6.6.2008 | 00:10
Pólitísk aftaka?
Skoðanir ritstjórnar Morgunblaðsins koma fram í ritstjórnargreinum blaðsins og í Staksteinum. Í Staksteinum í gær segir:
"Nú þarf stjórnmálamaðurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að gera slíkt hið sama og axla pólitíska ábyrgð sína og hverfa af vettvangi stjórnmálanna."
Síðar segir í Staksteinum að það hafi komið fram í fréttaskýringu Péturs Blöndal alþingismanns í Morgunblaðinu að það sé vilji borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þingmanna flokksins og flokksforustu að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hverfi af vettvangi stjórnmálanna.
Aldrei fyrr hefur verið veist að pólitískum forustumanni Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur með þeim hætti sem gert er í Morgunblaðinu. Raunar minnist ég þess ekki að Morgunblaðið hafi fyrr farið þannig fram gagnvart forustumanni Sjálfstæðisflokksins þegar eining er að öðru leyti í flokknum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur raunar lýst yfir stuðningi við Hönnu Birnu og hefur þar með komið sínum skilaboðum á framfæri gagnvart Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni.
En hvað er vandamálið . Af hverju þarf að veitast að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni með þessum hætti í fréttaskýringum og ritstjórnarpistlum Morgunblaðsins?
Sé það vilji borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að Vilhjálmur Þ. eigi að víkja þá afgreiða þeir málið. Málið er ekki flóknara en það. Er það ekki sérkennilegt að það skuli vera gelt að forustumanni Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti utan úr bæ? Þess ætti ekki að vera þörf nema ef svo skyldi vera að borgarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins sé þeim annmörkum háð að það geti ekki gengið frá nauðsynlegum afgreiðslum og tekið ákvarðanir.
Þarf Morgunblaðið og aðrir aðilar í flokkseigendafélagi Sjálfstæðisflokksins að ákveða málið fyrir borgarstjórnarflokkinn? Af hverju gengur borgarstjórnarflokkurinn ekki frá sínum málum sjálfur?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.12.): 59
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 3051
- Frá upphafi: 2452223
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 2758
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Alveg sammála, afar sérkennilegt og stórfurðulegt í raun.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.6.2008 kl. 00:45
Blessaður Jón. Það furðulegasta við þessar bollaleggingar Moggadeildar Flokksins og þingmanna og borgarfulltrúa Hans er að Villi var kjörinn í fyrsta sæti á framboðslista Flokksins til borgarstjórnar. Hann var sem sé kosinn af fólki en ekki skipaður af fyrrnefndum aðilum, Moggadeild Flokksins og hinum.
Þessi staðreynd þýðir í augum venjulegs lýðræðissinna að Vilhjálmur situr í umboði kjósenda og einungis kjósendur geta svift hann umboðinu - en hvorki Flokksgæðingar né Flokksapparöt. Ef lýðræðislega kjörinn fulltrúi gerist sekur um að brjóta landslög er það dómsmálayfirvalda að fjarlægja viðkomandi úr embætti. Enginn hefur haldið því fram að Vilhjálmur sé afbrotamaður svo að það er erfitt að skilja þessa blóðþyrstu umræðu Flokksins um að losna við hann - eftir áratuga dygga þjónustu.
Skondið fyrirbæri þessi Flokkur sem hefur einkum áhuga á að vopna lögreglu og hvítliðasveitir og að ráða lögum og lofum í landinu líkt og Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna sálugu og Kommúnistaflokkurinn í Kína. Að vísu sálaðist Maó formaður þó áður en Kínverjar gerðu hann að seðlabankastjóra.
Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 00:50
Það stiklar annar á steinum þarna í Hádegismóum. Þó naflastrengur Moggans og Flokksins hafi verið skorinn er hinn ósýnilegi þarna enn. Hér er stiklað með vitund og vilja Valhallar. Það vitum við Jón. En Þráinn kom með kjarna málsins. Flokkssvipan er að smella á manni sem sækir umboð sitt annað. Forysta Flokksins hafa oftlega komið að forystumálunum í borginni. Vandræðin ef brottför Davíðs sýna það. En niðurlægingin er algjör. Flokkurinn er kominn niður fyrir náttúrufylgi, sem er 30%. Það er ófyrirgefanlegt. Þá fjúka hausar eins og hjá Mao og Stalin forðum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:49
Má ekki hver sem er hafa skoðanir á þessu máli, óháð því hvort þeir vinna á mogganum eða 'úti í bæ' eins og þið viljið kalla það? (Ég vinn líka úti í bæ). Málið er með þennan Vilhjálm að hann er búinn að klúðra þessu tímabili bæði fyrir sjálfum sér og öðru sjálfstæðifólki sem kaus hann. Það þarf oft að pressa þessa gömlu menn, sem vilja sitja sem fastast og skynja ekki best fyrir þá er að taka pokann sinn. Villi þarf að hverfa af vettvangi, hann var ekki maður til að takast á við þessu mál sem foringi, loksins þegar hann fékk tækifæri. Hans tími var liðinn. Svo einfalt er það.
FrizziFretnagli, 6.6.2008 kl. 10:11
Kominn nýr þar kafli,
kynlegur er sá nafli,
hjá Óla Stef,
allt það þref,
stórfurðulegur stafli.
Þorsteinn Briem, 6.6.2008 kl. 10:15
Þegi Mogginn er fundið að því í bloggheimum. Tali hann er einnig fundið að því. Það er vandlifað í henni veröld.
Ágúst Ásgeirsson, 6.6.2008 kl. 13:19
Ég held að Óli Stef verði bara fínn ritstjóri á Mogganum og skoðanir hans á mönnum og málefnum hverju sinni eru alveg örugglega ekki pantaðar úti í bæ. Við Ágúst Ásgeirsson ættum nú að hafa einhverja þekkingu á því atriði, þar sem við vorum báðir á Mogganum þegar Óli Stef var að byrja þar sem blaðamaður.
Og fáir myndu ráðleggja Villa að verða aftur borgarstjóri í Reykjavík. En það er kannski laust embætti niðri í Frans hjá honum Gústa og þar eru bjórkælar úti um allar koppagrundir.
Þorsteinn Briem, 6.6.2008 kl. 14:03
Það tíðkast allsstaðar í heiminum að ritstjórnir hafi skoðun á hlutunum, sem birtast annaðhvort í pistlum - líkt hjá Staksteinum - eða í ritstjórnargreinum blaðanna.
Ég sá ekki að stjórnarandstaðan hefði neitt á móti því þegar Fréttablaðinu var haldið úti sem fjölmiðli, sem hafði það aðallega að leiðarljósi að beina spjótum sínum að síðustu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks. Nú hefur Fréttablaðið vent kvæði sínu í kross og minnkað ósanngjarna gagnrýni á ríkisstjórnina, enda draumastjórn blaðsins við völd - stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ritstjórn Fréttablaðsins vonast til að þessi stjórn skoði ESB aðild, óheftan innflutning á landbúnaðarafurðir o.fl. og skrifar sínar forystugreinar m.t.t. þessar hagsmunamála. Hún er efalaust studd af stórum hópi atvinnurekenda og auðjöfra. Er það slæmt? Nei, svona er lífið og einstaklingar, fyrirtæki, stjórnmálaflokkar og hagsmunafélög mega setja peninga í það sem þau vilja.
Sem yfirlýstur sjálfstæðismaður verð ég nú að segja að MBL dansar nú ekki alltaf eftir flokkslínu Sjálfstæðisflokksins - þvílíkt bull og vitleysa! Sjálfur geri ég það ekki heldur - stundum er ég algjörlega sammála flokknum og stundum ekki og það er ekki alltaf auðvelt. Ég held að flestir, sem taka þátt í stjórnmálum, sem áhugamenn eða stjórnmálamenn, lenda í því að vera ósammála í einstaka máli. Þá snýrðu ekki baki við þínum flokki, heldur reynir þú að koma þinni skoðun á framfæri innan flokksins. Þannig var ég sammála MBL og ekki flokknum í kvótamálinu, en ósammála MBL varðandi umhverfismálin og sammála flokknum. Ég vil ræða ESB aðild á meðan MBL og flokkurinn - til þessa allavega - hefur verið alfarið á móti að ræða aðild að ESB. Það er ekkert að því að MBL og Sjálfstæðisflokkurinn séu ósammála og sammála á víxl, heldur mjög eðlilegt.
Í raun er mikið mikið heiðarlegra, þegar fólk veit á hvaða skoðun ritstjórn blaðs, stjórnmálamanna og þessvegna einstaklinga er; það er þá hægt að lesa fréttir ritaðar af því fólki, sem í hlut á með rétt lituð gleraugu á nefinu. Það hefur nefnilega mikil áhrif á blaðagreinar, hver ritar þær og ritstjórnir ritstýra nú einu sinni blöðum sínum, þ.e.a.s. velja í þau efni, velja blaðamenn og skrifa forystugreinar.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.6.2008 kl. 18:34
Sammála Gústa. Það er vandlifað svo öllum líki
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.6.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.