Leita í fréttum mbl.is

Össur telur sinn tíma kominn.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur undanfarið skemmt sér við að blogga með þeim hætti sem honum einum er lagið. Í síðasta bloggi sem ég las eftir þennan helsta ritsnilling þjóðarinnar þá kallar hann mig ýmist tundurspillaforingja eða skæruliðaforingja. Tilefnið eru málefnalegar umræður sem ég hef haldið uppi um þau dagskrármál þingsins sem hafa verið til umræðu síðustu tvo daga. Annars vegar séreignasparnaðinn í gær og illa ígrundað frumvarp til breytinga á stjórnarskrá í dag.

Á máli utanríkisráðherra þá heita málefnalegar umræður á Alþingi málþóf. Raunar fór besti ræðumaður Samfylkingarinnar að utanríkisráðherra frátöldum mikinn í ræðustól á Alþingi í dag og vildi fá sérstakar skýringar á hugtakinu málþóf. Í sjálfu sér ekki óeðlilegt þar sem þessi háttvirti þingmaður Mörður Árnason hefur verið og er e.t.v. enn ritstjóri orðabókarinnar. Eðlilegt að hann vilji fá sem gleggstar skýringar á því hvað felst í hugtakinu málþóf. Raunar skýrði hann það sjálfur og hélt því fram að Sjálfstæðismenn væru að beita málþófi.

Málþóf er viðurkennd aðferð stjórnarandstöðu og eitt af þeim fáu tækjum sem stjórnarandstaða hefur og það þekkir Mörður Árnason og Össur Skarphéðinsson foringi hans og leiðtogi vel. Þeir þekkja það vel með hvaða hætti þeir vörðu Baugsmiðlana á sínum tíma þegar fjölmiðlafrumvarpið var til umræðu og komu í veg fyrir að málið fengi farsælan framgang.  Þá stóðu þeir félagar Mörður og Össur fyrir því að halda Alþingi í gíslingu málþófs svo dögum skiptir. Skrýtið að Mörður skyldi þurfa að spyrja að því á Alþingi í dag hvað hugtakið málþóf þýðir. Fáir ættu að geta skýrt það betur en hann ef hann kastar af sér pólitíska hamnum og fer í þann fræðilega.

En Össur telur sinn tíma kominn enda veit hann það jafnvel og ég að hann er mesti þungavigtarmaður Samfylkingarinnar bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón fjöðlmiðlafrumvarpið finnst mér eitt eftiarminnilegast málþóf síðust ára fyrir utan það hvað það var skaðleg fyrir þjóðina að það fékk ekki fram að ganga að vísu hefði mátt slípa það aðeins til.

Hinsvega er vegar er viss um að á það verður minnst oft nú á næstuni og sýnt fram á það hve þingheimur var grunnhyggginn að beita sér gegn því svo ekki sé minnst á forsetann.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 11.3.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 742
  • Sl. sólarhring: 909
  • Sl. viku: 4023
  • Frá upphafi: 2448990

Annað

  • Innlit í dag: 702
  • Innlit sl. viku: 3754
  • Gestir í dag: 666
  • IP-tölur í dag: 641

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband