Leita í fréttum mbl.is

Frost á fasteignamarkaði.

Formaður félags Fasteignasala talaði á fundi hjá landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum í hádeginu og gerði grein fyrir þeim vanda sem við er að etja á fasteignamarkaðnum og í þjóðfélaginu.

Vanda sem að hluta til má rekja fyrir aðgerða- og úrræðaleysis ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin lagði fram frumvarp um að fella niður stimipilgjald við kaup á fyrstu íbúð sem taki gildi í sumar. Af hverju ekki strax og af hverju ekki að fella niður stimpilgjald af öllum fasteignakaupum?

Það er alvarlegt ef byggingariðnaðurinn á höfuðborgarsvæðinu dregst verulega saman. Byggingariðnaðurinn er stóriðja höfuðborgarsvæðisins.

Nú bíða allir eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahags- og lánamálum meðan beðið er ríkir frost á fasteignamarkaði og ofurvextirnir og verðtryggingin vega að velferð unga fólksins í landinu.

Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju Ingibjörgu Sólrúnu og öðrum ráðamönnum dettur bara í hug að taka dýr lán á kostnað skattgreiðenda til að standa undir gjaldmiðlinum og einkafyrirtækjum í fjármálastarfsemi en huga ekkert að því að stöðva lánaokrið gagnvart fólkinu í landinu.

Seðlabankinn telur það verðbólguhvetjandi að almenningur á Íslandi búi við svipuð lánakjör og almenningur á hinum Norðurlöndunum.  Sýnir það ekki vandann í hnotskurn?

Fólkið í landinu getur ekki sætt sig við og má ekki sætta sig við okursamfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Önnur spurning: Hvað er par er að kaupa sér íbúð saman og annar hefur keypt áður en ekki hinn?

Halla Rut , 3.5.2008 kl. 19:15

2 identicon

Það að fella niður stimpilgjald af lánum á fyrstu íbúðarkaup er vægast sagt afar undarleg aðgerð ef í hana verður ráðist.

Helstu rök fyrir því að fella ekki alfarið niður stimpilgjald yfirhöfuð hefur verið þau að fólk myndi bara velta stimpilgjaldinu beint út í íbúðarverð, þessi rök halda nú vart vatni að mínu mati. Hvað ef fólk að kaupa aðra íbúð býður í íbúð sem er til sölu og svo kemur annað fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð og hefur X hundruð þúsund í handraðanum umfram fyrrnefnda fólkið, halda menn virkilega að þá fari stimpilgjaldið ekki út í íbúðarverðið?

Eftir stendur það að fólki er það í sjálfsvald sett hvort það setur andvirði stimpilgjaldsins út í íbúðarverðið eða ekki.

Eftir stendur spurningin um það hvaða vitrænu rök eru fyrir því að sumt fólk eigi að greiða aukaskatt við íbúðarkaup sem aðrir greiða ekki?

Hvað með námsmenn erlendis sem hafa átt íbúð á Íslandi áður en þeir héldu til náms, eiga þeir að greiða stimpilgjald af íbúðarlánum á Íslandi ef þeir dirfast til að flytja til baka til Íslands?

Hvað með manninn sem seldi húsið sitt á Kópaskeri (dæmi) á 4milljónir og flutti á malbikið og ætlar að kaupa þar íbúð á 30milljónir, á hann að greiða stimpilgjald?  Er hann á sama plani og sá sem seldi íbúð á mölinni á 28milljónir og keypti aðra á 33milljónir?

Það er hægt að telja upp aragrúa dæma sem sýna hvað þessi hugmynd er í rauninni galin.

Að mínu mati er bara tvennt í stöðunni og það er að annaðhvort greiði allir stimpilgjald að enginn. Ef ekkert stimpilgjald væri ekki erfitt að hnýta á það að fólk mætti fá lánað fyrir Xíbúðum án þess að greiða stimpilgjald en eftir það yrði að greiða stimpilgjald og að sjálfsögðu yrði að hnýta á það líka að kanna eignatengsl milli ehf kennitalna sem menn stofna nánast jafn ört og auðveldlega og ég skipti um nærbuxur. 

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón og takk fyrir síðast.

Þetta var virkilega fínn fyrirlestur sem við fengum hjá Ingibjörgu og hvatning til dáða um að ræða málin.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.5.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Jón, fyrirlesturinn hjá Ingibjörgu var góður margar fyrirspurnir komur fram.  Fundagestir voru mjög ánægðir með fundinn.

Guðrún,  sammála þér, hann var hvatning til að ræða málin af meiri krafti innan flokksins sem utan hans.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 4.5.2008 kl. 09:33

5 Smámynd: Maelstrom

Kannski frostið á fasteignamarkaðnum sé til komið vegna þess að bankarnir eru að gefast upp á samkeppninni við Íbúðalánasjóð?

  1. Íbúðalánasjóður er með ríkisábyrgð og fjármagnar sig því á ríkiskjörum
  2. Íbúðalánasjóður er með undanþágu frá eiginfjárhlutfalli fjármálastofnanna, þarf bara 5% á meðan bankarnir þurfa að hafa 8%.  Flestir bankarnir eru í kringum 11% til að sýna nægilegan styrk til að gefa fjármagnað sig.   Íbúðalánasjóður rétt slefar í 5%
  3. Engin arðsemiskrafa er frá eigendum sjóðsins.  Held að ríkið sé bara ánægt ef sjóðurinn er ekki rekinn með tapi (dæmigerður ríkisrekstur)

Menn hafa kannski sagt fyrir nokkrum árum að ekki væri hægt að leggja Íbúðalánasjóð niður, því það væri enginn annar valkostur fyrir neytendur.  Bankarnir hafa eflaust ákveðið að taka slaginn við Íbúðalánasjóð, til að sýna að það væri annar kostur í stöðunni.

Ríkisstjórnin hafði bara ekki kjark til að stökkva á tækifærið og nú er spurning hvort bankarnir hafa gefist upp á samkeppninni við ríkið.  Hvort við förum aftur í hámarkslán og skömmtun fjármagns sem orsakar kolbrenglaða verðmyndun á húsnæðismarkanum.  Ekki skrýtið að talað sé um 30% verðlækkun á húsnæði.

Maelstrom, 4.5.2008 kl. 11:58

6 identicon

Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem það kemur kreppa á Íslandi! enn hún virðist alltaf vera öðrum að kenna enn okkur sjálfum, ég tel ástæðunna vera græðgi í samfélagi voru. Að heyra fólk tala um að ca 230% verðhækkunn á fasteignum nú síðustu ár sé eðlileg leiðrétting á fasteignaverði er alveg fáránleg!  Og síðan þegar talað er um að fasteignir geti mögulega lækkað!  þá verður allt vitlaust! Það hlýtur að vera eðlilegur markaður sem fer bæði upp og niður og þá eftir framboði og eftirspurn. Ég held að næsta ógn við Ísland sé flótti frá þessu landi, við flúðum víst hingað undan ofríki og ofstjórn, mér sýnist sagan þurfa að endurtaka sig eins og hún gerir svo oft.

Benedikt Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:27

7 identicon

Seðlabankinn telur það verðbólguhvetjandi að almenningur á Íslandi búi við svipuð lánakjör og almenningur á hinum Norðurlöndunum. Sýnir það ekki vandann í hnotskurn?

Nei. þið búið við nákvæmlega sömu kjör og hin norðurlöndin, þ.e. þið fáið húsnæðislán sem er ávaxtað á ákveðinni prósentu yfir stýrivöxtum hvers lands. Stýrivextir eru bara hærri á Íslandi vegna þess að þið eruð með 4 sinnum hærri verðbólgu. Plús: þið eruð með verðtryggingu á fasteignalánum sem aðeins Svíþjóð er einnig með. Það er allt og sumt.

Fasteignamarkaðurinn á Íslandi er búinn að missa jarðsambandið við Herra og Frú Framboð og Eftirspurn, um stundarsakir. Það er aðalvandamálið. Ef verðið er lækkað um ca. 15-25% þá fer markaðurinn aftur í gang, og það kemst aftur á jarðsamband við eftirspurn. Í ljósi nýrra aðstæðna í hinni víðu veröld VILL fólk ekki lengur borga það sem sett er á eignir á Íslandi, USA, Danmörku, Bretlandi, Spáni og á Írlandi. Verðið ER of hátt.

Íslendingar eru þó ekki eins vitfirrtir og sum önnur lönd sem um áraraðir hafa veitt 100% afborgunarlaus fasteignalán til tekjulítils fólks, eða Bretar sam hafa veitt 120% lán í fasteignir í alltof langann tíma. Þetta svarar til að henda kjarnorkuvopnum inní hagkerfið, og bíða svo eftir keðjuverkuninni.

Ef byggingarverktakar geta ekki selt nýjar og ónotaðar eignir þá er líklega aðeins eitt að gera:

1) lækka verðið og selja með tapi - eða - selja með takmörkuðu, en stýranlegu tapi (loss control), - takmörkun skaða. Deila þannig áhættunni með kaupendum.

2) eða - gefa út trygginu til kaupenda til X-langs tíma um að falli verð á sambærilegum eignum þá munu þeir greiða kaupendum mismuninn (price guarantee). Þetta setur ákveðinn botn undir markaðsfall.

Atriði númer 2 eru nú þegar komið í framkvæmd í Bandaríkjunum, en þar hefur fasteignaverð fallið um 12,7 % að meðaltali á síðustu mánuðum, og lækkar enn, en þó hægir fallið á sér.

3) Fremja efnahagslegt sjálfsmorð => bíða og gera ekki neitt

Það standa t.d. núna 140.000 tómar íbúðir hér í Danmörku, og engum dettur í hug að ríkisvaldið muni lyfta litla putta til hjálpar, engum dettur það nokkurntíma í hug!

Ekki liggja eins og heróínsjúklingur við bæjardyr ríkisstjórnar um leið og efnahagsvöxtur hægir aðeins á sér. Svipað ástand á fasteignamörkuðum á sér stað í mörgum löndum heimsins. Efnahagsástand Íslands er ennþá of gott til að geta verið dæmt sem verandi slæmt eða jafnvel bara smá-slæmt. Sumir eru bara í smá afvötnun. Og verðbólgan þarf að koma niður - sem allra fyrst! Það er forgangsmál númer eitt.

Gunnar Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 635
  • Sl. sólarhring: 1097
  • Sl. viku: 7616
  • Frá upphafi: 2307364

Annað

  • Innlit í dag: 578
  • Innlit sl. viku: 6988
  • Gestir í dag: 555
  • IP-tölur í dag: 537

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband