Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn í ógöngum?

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar athygliverða grein sem hann birtir á bloggsíðu sinni í gær. Þar skrifar hann um Orkuveituna og Rei málið undir heitinu "Orkuveita í ógöngum".  Bloggfærsla dómsmálaráðherra er góð upprifjun og samantekt á Rei málinu auk annars og tvímælalaust nauðsynleg lesning fyrir þá sem áhuga hafa á pólitík.  Nokkur ummæli í grein dómsmálaráðherra eru einkar athygliverð:

Dómsmálaráðherra segir m.a.

"Margt bendir til þess að í samvinnu við eins manns flokk takist sjálfstæðismönnum þetta ekki- það eigi ekki aðeins rætur að rekja til ágreinings milli þeirra og samstarfsmannsins heldur einnig mismunandi sjónarmiða innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Vægi ágreinings verður meira í samstarfi við eins manns flokke ef samstarf tækist við fjölskipaðan meirihluta. Ég hef hvatt til þess að innan borgarstjórnar reyni menn til þrautar að mynda slíkan meirihluta sem tæki markvisst á innanmeinum í stjórnsýslu borgarinnar þar á meðal Orkuveitu Reykjavíkur."

 Síðar segir dómsmálaráðherra að gagnrýni Morgunblaðsins sem hann rekur sé réttmæt en í þeirri gagnrýni kemur m.a. eftirfarandi fram:  "Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru." og því til viðbótar: "Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessu máli það væri óskemmtileg lesning ef einhver tæki upp á því að gefa út Þeirra eigin orð um Orkuveitu Reykjavíkur."

Þungamiðjan í gagnrýni dómsmálaráðherra sem var á síðasta kjörtímabili oddviti minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn er að ekki sé byggjandi á núverandi meirihlutasamstarfi í borginni en nauðsynlegt sé að mynda meirihluta Sjálfsstæðismanna annars vegar og annað hvort vinstri grænna eða með Samfylkingunni hins vegar.  Í öðru lagi þá skín í gegn að dómsmálaráðherra telur algjört stefnu- og úrræðaleysi ríkja hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í þessu máli.

Ég hygg að í seinni tíð hafi ágreiningur í röðum Sjálfstæðisflokksins ekki verið opinberaður svo rækilega sem gert er bæði í leiðara Morgunblaðsins þ. 17. apríl og tilvitnaðri grein Björns Bjarnasonar. 

Ég er Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra algjörlega sammála í umfjöllun hans um málið og málefni Reykjavíkur. Björn talar um að nauðsyn sé á að taka á innanmeinum í stjórnsýslu borgarinnar og þar á meðal Orkuveitu Reykjavíkur.  Þá vil ég vekja athygli á og taka undir þau sjónarmið sem Björn Bjarnason segir í lok greinar sinnar "HVernig væri að tekin yrði sú ákvörðun í eitt skipti fyrir öll, að Orkuveita Reykjavíkur einbeitti sér að því að sinna þjónustu við viðskiptavini sína? Beri Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gæfu til að sameina borgarstjórn um slíka ákvörðun eiga þeir heiður skilinn og þakklæti borgarbúa." 

Ég átta mig á  því þegar tilvitnuð skrif eru lesin að Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins og Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra er gjörsamlega ofboðið hvernig komið er í borgarstjórn Reykjavíkur og þeir gera eðlilegar kröfur til sinna manna og tjá þeim að þeir standi ekki með neinu móti undir væntingum eða þeim eðlilegu kröfum sem borgarbúar hljóta að gera til þeirra.  Þá er athyglivert að bæði Björn og Styrmir telja núverandi meirihluta í borginni lítils megnugan og í Mrogunblaðinu í dag má lesa kunnugt stef um samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sem hlítur þá að vera beint til borgarstjórnarflokksins að kanna.

En þeir Styrmir og Björn Bjarnason eru ekki einir úr röðum forustumanna Sjálfstæðisflokksins sem er nóg boðið. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins Hreggviður Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni "Ég er búinn að fá nóg, nú á að gera byltingu"  Þar segir Hreggviður m.a. "Við gerum byltingu og hreinsum alla borgarfulltrúana út úr borgarstjórn í næstu kosningum".

Það má taka undir með Hreggviði Jónssyni um það að gerð verði lýðræðisleg bylting í næstu kosningum til að tryggja raunverulega hagsmuni borgara í Reykjavík það verður að gera með nýju fólki. Fólki sem veit hvað það vill og er tilbúið til að standa við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá erum við BB og þú loksins sammála eftir nokkra áratugi. Morgunblaðið/Styrmir gerir sér ekki grein fyrir því að langur vegur er á milli Vinstri grænna og sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Já, og er Hreggviður í flokki með okkur?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Er Björn ekki með þessari grein að bjóða fram krafta sína til að leiða flokkinn þar sem að hann skynjar undirölduna í flokknum.  Fólk er búið að fá nóg af Að-gera-ekki neitt, stefnunni.

Sigurjón Þórðarson, 20.4.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnst eins og Birni sé ofboðið með hvaða hætti flokksfélagar hans í borgarstjórn fara að. Það sem hann er að skrifa núna er í fullu samræmi við greinina sem hann skrifaði í Þjóðmál fyrir jól. Ég held að flestum blöskri með hvaða hætti borginni hefur verið stjórnað þetta kjörtímabil.

Jón Magnússon, 20.4.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón og takk fyrir síðast í Grindavík.

Það mætti halda að stjórn Reykavíkurborgar væri ekki þess umkominn að stjórna Orkuveitunni í þágu borgaranna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.4.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 110
  • Sl. sólarhring: 1466
  • Sl. viku: 3763
  • Frá upphafi: 2299858

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 3524
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband