaþingmaður Rvkíkurkjördæmi Suður.
Uppstillingarnefnd fannst aðrar konur betri kostur, svo ég hafnaði i því 4.

Guð einn veit hvort ég kemst nokkuð inn á þing þetta kjörtímabil.  
Það hefði verið gaman að fá frekara tækifæri til að þoka málum til betri vegar og auðvitað takast á við stjórnarandstöðuna.

Kolbrún Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Talandi um þá sem hafa skipt um flokk af einni eða annarri ástæðu, mig minnir að varaformaður Frjálslynda flokksins hafi kallað þá flokkaflækinga ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 22:18

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góðiur pistill Jón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.8.2007 kl. 02:13

6 identicon

Það er ansi skrítið að tala um Mugabe og Zimbabwe í þessu samhengi þar sem lítið mark hefur verið að taka á kosningum þar síðustu árin enda voru kosningasvindl meðal ástæðna þess að því var vikið úr Samveldinu.

Gaman að þú minnist svo á Japan því þar virðast völd frjálslyndra, gamla valdaflokksins, einmitt vera að þverra. Í það minnsta voru þeir að missa meirihlutann í efri deild þingsins núna á sunnudaginn og eru loksins komnir með alvöru keppinaut.

Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 08:57

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Björn Bjarnason kvartar sáran undan því á heimasíðu sinni að flokkur hans skuli vera nefndur í sömu andrá og flokkur Mugabes.  Ef ég man rétt þá líkti þessi sami Björn Bjarnason núverandi samráðherra sínum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur við Pol Pot fyrrum einræðisherra og fjöldamorðingja frá Kambodíu. 

Ég sé ekki betur en BB sé að biðja um að þetta verði rifjað upp.  

Sigurður Þórðarson, 3.8.2007 kl. 09:58

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það þarf engum að koma á óvart aukið fylgi Sjálfstæðisflokssins.Sjálfstæðismaðurinn Jón Magnússon er kominn á þing, þótt ekki sé það fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Þú att hrós skilið Jón fyrir að halda þig við stefnu þína, þótt þú hafir skipt um flokk.En það er mér óskiljanlegt hvernig þú getur setið þingflokksfundi með því mesta afturhaldi sem nú fyrirfinnst á Alþingi og kennt er við sleggju 

Sigurgeir Jónsson, 3.8.2007 kl. 10:41

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gerast menn nú "kindarlegir" mjög...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.8.2007 kl. 13:17

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hummm, sumir gerast "kindalegri" en aðrir....

Hallgrímur Guðmundsson, 6.8.2007 kl. 13:19

11 Smámynd: Guðmundur Björn

Af hverju þurfa súrir taparar alltaf að minnast þess þegar ný fylgiskönnun birtist, að XD mælist alltaf hærra í könnunum en í kosningum?  Er minnimáttarkenndin svona rosaleg?

Jón ég bara spyr: 

Nú ert þú í þínum þriðja stjórnmálaflokki eins og Kiddi Sleggja.  Er hægt að taka Frjálslynda alvarlega?  Hafið þið einhverja stefnu, aðra en að klekkja á Sjálfstæðisflokknum?

Af hverju mega menn ekki gleðjast fylgisaukningu?  Væri nú viss um að þið í Frjálslyndum mynduð nú hoppa hátt (þó ekk Addi Kiddi Gau) ef þið mynduð fá 1% upp í svona könnun! 

Guðmundur Björn, 7.8.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 40
  • Sl. sólarhring: 1106
  • Sl. viku: 2621
  • Frá upphafi: 2297355

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 2441
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband