Leita í fréttum mbl.is

Stjórnlyndisruglandi?

Fundur Alþingis í gær var vægast sagt merkilegur. Í upphafi þingfundar var samþykkt að fundur mætti standa fram eftir kvöldi, sem mér finnst raunar sjálfsagt þegar mikið liggur fyrir og margt þarf að afgreiða.  Fundurinn stóð síðan frá kl. 10.30 að morgni til kl. 2 að morgni næsta dags. Samt sem áður þurfti að taka nokkur mál út af dagskrá. En það var ekki þetta sem gerði daginn sérstakan.

Menntamálaráðherra byrjaði á að flytja 4. dagskrármálið um opinbera háskóla þegar Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins kom í ræðustól til að tala um frumvarpið kom í ljós að menntamálaráðherra var farin úr húsinu og var umræðu um þetta mál frestað til kl. 17.30.  Þá voru tekin fyrir frumvörp sem samgönguráðherra mælti fyrir en um kl. 16 þurfti að gera hlé á umræðum um breytta samgönguáætlun þar sem ég var næstur á mælendaskrá og samgönguráðherra hvarf úr húsi en inn kom félagsmálaráðherra til að mæla fyrir sínum málum. Það gerði hún og lauk við það en þegar því var lokið þá kom samgönguráðherra til að halda áfram með sín mál.

Alltaf beið Höskuldur Þórhallson eftir að geta lokið ræðunni um opinbera háskóla sem hann hafði byrjað á um hádegisbilið. Þegar hallaði í miðnættið var ákveðið eftir japl og jaml og fuður að þingfundi yrði slitið þegar samgönguráðherra hefði lokið við að fjalla um sín mál og var það gert um tvöleytið í nótt. Menntamálaráðherra varð frá að hverfa og líka Höskuldur sem hafði beðið allan daginn eftir að ljúka ræðunni sem hann byrjaði að flytja um miðjan dag.

Þetta er með nokkrum ólíkindum vægast sagt. Mér finnst nauðsynlegt að borin sé virðing fyrir Alþingi sem einni af merkustu grunnstoðum íslensks samféalgs. Það skiptir þó mestu að Alþingismenn beri virðingu fyrir sjálfum sér, Alþingi sem stofnun og því merka starfi sem Alþingi á að sinna. Vinnubrögðin í gær voru því miður þess eðlis að þau eru ekki samboðin virðingu Alþingis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

"...því merka starfi sem Alþingi á að sinna..."  Er þetta ekki einmitt mergurinn málsins.  Ráðherraræði þar sem Alþingi er orðið afgreiðslustofun fyrir ráðuneytin!

Auðun Gíslason, 18.4.2008 kl. 11:11

2 identicon

Svona er vinnutíminn á Alþingi. Gott að Möllerinn kláraði þetta í nóttinni. Höskuldur er vel upp alinn prestssonur og þarf að hafa þolinmæði gagnvart menntamálaráðherra. Það þurfa fleiri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: corvus corax

Það er auðvitað hrein og klár ósvífni að ráðherrar skuli stinga af úr vinnunni þegar þeir eru búnir að koma sínu frá sér og telji sig ekki þurfa að hlusta á skoðanir annarra þingmanna. Og þetta var ekki bara að gerast í gær heldur er þetta frekar regla en undantekning. Hroki sumra ráðherra og fyrirlitning þeirra sömu á þinginu og störfum þess er með ólíkindum og halda þeir sumir að þeir sjálfir séu einvherjir guðir, hátt yfir alþingi hafnir. Það þarf að koma þessum hrokagikkjum í skilning um það hjá hverjum þeir vinna og hvar valdið í landinu liggur í raun og veru samkvæmt stjórnskipulaginu. Það verður að takmarka vald ráðherraembættanna og setja þeim þröngar skorður um ákvarðanir ýmissa málaflokka og er þar fyrst að nefna stöðuveitingarnar sem allt of margir ráðherrar hafa haldið að sé þeirra geðþóttamál og í seinni tíð er sýnu verstur dýralæknirinn sem þykist hátt yfir alla hafinn og vita betur en allir sérfræðingar landsins samanlagt um öll mál sem hann hefur afskipti af og ævinlega til bölvunar. Í því tilliti á að skipa óháða matsnefnd sérfræðinga sem kallaðir eru til þegar hæfi umsækjenda um opinberar stöður er metið og koma í lög að alþingi skipi í stöðurnar og fari í því efni algjörlega eftir úrskurði matsnefndar á hverjum tíma, hafi ekkert val um hvern eigi að skipa, og taka þannig skipunarvaldið úr höndum ráðherra því þeir hafa hver á eftir öðrum sýnt og sannað að þeir eru ekki færir um að annast embættisveitingar. Margir ráðherrar hafa verið slæmir gegnum tíðina en dýralæknirinn í núverandi ríkisstjórn er þeirra verstur frá upphafi.

corvus corax, 18.4.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta er mjög sérstakt Jón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.4.2008 kl. 02:22

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hefur komið fram í skoðanakönnunum að þrjátíu prósent landsmanna treysta Alþingi.Það er skiljanlegt, en mjög alvarlegt.Þingmenn setja lög en, eru líka ráðherrar og virða þá ekki lögin.Ráðherra sem er þingmaður biður ítrekað um frest til að svara stjórnsýslukæru og síðan eru liðnir þrír mánuðir síðan hann átti að vera búinn að svara kærunni. Og hann svarar ekki umboðsmanni Alþingis heldur.Á meðan gjamma þingmenn í orðagjálfri um hið háa Alþingi og kalla hvern annan háttvirtur og hæstvirtur, standa blíspertir í ræðupúlti í snobbhætti hver fyrir öðrum og er nokksama um virðingu Alþingis fyrir umboðsmanni sínum og lögbrotum ráðherra.

Sigurgeir Jónsson, 19.4.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 100
  • Sl. sólarhring: 1457
  • Sl. viku: 3753
  • Frá upphafi: 2299848

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 3514
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband