Leita í fréttum mbl.is

Er ábyrgðin pólitíkusa?

Í dagblaði hins frjálsa markaðar er leiðari í dag undir heitinu "Ábyrgð pólitíkusa" þar er vísað aftur og bak og áfram í ummæli forsætisráðherra einkum á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á föstudaginn. Þó leiðarinn sé nokkuð sundurlaus þá verður hann helst skilinn þannig að pólitíkusar þó þeir séu ekki nafngreindir beri ábyrgð á því að ákveðin biðstaða væri á markaðnum meðan beðið væri eftir því á hvaða kjörum og hvernig íslenska ríkið tekur lán til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans og hinn frjálsa markað í landinu.  Ekki skal dregið úr ábyrgð stjórnmálamanna en það eru fleiri með málfrelsi en þeir og sé það skoðun leiðarahöfundar Fréttablaðsins að einhver stjórnmálamaður hafi með ummælum sínum skaðað hagsmuni markaðarins þá væri eðlilegt að talað yrði tæpitungulaust og sagt hverjir eða hver það er.

Að sjálfsögðu er það spurningin um ábyrgð stjórnmálamanna mikilvæg en það getur ekki síður verið mikilvæg spurning hver er ábyrgð frjálsa markaðarins og helstu leikendanna á þeim markaði á undanförnum árum og í núinu. Hafa menn farið fram með eðlilegum hætti og hvað með ummæli fjölmargra forustumanna markaðarins um íslenskt efnahagslíf, gjaldmiðilinn og Seðlabankann.  Það er athyglivert að í umfjöllun sinni þá er hvergi vikið að því í leiðara blaðsins að aðilar á markaðnum beri ábyrgð.  Má minna á að þegar talað hefur verið um ofurlaun í bönkum þá hefur því verið svarað að samfélaginu komi það ekki við þar sem um frjáls fyrirtæki á markaði sé að ræða. Eru þau ekki jafn frjáls í dag og kemur samfélaginu ekkert við starfsemi þeirra nema þegar vandi kemur upp sem snýr að samfélaginu að leysa? Mér fyndist spennandi að lesa umfjöllun leiðarahöfundar Fréttablaðsins um þá ábyrgð og með hvaða hætti eigi að draga mörkin á hverjum tíma.

Það er auðvelt að tala í núinu um ábyrgð þegar vandamálin eru til komin fyrir löngu en hins vegar mikilvægt upp á framtíðina að skilgreina vandann rétt til að draga rétta lærdóma og gera betur í framtíðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 1400
  • Sl. viku: 3694
  • Frá upphafi: 2299789

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 3460
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband