6.12.2009 | 23:57
Frá hverjum fékk Roger Boyes upplýsingar um hrunið?
Egill Helgason fékk breskan blaðamann í þáttinn sinn í dag. Það var athyglivert að hlusta á sjónarmið hans. Raunar stóð ekki steinn yfir steini af mörgum fullyrðingum hans þegar betur er að gáð.
Í fyrsta lagi þá heldur þessi vinstri sinnaði blaðamaður því fram að ákveðin stjórnmálastefna í anda Margrétar Thatcher og ákveðinn fyrrverandi stjórnmálamaður séu helstu orsakavaldar hrunsins. Þetta stangast á við sjónarmið sem óháðir fræði- og kunnáttumenn hafa sett fram, menn sem voru fengnir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að fjalla um málið. Nægir í því sambandi að nefna þá Karlo Jänneri og Mats Josefsson. Báðir leggja þeir höfuðáhersluna á ábyrgð bankamanna, eigenda bankanna og helstu skuldunauta bankanna.
Í annan stað fullyrðir Boyes að hrunið á Íslandi hafi verið fyrirséð árið 2006 og allir hafi gert sér grein fyrir því nema við Íslendingar. Jafn sannfærandi og blaðamaðurinn var í vel æfðum leikþætti Egils Helgasonar, þá stangast þetta samt á við staðreyndir sem auðvelt er að benda á. Þannig fengu helstu eigendur íslensku bankanna veruleg lán erlendis á árinu 2007, fyrirtæki eins og t.d. Exista, Fl. Group, Milestone og fleiri. Þá voru íslensku bankarnir með besta lánshæfismat (AAA) á árinu 2007 hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum. Þó ekki séu tekin nema þessi dæmi þá sýna þau að ekki er um hlutlæga málefnalega umfjöllun að ræða hjá Boyes.
Við nánari athugun sést að umfjöllun Boyes ber öll merki náins faðmlags vinstri manna á Íslandi og útrásarfurstana. Fróðlegt væri að vita hverjir aðrir en Egill Helgason hafa verið að hvísla í eyru hans við gerð bókarinnar, þannig að hann skyldi komast að þeim furðulegu niðurstöðum sem komu fram í sjónvarpsþættinum í dag.
Það má ekki gleyma því að það varð bankahrun á Írlandi en hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Geir H. Haarde né Davíð Oddsson voru þar við völd. Í Bretlandi hrundu bankar einnig en þar voru og eru sósíalistar við völd. Sama má segja um Spán og halda mætti áfram um hrun sem varð í ýmsum gömlum kommúnistaríkjum, en þau þekkir Boyes betur en margir aðrir. Málflutningur Boyes stenst ekki málefnalega skoðun. Hann er andstæður þeim staðreyndum sem liggja fyrir í mikilvægum atriðum.
En eftir stendur spurningin um hverjir hvísluðu þessum upplýsingum í eyru Boyes?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Breytt 7.12.2009 kl. 00:10 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.2.): 741
- Sl. sólarhring: 748
- Sl. viku: 2326
- Frá upphafi: 2489971
Annað
- Innlit í dag: 696
- Innlit sl. viku: 2122
- Gestir í dag: 645
- IP-tölur í dag: 636
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón.
Það skyldi þó aldrei hafa verið Egill sjálfur ?
hver skyldi þýða þessa bók ?
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.12.2009 kl. 01:09
Lunkinn ertu, nafni, að argúmentera hér um málið.
Þú átt að minna hér á Útvarps Sögu-pistla þína reglulega, þar er margt gott að heyra. Taktu þetta samt ekki sem nálgun mína til Sjálfstæðisflokksins!
Kristin stjórnmálasamtök, 7.12.2009 kl. 02:07
Lunkinn ertu, nafni, að argúmentera hér um málið.
Þú átt að minna hér á Útvarps Sögu-pistla þína reglulega, þar er margt gott að heyra. Taktu þetta samt ekki sem nálgun mína til Sjálfstæðisflokksins!
(Sent aftur, vinsaml. taktu út fyrri sendingu á röngu veffangi!)
Jón Valur Jensson, 7.12.2009 kl. 02:10
Ég held að þú eigir kollgátuna Guðrún María. Við skulum ekki gleyma því að í viðtalinu sagði Boyes við Egil. "Enginn þekkir Davíð betur en þú." Af hverju skyldi hann hafa sagt það? Þekkir Egill Helgason Davíð Oddsson vel? Ekki veit ég til þess.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 09:53
Þú hefur verið að hugsa nákvæmlega það sama og ég, við hlustun á þessa spekinga.
Hverjir voru að lepja þessum villandi og röngu upplýsingum í manninn?
Hvernig dettur honum í hug að gefa út bók um efni, sem hann marglýsti sjálfur, að hann hefði ekki næga þekkingu á?
Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2009 kl. 09:53
Þakka þér fyrir Jón Valur ég sé að þú kemur með athugasemdir undir tveim nöfnum. Ég segi síðan takk sömuleiðis.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 09:54
Mikil ósköp, auðvitað eru Sjálfstæðisflokkurinn, Davíð Oddsson og Gjeir Haaarde allir blásaklausir af hruninu. Ég skil ekki hvernig fólki tekst að tengja þessa aðila við eitthvað sem aflaga hefur farið á Íslandi síðustu ár. Það þarf heldur betur íllt innræti til að finna svoleiðislagað út.
Jóhannes Ragnarsson, 7.12.2009 kl. 10:17
Auðvitað er Egill Helgason helsta heimild Boyes, ásamt öðrum vinstrisinnuðum fjölmiðlamönnum og háskólamönnum. Þessi grúppa hefur tekið sig til og rægir land sitt og þjóð skipulega í útlöndum, einkum og sér í lagi pólitiska andstæðinga sína. Þar er auðvitað efstur á blaðið Davíð Oddsson, maður sem þeir þekkja ekki neitt. Ég er satt best að segja steinhissa hvað þeir eru með þennan mann mikið á heilanum. Þeir yrðu pólitískt lamaðir hefðu þeir ekki Davíð til að sparka í daglega svona til að halda sér í formi.
Gústaf Níelsson, 7.12.2009 kl. 10:18
Sæll Jón. Ég er sammála. Þetta viðtal var dáldið skrýtið og mótsagnakennt. Maður hafði einmitt á tilfinningunni að maðurinn hefði kynnt sér afar fá sjónarmið, allavega er það svoldið skökk mynd sem hann dregur upp. Reyndar viðurkenndi hann það að kannski hefði hann verið að bulla í bókinni með því að gera allt of mikið úr hlut ákveðinna aðila. En svo vantar hjá honum eins og öllum sem eru að skrifa um hrunið að kryfja eitthvað hvað varð um alla peningana sem fóru um bankana. Það er grundvallaratriði þegar menn eru að skrifa bækur um hvað hér gerðist. Ég get ekki skilið hvernig menn ætla að varpa ljósi á hrunið ef þeir nenna ekki að athuga í hvað þessir peningar fóru, og hvort þeir yfirleitt komu til Íslands. En það sem hrunið snýst í raun um er að peningar sem voru teknir að láni eða lagðir inn í bankana, hurfu úr þeim eða gufuðu upp með einhverjum hætti. Ég hef áttað mig á því að aðeins um 2% af þessum fjármunum fóru í offjárfestingar og bruðl á Íslandi. Og það væri lítið mál fyrir Íslendinga að klára sig af þeim vanda. En það eru hin 98-99 prósentin sem er verið að afskrifa að hluta eða borga með Icesave og Edge o.s.frv. sem eru hið raunverulega hrun. Og það verður engin vitræn bók skrifuð um hrunið fyrr en sú bók verður skrifuð þar sem varpað verður ljósi á hvað varð um þessa peninga.
Jón Pétur Líndal, 7.12.2009 kl. 13:22
Mér finnst viðtal Egils Helgasonar við Boyes ekki eiga skilið umsögnina "vel æfður leikþáttur". Til þess hefði þurft fleiri æfingar og endurskoðun á handritinu. Silfur Egils er kannski eini sjónvarpsþáttur okkar sem gerir alvöru tilraun til að ræða og skýra þjóðmál en sorglega oft finnst mér umfjöllunin yfirborðskennd og minna meira á leiksýningu áhugaleikara en fagmanna. Samt er betra að veifa röngu tré en "öngu"?
Eins og fleirum fannst mér samt athyglisvert að hlusta á Boyes. Egill spurði hann því miður ekki einu sinni nánar um hvernig efla hefði mátt eftirlits og stjórnunarkerfi ríkissins til að vega upp á móti einkavæðingar og frjálshyggjustefnunni sem við heilluðumst af. Eins og oftar í viðtölum við útlendinga fannst mér Egill eins og ástfanginn unglingur sem héldi sig eiga smá sjens.
Við vitum öll að umdæmi Geirs og Davíðs osfrv. náði ekki til Írlands, Spánar, Bretlands eða annara landa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna "bankahreppunnar" en kannsi bera núverandi og fyrrverandi valdamenn okkar engu að síður smá ábyrgð á okkar stöðu
Það hvarflaði að mér eftir lestur færslunnar að kannski væri efnahagshrun þjóða líkt hjónaskilnaði að því leiti að tilefnið gæti verið margþætt og mismunandi þó endirinnn væri skipbrot glæstra vona og að skýringarinnar á íslenska hruninu væri ekki endilega að finna á Spáni eða Írlandi.
Forsætisráðherra er skipstjóri þjóðarbúsins og ef við ströndum á skeri er ekki óeðlilegt að ákvarðanir hans séu athugaðar. Spænsk eða Írsk yfirvöld myndu trúlega athuga "ferilinn" sem sigldi þeirra þjóðarskútum í strand?
Mig skiptir litlu hver hvíslaði hverju í eyru Boyes, eða Egils, eða hver faðmaði hvern, eða hvort Davíð eða Geir, Ingibjörg,ORG, Jóhanna, osfrv. áttu "erfiða " æsku eða unglingsár.
Ég vil geta fylgst með hvað er að gerast í þjóðfélaginu og ég vil geta fylgst með því í gegnum óháða og öfluga fjölmiðla.
Ég er orðin langþreytt á að þurfa að lesa hlutlægar færslur bloggara um þjóðmálaumfjöllun fjölmiðla ( þar á meðal þessa færslu, þó ég þykist vita að þú meinir vel).
Það hefur hvarflað að mér að það sé kannski stórfurðulegt að það virðist ekki vera neitt fjölmiðlablogg um íslenska fjölmiðla og að fjölmiðlarnir skuli ekki hafa sett um vefsíður þar sem notendur gætu komið sínum athugasemdum um umfjöllun fjölmiðla á framfæri.
Agla (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 13:26
Jón Valur nálgast Sjálfstæðisflokkinn á ný:)
Það er merkileg stefna hjá RÚV að hafa vinstri manninn Egil Helgason einan um pólitíska umræðu í sjónvarpi, þeim sterka miðli.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.12.2009 kl. 14:29
Sæll Jón,
mér finnst nokkuð merkilegt að sjá/heyra þig tala um að hér hafi bara orðið venjulegt hrun eins og í öðrum löndum. Páll H. sem er nú engin gasprari boðar válegustu tíðindi er nokkur nefnd hefur þurft að færa þjóð sinni. Tugir og sennilega hundruðir mála hrúgast upp hjá FME og saksókn. núna (en gerði ekki áður), sífelldar fréttir af stórfelldum misbeitingum heimilda og beitingum blekkinga af áður óþekktum stærðum og svo mætti lengi lengi telja.
En í þínum augum gerðist ekkert óvenjulegra hér en annars staðar og ,,bara venjulegt", ,,eins og í hinum löndunum".
Danske Bank kom fyrstur með mjög nákvæma greiningu strax 2006 á stöðunni hér og sögðu nákvæmlega það sama og sagt er núna varðandi orsakir hrunsins (en þeir vissu samt ekki um svikin og prettina sem hafa bæst ofan á), ósjálfbærar lántökur, stjarnfræðileg krosseignatengsl, áhættusækni, o. fl. o. fl., spilaborg. Þá sögðu menn þá öfundsjúka. Svo voru aðilar sem unnu skýrslu fyrir Landsbankann, hræðilega útkomu sem var stungið undir stól, var það ekki 2007? Í bók Styrmis kemur fram að Landsbankinn hafi óskað eftir gífurlegu fé strax 2006 frekar en ´07 og þá átti að vera ljóst að hann var á bjargbrúninni. Svona mætti skrifa eina hruns-bókina enn hérna.
Einkavæðing bankanna var einhver hryllingssaga með sífellt nýjum vinklum, sem eiga eftir að koma betur í ljós. Það væri hægt að halda endalaust áfram. Icesave? Samt gerðist bara sama hér í þínum huga og á Spáni, Bretlandi, Írlandi ,,og fjölda annarra ríkja, og engum að kenna" Ekkert eftirlit brást. Engum um að kenna nema bönkunum. Sem auðvitað eru hinir beinu gerendur en þá er bara hálf sagan sögð.
Merkileg afstaða.
S (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 14:34
Sæll Jón
Takk fyrir góðan pistil.
Mér þótti dæmigert fyrir Boyes þegar hann hélt því fram´
að Bandaríkjamenn sem kæmu frá Mars skildu ekki sveigjanleika
Íslensks atvinnulífs.Hann sjálfur þekkti það vel,og þekkti til bankamanns sem hefði orðið sér úti um skipstjórnarréttindi eftir hrun og farið til sjós.Mér hefði fundist að Egill hefði átt að spyrja út í þetta skipstjórnar skyndinámskeið svo fleiri gætu nýtt sér þau.
kveðja Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 15:25
Axel ég held að einhver útrásarvíkingur eða úr vinstri elítunni hafi hvatt hann til þess að gefa út þessa bók sem er full af staðreyndavillum. Gott að heyra að þetta viðtal skuli hafa vakið sömu hughrif hjá fleirum en mér.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 15:38
Jóhannes ég held að hvorki Davíð Oddsson né Geir H. Haarde beri meiri ábyrgð á hruninu hér heldur en Gordon Brown og Alistair Darling á bankakreppunni í Bretlandi. Það voru önnur öfl að verki og það er merkilegt hvað margir neita að horfast í augu við það.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 15:40
Það kann að vera rétt hjá þér Gústaf að Egill Helgason sé helsta heimild Boyes en sé það rétt staðhæfing hjá þér þá þýðir það ekkert annað en að maðurinn er gjörsamlega vanhæfur til að stjórna pólitískum umræðuþætti í sjónvarpi sem á að vera hlutlægur.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 15:42
Þakka þér fyrir góðar hugleiðingar Jón Pétur. Ég er þér sammála um að það þarf að fá það á hreint hvað varð um peningana. Gjaldþrot bankanna eru upp á þúsundir milljarða. Mér finnst enn sem komið er að engin heilstæð hlutlæg bók sem varpar ljósi á aðdraganda,orsakir og afleiðingar hrunsins sé komin út.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 15:46
Þakka þér fyrir Agla fyrir yfirgripsmikla færslu. Ég er ekki að gera lítið úr ábirgð þeirra sem gegndu trúnaðarstöðum í þjóðfélaginu en einhverra hluta vegna er ábyrgð þeirra alltaf dregin fram og látið að því liggja að hrunið sé þeim að kenna. Slík staðhæfing er röng og það er blindur maður eða pólitískur ofstækismaður sem sér það ekki. Ég reyni eftir fremsta megni að vera hlutlægur og byggja á þeim staðreyndum sem ég þekki í því sem ég set fram. Hins vegar hef ég ákveðnar pólitískar skoðanir sem ég byggi á mínu hlutlæga mati. En allt of mikið af því sem borið er á borð fyrir okkur er ekki hlutlægt heldur hlutdrægt og þar fer framarlega í flokki Egill nokkur Helgason allt frá hruninu í fyrra.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 15:51
Já það segir þú alveg satt Heimir. Það gengur ekki lengur. Annað hvort er þáttastjórnandinn í pólitískum þætti trúverðugur hlutlægur stjórnandi eða það verður að fá annan. Egill hefur of oft farið út yfir eðlileg mörk í Silfri Egils, þó honum sé ýmislegt til lista lagt á mörgum sviðum og sé með mjög góðan bókmenntaþátt.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 15:54
S ég bíð spenntur eftir því sem Páll og nefndin hans setja frá sér þó mér finnist Páli hafa því miður orðið nokkuð hált á fjölmiðlasvellinu jafn ágætur maður og hann annars er. Þá liggur fyrir líka að þeir Páll og Tryggvi tóku ranga ákvörðun um hæfi nefndarmanns sbr til hliðsjónar nýgenginn dóm Hæstaréttar í máli 662/2009 Guðmundur Kristjánsson gegn Árna M. Mathiesen. Ég hef aldrei efast um það eftir hrun að mikið væri að og vek athygli þína á því að ég ræddi ítrekað um skýrslu Den Danske Bank og síðar sérstaklega niðurstöðu Financial Times um íslenska fjármála- og bankastarfsemi í nóvember 2007. Það var engin á þingi fyrir hrun sem varaði jafn afgerandi við því sem gæti skeð og ég. Þá vissi hvorki ég né opinberir embættismenn um hversu baneitraðir bankarnir voru. Þeir sem eitruðu þá eiga að bera ábyrgð og það er meginatriði þess sem ég er að segja og hev verið að segja.
Það er hins vegar rangt að einkavæðing bankanna hafi verið hryllingssaga. Einkavæðingin gekk vel. Það vantaði mun ákveðnari löggjöf um starfsemi fjármálafyrirtækja og það er hægt að kenna stjórnmálastéttinni fyrir að setja ekki ákveðnari reglur um það. Ég benti á þetta ítrekað allt frá ársbyrjun 2003 og æ síðan.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 16:04
Þakka þér fyrir Guðrún ég er sammála þér.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 16:05
Jón,
Mér finnst þú gera ansi lítið úr Roger Boyes. Hann er virtur og mjög reyndur blaðamaður hjá The Times í London sem er blað sem um aldir hefur verið hægra megin við miðju líkt og Morgunblaðið.
Hann hefur skrifað fjölda bóka og greina og á stóran lesendahóp í hinum enskumælandi heimi. Þegar bókin kom út í Bretlandi gaf hinn frægi rithöfundur Robert Harris henni ritdóm sem birtist í Sunday Times þar sem Robert segir:
Boyes, a veteran Times correspondent based in Berlin, has done a remarkable job to produce this book barely a year after some of the events it describes. He knows Iceland well and conveys the strangeness of the landscape, the dogged decency of its people and the endless “white nights” of the Arctic summer.
Hægt er að nálgast ritdóm Roberts hér
Þessi bók var skrifuð fyrir erlenda lesendur og þeir hafa lítinn áhuga á hver hvíslað hverju í eyra Boyes og í hvaða pólitíska dilka hann er dreginn á Íslandi.
Fyrir hrun var erlend gagnrýni afgreidd sem öfund en nú er hún orðin að samsæri.
Andri Geir Arinbjarnarson, 7.12.2009 kl. 16:32
Sæll. Jón
Ég varð nú að játa það að síðustu mánuði hef ég Ekki horft á silfrið. Þar sem máli sem hafa þar verið tekin hafa verið of einhliða, máluð lit á einn hátt, einn litur, ein skoðun, ein túlkun, ein stjórnandi og niður staðan um hruni orði á ómarkví EINN NIÐURSTAÐA allir aðrir að æfa lögreglukórinn.
Hinsvegar horfði ég á þáttinn í gær þar brást stjórnandi ekki, einn stjórnandi, ein skoðun og ein niðurstaða, eitt efni dregið fram hitt út á túni.
Enda ekki við öðru að búast Boyes greyið hann alvarlega smitaður af því fólki sem hann talaði við af Davíðsheilaeinkenni og ein smitberin tók við hann viðtalið.
Góðar stundir.
Kv.Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 7.12.2009 kl. 16:42
Ritdómurinn breytir því ekki að bókin er full af rangfærslum. Um það er m.a. fjallað í DV í dag. Mér blöskraði lausatök Boyes á staðreyndum þegar ég hlustaði á hann í gær. Svo veit maður aldrei um gagnrýni eins og þá sem þú birtir hjá þér hvort hún er pöntuð eða raunveruleg. En eftir stendur að einhver gaf Boyes misvísandi upplýsingar. Svo hef ég ekki séð að þessi Boyes sé í miklum metum. Get hvergi fundið það jafnvel þó ég hafi bæði talað við googles og yahoo og vita þeir nú lengra nefi sínu.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 18:21
Þetta er svona Sigurjón að margir halda þessu fram eins og þú. Ef til vill er meira til í því en margur heldur og aðrir vilja viðurkenna.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 18:22
Það er sama hvað menn segja um hrunið,ríkisstjórnin,seðlabankinn og fjármálaeftirlitið gerðu engar ráðstafanir til þess að afstýra þeirri ábyrgð sem fallinn er í dag á þjóðina útaf Icesavemálinu. Af hverju gerðu menn ekki neitt? Manni finnst að sofið hafi verið á verðinum af þeim sem áttu að vera vakandi.
S.Árnason. (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 19:24
Ekki gleyma öllum sambankalánunum sem þeir gerðu og voru auglýst í opnum blaða ,
það var stór vísbending líka þegar eigendur banka voru byrjaðir að leggja innkomuna inní annan banka enn sinn eigin
það er frekar grunsamlegt !
X (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:23
Svo kom það loksins. Það sem ég var að biðja eftir og vissi muni koma: - þá þýðir það ekkert annað en að maðurinn (Egill) er gjörsamlega vanhæfur til að stjórna pólitískum umræðuþætti í sjónvarpi sem á að vera hlutlægur.
Það er líkleg pointið með innlegginu á blogginu. Svekktu yfir að vera ekki boðið í þáttin hjá Agli?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 22:18
S. Árnason þeir Mats Josefsson og Karlo Jänneri eru á annari skoðun en það eru einu óháðu skoðunarmennirnir sem fjallað hafa um málið hlutlægt hingað til. Hins vegar hafa hrunbarónarnir og vinstra liðið hamast á því að hrunið væri stjórnmála- og embættismönnum að kenna en ekki þeim sem ráku fyrirtækin sín í þrot. Skrýtið þetta faðmlag vinstri manna og fyrrum auðmanna sem hamast við að halda í fyrirtækin sín þó þeir skuldi milljarða sem þeir borga aldrei.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 22:24
X ég gleymi ekki neinu.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 22:25
Hvers konar endemisrugl er þetta Jakob.
Jón Magnússon, 7.12.2009 kl. 22:27
Jón,
Ég er þér sammála að maður getur aldrei verið viss um hvað er pantað á Íslandi. Þar liggur vandamálið. Getur maður treyst á Egill eða þig eða Davíð eða einhver annan? Er ekki best að taka öllu með fyrirvara?
Hins vegar breytir það engu hvort bók Boyes hafi einhverjar smá villur þær eru smámunir samanborið við vitleysuna á Íslandi. Á endanum draga útlendingar sínar ályktanir óháð upphrópunum á Íslandi.
Andri Geir Arinbjarnarson, 7.12.2009 kl. 23:08
Sammála, það stóð ekki steinn yfir steini hjá honum. Kannski ekki skrýtið maðurinn er útlendingur og skilur ekki íslensku. Kannski hefur einhver verið að reyna að skýra þetta út fyrir honum á bjagðri ensku. Í ofanálag er hann líklega gamall kommúnisti. Þá erum við búnir að afgreiða hann, næsti.
Brynjólfur Bragason, 7.12.2009 kl. 23:48
Ísland sker sig ekkert úr Andri í þessu. Það á að taka öllu með fyrirvara að sjálfsögðu aldrei að taka neitt eins og Guð hafi sagt það. Ég er sammála þér um að útlendingar dragi sínar ályktnair en villurnar í bók Boyes eru margar og alvarlegar. En alvarlegasta villan er sú sem hann gengur út frá þegar hann byrjar að skrifa bókina sína sennilega að áeggjan og/eða skv upplýsingum einhverra íslenskra vinstri manna.
