Leita í fréttum mbl.is

Síðustu dagar Bush

Rúmur hálfur mánuður er til loka embættisferils George W. Bush jr. Bandaríkjaforseta. Hægt er að segja um hann þegar hann hættir að farið hefur fé betra.  Vegna vanstjórnar sinnar og afglapa eru Bandaríkin í vanda hvar sem litið er. Efnahagshrun, dvínandi áhrif og misheppnuð hernaðarumsvif verða þeir minnisvarðar sem Bush forseti skilur eftir sig.  Allan tímann sem hann hefur verið forseti hefur hann gefið Ísraelsmönnum grænt ljós til að fara sínu fram gagnvart Palestínumönnum.  Ef til vill eru Ísraelsmenn nú í aðdraganda kosninga hjá sér að nýta síðustu daga þessa slappa forseta til að herða tökin sem aldrei fyrr gagnvart Palestínufólki.

Það trúa því sennilega engir aðrir en þeir sem hafa komið til Ísrael hvað þeir koma illa fram við Palestínufólkið. Ég hefði ekki trúað því fyrifram að sjá annan eins valdahroka og víðtæka aðskilnaðarstefnu í verki eins og er í Ísrael. Aðskilnaðarmúrinn er gott dæmi um það að þegar einn mún ófrelsisins hrynur þá búa nýir harðstjórar til nýjan. Berlínarmúrinn féll en múrinn um þvera Palestínu til að loka Palestínufólkið annað hvort úti eða inni er nær fullger.

Mér er það óskiljanlegt afhverju lýðræðisríki Evrópu og Ameríku láta þetta gerast án þess að grípa til víðtækra aðgerða gegn Ísrael. Hvað með viðskiptabann. Slit á stjórnmálasambandi. Það er ekki hægt fyrir lýðræðisríki að horfa þegjandi upp á ítrekuð og stöðug mannréttindabrot Ísraelsmanna.

Þessi mannréttindabrot Ísrael eru ekki bara ógn við fólkið í Palestínu. Það má ekki gleymast.

Ég vona að Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna sýni dug í þessu efni og láti það ekki ganga lengur að Gyðingar misbjóði mannréttindum og mannhelgi.  Fram til þess tíma tel ég niður þá daga sem Bush á eftir að gegna embætti í Hvíta Húsinu í Washington D.C.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðustu dagar Bush,skrifar þú.Þá er mín spurning ætlar þú ekkert að hjálpa til hjá okkur í þessu volaða landi að taka til.Ýmsir rammspilltir embættismenn mættu taka pokan sinn. Jón hjálpaðu nú til.

Númi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ég er ekkert viss um að þú sjáir svo róttækar breytinga við Obama.

Hann fór líka eins og Bush og Clinton til Ísrael og grenja við Guðlausan musterisvegginn þeirra.

Þú þarft að átta þig á hver ræður í USA, hverjir það eru sem eiga fjármagnið, bankana, vopnasölufyrirtækin og fjölmiðlana. Eignaþræðirnir liggja til Ísrael. Þar er skýringin á þessu fyrirbæri.

Við Íslendingar eigum að taka um sjálfstæða hugsun í friðarmálum. Kíktu á þessar síður: 

http://www.althing.org/

http://forsetakosningar.is/

þar finnur þú vísi að nýrri hugmyndafræði.

Ástþór Magnússon Wium, 2.1.2009 kl. 23:55

3 identicon

Ísraelar kvarta með réttu undan eldflaugaárásum Palestínumanna, lítið heyrum við af því. Fréttaflutningur er einhliða hér, því miður. Hitt er annað mál að hvort svo harkalegar aðgerðir sem Ísraelsmenn grípa til séu nauðsynlegar. Mér þætti betra ef farið er í sáttaviðræður áður en gripið er til vopnavaldsins.
En ég held ég geti fullyrt að við getum ekki sett okkur í spor þessarra þjóða og þess vegna ættum við ekki að setjast í dómarasæti. Eru ekki sáttaumleitanir í Washington DC þessa stundina? Vonandi að þær skili árangri svo öllum líki.
Ég held að Ísrelsmenn vilji ekki fara í stríð þeir eru aðeins að sýna Palestínumönnum vígtennurnar og vona að það dugi til að Palestínumenn hætti að ögra, en fórnarkostnaður friðar á þessu svæði er alltaf of mikill það er víst ábyggilegt.
Viðhorf og siðferði er líka ólíkt en hjá okkur, við hugsum alla jafna ekki: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Eða hvað?

Obama á svo eftir að sýna hvort hans sjónarmið sé annað og betra (þá betra fyrir hvern?) en forvera hans, ég er sammála því að ,,Farið hefur fé betra" þegar Bush fer úr forsetastóli.

Friðakveðja

Nökkvi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:29

4 identicon

Jæja, nú er Bush karlinn að hvefa af vettvangi. Farið hefur fé betra. En veistu nokkuð hvað Obama hafðist við á sínum yngri árum? Hlustaði á viðtal við þig á Útv. Sögu um daginn og þú hafðir kynnt þér nokku vel Obama. En ég var að leita um daginn að fyrri árum hans, en fann ekki. Hann hafði búið í Malasíu, og var 'öðruvísi' en hinir; var hávaxnari og sat aftast í skólastofunni. En veistu hvort hann gerði eitthvað á yngri árum, t.d. í samandi við vinnu: vann hann einhvern tíma í verksmiðju eða bar út llöð etc. ??

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:37

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tek undir þessi orð þín Jón.  Við verðum að vona að ástandið eigi eftir að batna á næstu mánuðum og árum. Það er orðið ljóst að ísraelski herinn mun ráðast með skriðdrekum inn í Gaza á næstu klukkustundum og er hætt á miklu mannfalli meðal óbreyttra borgara.

Gleðilegt ár.

Ágúst H Bjarnason, 3.1.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 42
  • Sl. sólarhring: 839
  • Sl. viku: 4556
  • Frá upphafi: 2426426

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 4223
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband