Leita í fréttum mbl.is

Fjármálaráðherra brýtur lög.

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins og einn helsti áhrifamaður Framsóknar sagði í eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gær að Steingrímur J. Sigfússon væri sekur um bókhaldssvindl. Bókhaldssvindl er  alvarlegt afbrot og það veit lögmaðurinn og þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson.

Höskuldur Þórhallsson sem bæði er lögmaður og þingmaður veit að sú meginregla gildir í íslenskum rétti að hver maður skuli talinn saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. Með því að fullyrða að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sé sekur um bókhaldssvindl þá telur Höskuldur greinilega að sekt Steingríms sé sönnuð.

Dómsmálaráðherra fylgdist með umræðunum í gær og þess varð vart að hún lagði sérstaklega við hlustir þegar fram komu fullyrðingar um bókhaldssvindl fjármálaráðherra. Spurning er hvort dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsókn á meintu bókhaldsmisferli fjármálaráðherra í kjölfar yfirlýsinga þingmanns Framsóknarflokksins.

Hvað sem öðru líður um yfirlýsingar þingmannsins þá starfar fjármálaráðherrann. Bókhaldssvindlarinn að mati Höskuldar Þórhallssonar þingmanns Framsóknarflokksins í boði Framsóknar.  Vildi Höskuldur Þórhallsson vera samkvæmur sjálfum sér ætti hann að leggja fram vantrausttillögu á Steingrím J. Sigfússon. Það er ekki hægt að hafa bókhaldssvindlara sem fjármálaráðherra í boði Framsóknar eða hvað? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gat ekki hlustað á allar umræðurnar. Skýrði Höskuldur ekki í hverju þetta væri fólgið eða hvað Steingrímur J. væri sekur um?

Björn H Hermannsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er eðlilegt að hann skýri það betur sjálfur. En það var í samhengi við óánægju Framsóknarmanna að Steingrímur hefur sýnt fram á að 20% niðurfærsluleið Framsóknarmanna sé ófær með öllu og mundi ekki koma að tilætluðu gagni að mati Steingríms.

Jón Magnússon, 8.4.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 259
  • Sl. sólarhring: 787
  • Sl. viku: 4773
  • Frá upphafi: 2426643

Annað

  • Innlit í dag: 238
  • Innlit sl. viku: 4426
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband