Leita í fréttum mbl.is

Obama forsetaframbjóðandi Demókrata

Sem betur fer hefur Hillary Clinton loks lýst sig sigraða og mun lýsa yfir stuðningi við Barack Obama væntanlega í dag.  Frú Clinton hefði betur gert þetta fyrir mánuði síðan þegar ljóst var að barátta hennar var töpuð.

Obama ætti að eiga góða möguleika á að sigra í forsetakosningunum því að staða Repúblikana er svo slæm eftir forsetatíð George W. Bush jr. Ekki bætir úr skák að nefnd Bandaríkjaþings skuli nú hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir Bush og Cheney varaforseti beittu þjóðina blekkingum til að fara í löglaust stríð gegn Írak. Það gæti leitt til ákæru á hendur þeim í framtíðinni.

Þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson áttu hins vegar að átta sig á því að árásarstríð á Írak var ólögleg innrás á fullvalda ríki.  Samt drógu þeir Ísland inn í hóp viljugu ríkjanna sem bera siðferðilega ábyrgð ásamt Bandaríkjamönnum á ólögmætri innrás í Írak. 

En Obama er sigurvegari í fyrstu lotu og vonandi verður hann það líka í nóvember.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Og ég sem hélt að þið Frjálslyndir væruð soddan "kristilegir Repúblikanar" eins og ég heyrði þig grínast með í Silfri Egils í fyrra...

Það gleður mig að sjá að kannski var ég full fljótur að dæma þig...vonandi fara flokksfélagar þínir ekki í fýlu út í þig fyrir að hæla svörtum manni.   Eða er það kannski bara í lagi svo lengi sem hann haldi sig fjarri íslandi?   

En hvað sem því líður erum við a.m.k. sammála um Obama... það geislar af honum kjörþokkinn.  Eg var svo lánsamur að sjá kallinn þegar hann hélt sigurræðuna um daginn hér í Minnesota og tók þessar myndir í höllinni...hef sjaldan upplifað aðra eins stemmningu.

http://www.youtube.com/watch?v=szTxYoovyek

Róbert Björnsson, 7.6.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er einmitt staddur á Landsráðsfundi Frjálslynda flokksins og ég hef ekki orðið var við neina óánægju með þessa bloggfærslu heldur þvert á móti.

Einar Einarsson hittir nefnilega naglann á höfuðið. Takk fyrir það Einar. 

Jón Magnússon, 7.6.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 1646
  • Sl. viku: 3248
  • Frá upphafi: 2413997

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2965
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband