2.12.2009 | 17:14
Aðför að tjáningarfrelsinu?
Blaðamannafélög á hinum Norðurlöndunum segja í yfirlýsingu að tjáningarfrelsi á Íslandi sé í hættu. Svo er að skilja að Davíð Oddsson ritstjóri sé sú hin mikla ógn við tjáningarfrelsið.
Það er með miklum ólíkindum að forustufólk blaðamanna á hinum Norðurlöndunum skuli hafa jafn skertan skilning á því hvað átt er við með hugtakinu tjáningarfrelsi og fram kemur í yfirlýsingu þeirra. Því fer að sjálfsögðu fjarri að ráðning Davíðs Oddssonar til starfa sem ritstjóri á Morgunblaðinu hafi nokkuð með tjáningarfrelsið að gera á Íslandi.
Þá hafa uppsagnir blaðamanna hvort sem er á Morgunblaðinu eða annarsstaðar upp á síðkastið ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Blaðamönnunum var ekki sagt upp vegna þess hvernig þeir tjáðu sig. Á sínum tíma var ég með fastar greinar í Fréttablaðinu en var látinn hætta að skrifa í blaðið vegna umfjöllunar minnar um fyrirtæki eins eiganda blaðsins. Tjáningarfrelsi mitt var ekki skert með því þó að þessi fjölmiðill vildi ekki hafa meira með mig að gera.
Blaðamannafélögum hinna Norðurlandanna væri sæmra að taka til skoðunar með hvaða hætti fréttum hefur verið miðlað eða í raun ekki miðlað á Íslandi undanfarin ár. Þá kæmust þessir blaðamenn sennilega að raun um að veikasti þáttur lýðræðislegrar umræðu undanfarin ár hafa verið fjölmiðlar í landinu. ´
Við erum eina landið í heiminum þar sem þeim röngu fullyrðingum var markvisst haldið að fólki og er enn haldið marksvisst að fólki í gegn um ákveðna fjölmiðla að ástæða bankahrunsins á Íslandi sé fyrst og fremst stjórnmálamönnum, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti að kenna. Það er gert þó að fyrir liggi óyggjandi upplýsingar um að ábyrgðin er stjórnenda bankanna og stærstu viðskiptavina þeirra sem voru oftar en ekki í hópi eigenda bankanna.
Vandamálið er ekki að fólk sé svipt tjáningarfrelsi heldur hitt að allt of margt fjölmiðlafólk hefur talið hentugra að miðla þeim upplýsingum sem koma sér vel fyrir eigendur viðkomandi fjölmiðils en gleyma hinum. Oft hefur því verið meira tilefni fyrir blaðamenn á Norðurlöndum til að tjá sig um íslenska fjölmiðla en núna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.2.): 69
- Sl. sólarhring: 835
- Sl. viku: 2132
- Frá upphafi: 2490076
Annað
- Innlit í dag: 67
- Innlit sl. viku: 1948
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 64
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ágæti Jón,
Mér finnst þú segja allmikil tíðindi. Þú varst sem sagt látinn hætta á Fréttablaðinu vegna neikvæðrar umfjöllunar um fyrirtæki eigandans.
Hvað var það sem þessi vondi Davíð var að meina með fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma ? Ég held að þjóðin hafi ekki náð sér ennþá yfir því að fá ekki að fara í þjóðaratkvæði með Ólafi Ragnari.
Halldór Jónsson, 2.12.2009 kl. 18:40
Óttalegt bull er þetta......"þeim röngu fullyrðingum var markvisst haldið að fólki og er enn haldið marksvisst að fólki í gegn um ákveðna fjölmiðla að ástæða bankahrunsins á Íslandi sé fyrst og fremst stjórnmálamönnum, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti að kenna".....þú ert illa haldinn í vörn þinni fyrir Davíð blessaðann....því hefur hvergi verið haldið fram í DV eða Fréttablaðinu, sem ég býst við að þú sért að vísa í, að útrásarvíkingarnir eigi ekki sína miklu sök. Það telja allir, sem ég ræði við, að mesta sökin sé hjá útrásarvíkingum og bankastjórum. Og auðvitað er enginn að segja að Davíð eigi einn sök á Hruninu, langt frá því....en hann verður að vera maður til að axla sinn þátt, sem óneitanlega er umtalsverður, alveg sama hvernig þið reynið endalaust að hvítþvo kallinn. Og að þið skulið ekki átta ykkur á því hversu undarlegt það er að einn þeirra, sem er hvað umdeildastur vegna gjörninga sinna við uppbyggingu og eftirlit bankakerfisins sem Forsætisráðherra og Seðlabankastjóri í næstum 2 áratugi, skuli vera ritstjóri Morgunblaðsins núna....ja það er bara sorglegt......Hann er að misnota aðstöðu sína gróflega sem ritstjóri til að hvítþvo sjálfan sig, endurrita sögu hrunsins. Morgunblaðið er orðinn ósköp dapur snepill...og er bara beitt á andstæðinga Davíðs, öfugt við DV, sem er miklu málefnalegra, gagnrýnna og beittara og óhrætt við að gagnrýna alla....öðruvísi mér áður brá. Morgunblaðið hefur ekki lengur efni á því að vera með hroka og yfirlæti gagnvart DV.
Jón Kristjánsson, 2.12.2009 kl. 23:17
Sæll Jón.
Góð grein, innilega sammála hverju orði.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.12.2009 kl. 23:55
Guð blessi Ísland ........ og ég meina það!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.12.2009 kl. 07:04
Það er ekki mikið tjáningarfrelsið á þinni síðu, þrátt fyrir mikið gaspur um annað.....sennilega fæst ekkert annað birt en það, sem samræmist þínum skoðunum. Týpískur hægri fasisti.
Jón Kristjánsson, 3.12.2009 kl. 10:46
sé þetta nú ekki Jón - það eru þó nokkrir sem sjá mbl í dag sem fréttablað þröngra tjáskipta
Jón Snæbjörnsson, 3.12.2009 kl. 11:02
Ég var að vísa til tjáningafrelsisins Halldór og það hugtak er oft notað með röngum hætti. Ég var ekki fylgjandi fjölmiðlafrumvarpinu eins og það var á sínum tíma en að sjálfsögðu þarf að vera umgjörð um fjölmiðlana. En fyrst þarf að endurskoða stöðu RÚV.
Jón Magnússon, 3.12.2009 kl. 14:50
Þú mátt fella þína palladóma Jón Kristjánsson en þú ættir að skoða umfjöllun fjölmiðla október 2008 til febrúar 2009 og þá sérðu að ég er að fara með rétt mál. Oft gott að skoða svona hluti í baksýnisspeglinum. Að sjálfsögðu bera bankamennirnir ábyrgðina. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og Írlandi dettur engum í hug að halda öðru fram. Það er síðan hægt að skamma slökkviliðið fyrir að hafa verið of lengi að slökkva eldinn eða krefjast þess að þeir fái betri græjur til að ráða við eld af þessu tagi. En umræðan var ekki þannig. Í fjölmiðlum hurnbarónanna var endalaust japlað á sök allra annarra en þeirra sem í raun bega sökina.
Svo er það annað mál hvort það sé viturlegt eða ekki af þeim sem ráða einkafyrirtæki að velja þennan eða hinn sem stjórnanda en það er hvort sem okkur líkar betur eða verr þeirra ákvörðun. Við ættum frekar að gera athugasemdir við að hrunbarónarnir skuli enn vera áhrifamestu mennirnir í samfélaginu.
Jón Magnússon, 3.12.2009 kl. 14:55
Þakka þér fyrir athugasemdina Guðrún.
Jón Magnússon, 3.12.2009 kl. 14:55
Veistu það Jenný ég er þér alveg sammála ekki veitir af.
Jón Magnússon, 3.12.2009 kl. 14:56
Ef þú sérð ekkert athugavert við að Davíð sé ráðinn sem ritstjóri á einn stærsta fjölmiðil landsins, eigandi eftir að fjalla um stærsta mál Íslandssögunnar: Hrunið. þá ertu annaðhvort ósamkvæmur sjálfum þér, eða þá að þú setur loyalítet þitt með bláhöndinni ofar sanngirni og skynsemi, nema að bæði sé.
hilmar jónsson, 3.12.2009 kl. 14:56
Ég skil ekki athugasemdina Jón Kristjánsson það er fullt tjáningafrelsi á minni síðu. Það er fullt skoðanafrelsi á minni síðu en hins vegar loka ég fyrir dónaskap eða svívirðingar um einstaklinga eða fyrirtæki. Dónaskap og meiðyrði samþykki ég ekki annað samþykki ég. Svo er það spurning um að vera hægri fasisti eða ekki. Mussolini sem bjó til fasistaflokkinn var upphaflega vinstri sósíalisti og pennavinur Lenin. Nasisminn og fasisminn eru skilgetin afkvæmi sósíalískrar hugsunar fólks sem telur að ríkið sé merkilegra en einstaklingarnir
Jón Magnússon, 3.12.2009 kl. 15:00
Það kann vel að vera Jón Snæbjörnsson að margir telji það. Þá verður blaðið að lifa við það. Ég veit ekki annað en allir fái birtar greinar eftir sig í blaðinu ef þær eru innan eðlilegrar lengdar og ekki illskeyttar í orðum. Hins vegar hefur Morgunblaðið alltaf haft ákveðna ritstjórnarstefnu og það hefur ekkert breyst með aðkomu nýrra ritstjóra. Almennt eru blöð sem eru einhvers virði í heiminum með ákveðna stefnu. Það sem þau kappkosta samt er að hafa eðlilega og hlutlæga fréttamiðlun. Gagnrýni mín á íslenska fjölmiðla undanfarið er að fréttamiðlunin hefur iðulega verið hlutdræg en ekki hlutlæg.
Jón Magnússon, 3.12.2009 kl. 15:04
Hilmar ég hef ekkert með það að gera hver er ritstjóri Morgunblaðsins. Ekki frekar en það hver er ritstjóri Fréttablaðsins eða DV. Það er ekki sérverkefni Morgunblaðsins að fjalla um Hrunið. Þegar hefur verið fjallað um það í íslenskum fjölmiðlum og skrifaðar um það bækur. Loks er sérstök rannsóknarnefnd að störfum sem mun skila skýrslu sinni í febrúar n.k. Ekkert af þessu hefur með loyalitet, sanngirni eða bláu höndina að gera.
Það er annars skondið að sá sem á höfundarréttinn á bláuhöndinni hefur gert sér sérstakt far um að klína sér upp að henni.
Jón Magnússon, 3.12.2009 kl. 16:24
Kannski er það bara tilviljun, og kannski ekki, en mér finnst Mogginn hafa batnað verulega á síðustu vikum.
Ágúst H Bjarnason, 3.12.2009 kl. 22:33
Maður er alla vega spenntur að sjá hvað er í honum núna.
Jón Magnússon, 3.12.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.