Jón Magnússon, 8.12.2009 kl. 10:05
Góður Brynjólfur. En ég afgreiði fólk ekki eftir merkimiðum. Þeir geta þó sýnt ákveðin ásetning og hvaðan hugmyndir viðkomandi eru komnar.
Jón Magnússon, 8.12.2009 kl. 10:08
Brynjólfur,
Þetta er því miður ekki svona einfalt. Bók Boyes nýtur trausts erlendis, hefur fengið góða dóma þar og er rituð af blaðamanni á einu virtasta dagblaði hins enskumælandi heims sem er hægra megin við miðju.
Ég veit ekki hvort þið hafið lesið bókin en nafn Egils er ekki að finna þar hins vegar nefnir höfundur marga af sínum heimildarmönnum. Svo virðist að blaðamaður að nafni Sigurður Jökull Ólafsson fái miklar þakkir svo og Gylfi Magnússon, Katrín Ólafsdóttir, Þorvaldur Gylfason, Unnur Gunnarsdóttir, Halldór Pálsson og Stefán Álfsson.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 10:54
Þakka þér fyrir Andri fyrir upplýsingarnar en það hafa verið nefndir a.m.k. tveir nánari heimildarmenn en þú nefnir þ.e. Egill Helgason og önnur til.
Times er ekki lengur eitt virtasta dagblað í enskumælandi heiminum og það er ekki hægri sinnað. Virtari blöð í dag eru t.d. Daily Telegraph sem er hægri sinnað blað og Independant sem hefur færst lengra og lengra til vinstri í tímans rás. Fleiri mætti nefna en The Times hefur verið að tapa stöðu sinni í langan tíma.
Jón Magnússon, 8.12.2009 kl. 11:42
Siðlausir útrásarvíkingar og bankaeigendur/stjórnendur sem höguðu sér glæpsamlega.
Óhæfur seðlabankastjóri og sofandi starfsmenn eftirlitsstofnanna.
Vanhæf stjórnvöld sem fengu tugi ef ekki hundruði milljóna frá bönkunum og stærstu fyrirtækjunum í styrki, sem og einstakir frambjóðendur.
Ónýtir fjölmiðlar, keyptir í mörgum tilvikum.
Lánalínur lokaðust svo að bankarnir neyddust til að finna aðra leið til að fjármagna sig,,,sbr Icesave hörmungarnar(Landsbankinn) og EDGE (Kaupþing)... tær snilld já... :Þ
Það er margt sem spilar inn í... en við þurfum ekki yfirlætisfullan mann í þætti Egils Helgasonar til að segja okkur einhverja útgáfuna af þessu. Held að flestir hér á Íslandi geri sér grein fyrir ástæðum hrunsins svona að mestu leyti, allavega því sem komið hefur fram.
Auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós í viðbót, miður skemtilegt. Það er bara staðreynd.
Einar (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:05
Einar ég er hræddur um að það sem þú segir í lokamálsgreininni sé alveg rétt. Ég held að það skipti meira máli en stjórnvöldin og embættismennirnir þegar upp verður staðið því miður. Þess vegna finnst mér svo rangt að beina alltaf gagnrýni að stjórnkerfinu í stað þess að benda á þá sem áttu að bera ábyrgð á fyrirtækjunum sínum hvort heldur bönkum eða Baugi
Jón Magnússon, 8.12.2009 kl. 16:55
Fattar enginn málið: Þessi Boyes bjó lengi hjá einhverri "Helgu" í 101. Satt með henni líklega fram á nótt og lapti Davíðshatrið af vörum hennar. Svo komu jábræður hennar í kaffi af og til. Útkoman: Davíðshatur í ætt Egils og fleiri. Rugl.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 19:20
Ertu viss um að það hafi verið Helga Örn en ekki annað nafn á undan?
Jón Magnússon, 8.12.2009 kl. 23:54
Þetta eru nú farnar að verða ansi vandræðalegar umræður um bók sem enginn virðist hafa lesið. Boyes gisti hjá Hildi Helgu Sigurðardóttur og þakkar henni mikið fyrir gestrisnina í bókinni. Fáið ykkur eintak.
Andri Geir Arinbjarnarson, 9.12.2009 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.